Virka opin sambönd?
jan. 26, 2020

Undanfarið hefur talsvert borið á umræðu í samfélaginu um gæði þess að vera í opnu parsambandi og að ástarsambönd geti auðveldlega innihaldið þrjá eða fleiri einstaklinga. Mér hefur fundist umræða á ákveðnum villugötum og langar að miðla með ykkur nokkrum hugrenningum þar að lútandi. 

Það langar sennilega flesta að líða vel þó svo að ég viti um einstaklinga sem líður hálf illa ef þeim líður ekki illa yfir einhverju. Flesta dreymir um parsamband sem er innihaldsríkt, gefandi og nærandi og sumir ganga jafnvel svo langt að dreyma um fullkominn maka sem við vitum þó öll að fyrirfinnst hvergi. Marga dreymir um annars konar kynlíf en þeir eru að upplifa með makanum og í sorglega mörgum tilfellum er kynlífið ekki upp á marga fiska. Í nýlegri rannsókn kom til dæmis fram að 90% þeirra para sem leita sér hjálpar varðandi samband sitt eiga í erfiðleikum með kynlífið þrátt fyrir að það sé ekki ástæða þess að fólkið leiti sér aðstoðar.  

Skilnaðartíðni hér á Íslandi eins og í flestum vestrænum ríkjum er mjög há en sérfræðingar telja að helmingur allra parsambanda endi í skilnaði. Í flestum tilfellum er það vegna væntinga sem ekki voru uppfylltar og sennilega var ekki brugðist við væntingunum af því að málin voru ekki rædd. Það eru síðan talverðar líkur á að eftir sitji börn sem fá að „borga reikninginn“ fyrir deilum foreldranna sem geta staðið árum saman. Auðvitað eru til pör sem skilja á fallegan hátt og það er til mikillar fyrirmyndar en það eru samt sem áður undantekningar tilfelli. 

Ég hef um margra ára skeið unnið með einstaklingum og fjölskyldum en þó mest með pörum. Fyrst sem prestur en síðar sem klínískur félagsráðgjafi. Ég hef í starfi mínu notið leiðsagnar og fengið kennslu frá sumum af virtust fræðimönnum í heiminum á þessu starfssviði og hef í raun helgað líf mitt og starfsferil vinnu með pörum. Þó að það hljómi ekki sérlega auðmjúkt hjá mér þá er ég því nokkuð vel að mér í þessum efnum, þrátt fyrir að hafa bara verið í einu parsambandi sjálfur. Þegar ég byrjað mitt háskólanám átti ég svolítið erfitt með að kyngja því að það sem ég „vissi“ fyrir víst væri lítils sem einskis virði ef ekki væri hægt að staðfesta það með akademískum rannsóknum. Með árunum - og núna áratugunum - sem liðnir eru síðan ég hóf kornungur nám í Guðfræði vestur í Kanada hefur mér lærst betur og betur að meta þá gagnrýnu hugsun sem háskólasamfélagið innprentar manni. Ég kappkosta sem fagmaður í mínu starfi að hljóma eins lítið „fræðilegur“ og ég get og vera eins „mannlegur“ og ég get. Það er eitt af því sem ég lærði af dr. Sigrúnu Júlíusdóttir prófessors við Háskóla Íslands en hún sagði eitt sinn þegar ég sat námskeið sem hún kenndi „góður fagmaður þarf fyrst að verða góður maður“. Ég var svo heppinn þegar ég skrifaði meistara ritgerð mína í félagsráðgjöf að fá Sigrúnu sem leiðbeinanda og lærði ég gríðarlega mikið á þeirri samferð okkar. 

Þegar par leitar til þerapista og er jafnvel með þá hugmynd að best væri að skilja við maka sinn þá er það nú samt þannig að í fæstum tilfellum vill fólk í rauninni skilja. Fólki langar bara að fá að líða vel. Það skil ég mjög vel því að ég er einn af þeim sem vill fá að líða vel. Ég vildi að allir sem leita sér hjálpar gætu lagað parsambandið sitt en svo er því miður ekki. Það er því óhjákvæmilegt að sum parsambönd nái ekki langlífi. Fáir vísindamenn samtímans hafa rannsakað ástarsambönd meira en dr. John Gottman sem ásamt eiginkonu sinni dr. Julia Gottman stofnuðu og reka The Gottman Institute í Seatle (BNA). Stofnunin hefur áratugum saman stundað rannsóknir á líðan og hegðan einstaklinga í ástarsamböndum og hafa sett fram áhugaverðar kenningar um hvað ástarsamband þarf að búa yfir til að lifa af storma lífsins. Gottman telur að grundvöllurinn sem allt annað í parsambandinu byggir á sé vinátta. Án hennar sé í raun ekki hægt að láta parsamband ganga upp. Að byggja upp og viðhalda vináttusambandi er í öllum tilfellum langtímaverkefni. Það má segja á einfaldan hátt að eina leiðin til að byggja vináttu er að einstaklingar eigi í samskiptum þar sem hjarta snertir hjarta. Án samskipta verður aldrei til vinátta. Það að elska einhvern felur sem sagt í sér að viðkomandi aðili gefur hjarta sitt og vináttu til annars aðila. Til þess þarf að taka meðvitaða ákvörðun og af því má leiða að það að elska einhvern er ekki byggt á tilfinningu líðandi stundar heldur er um hreina ákvörðun að ræða. Ákvörðun sem síðan þarf að framfylgja í verki. 

Þegar ég les frásagnir einstaklinga um ágæti þess að eiga fleiri enn einn elskhuga á sama tíma þá efast ég ekki um að tilfinningarnar sem þessir einstaklingar eru að upplifa séu ánægjulegar. Ég vil hins vegar benda á að í raun hefur mjög lítið verið rannsakað hvernig fjölmennari ástarsamböndum en tveggja manna hefur vegnað. Það hafa þó verið gerðar mælingar á ánægju einstaklinga í kynlífi slíkra sambanda. Það kemur oft vel út til skemmri tíma eins og reyndar margs konar önnur skammtíma gleði hefur í för með sér. Við skrif þessarar greinar leitaði ég til mér mun fróðari einstaklinga innan fræðasamfélagsins bæði á Íslandi og erlendis. Niðurstaða mín er sú að ég hef ekki fundið eina einustu rannsókn (sem teljast myndi tölfræðilega áreiðanleg) sem bendir til þess að fjölmenn parsambönd lifi af það áreiti sem fylgir því að vera í parsambandi. Það eru hins vegar talvert margar rannsóknir sem benda til þess að slíkt fyrirkomulag reynist fólki mjög dýrkeypt. Rannsóknir hafa til dæmis sýnt að fólk í „tveggja manna“ langtíma parsambandi er hamingjusamasta fólk í heimi og þeir sem eru ánægðastir í kynlífi sínu eru líka þeir sem eru í slíkum fámennum samböndum. 

Það er reyndar frekar „Íslenskt“ að tjalda til einnar nætur og við höfum komist langt með „þetta reddast“ viðhorfinu. Þegar kemur að öryggi og framtíð fjölskyldunnar má samt ekki kasta til hendinni. Það þarf að vanda sig og við þurfum að sjá langt fram á veginn. Við þurfum að muna að það er ekki sjálfgefið að fá að elska og það þarf að leggja rækt við þá dýrmætu tilfinningu. Slík ræktarsemi kostar vilja og vandvirkni, athygli og áhuga. Athygli gangvart tilfinningum maka þíns og áhuga á sambandinu. Við þurfum að vilja byggja upp sambandið og það þarf að vanda sig við þá vinnu. Samband verður ekki gott af sjálfu sér, það þarf að gera sambandið gott og það krefst þess að báðir aðilar sambands vandi sig á hverjum einasta degi. 
Ef till vill munu rannsóknir komandi ára sýna fram á að fjölmenn parsambönd leiði til mikillar hamingju, vellíðunar og ánægju. Enn á meðan allar rannsóknir sem við getum notað til að vísa okkur veginn benda til þess að tveggja manna ástarsambönd séu farsælust þá held ég áfram að mæla með því sambandsformi. 

Theodor Francis, 
klínískur félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi.  
 


A picture of a person walking in the fog with the words loneliness written on it
Eftir Claudia Andrea Molina 26 Mar, 2024
"We have never been so connected, we have never felt so alone"
16 Jan, 2023
Co dzieje się gdy jesteśmy atakowani lub krytykowani przez bliskie dla nas osoby i dlaczego sami to robimy? Atakowanie to konkretne zachowania takie jak np. obwinianie, krytykowanie, formułowanie zarzutów, obarczanie odpowiedzialnością za swoje emocje/ problemy, czasem wykrzykiwanie braku satysfakcji itd. Jeśli dzieje się tak często w naszym dzieciństwie, najprawdopodobniej „poradzimy sobie” poprzez uznanie, że rzeczywiście to „ja robię coś nie tak, skoro moi rodzice tak mnie traktują”. Dziecko nie ma samo z siebie możliwości pełnego obronienia się, dlatego atakowanie może zostać uwewnętrznione i w późniejszym życiu możemy sami „się atakować” lub mieć tendencję do krytykowania innych. Wiele osób, które tego doświadczyły w dzieciństwie jest bardzo krytycznych wobec siebie przy najmniejszych problemach życiowych, porażkach dnia codziennego. Takie osoby wchodzą w kolejne etapy życia, spodziewając się kolejnych tego typu doświadczeń, mogą więc biernie reagować, gdy bliscy ich ranią, albo same ranią krytyką lub obwinianiem. Problem obwiniania czasem łatwiej zobaczyć jeśli jesteśmy w związku i te zachowania są powtarzalne/mają charakter tendencyjny ze strony jednego bądź obojga partnerów. Według dr Sue Johnson kiedy partnerzy pozostają w cierpieniu, para może zacząć „radzić sobie” z problemami poprzez stworzenie specyficznego wzorca interakcji, który sam w sobie jest destrukcyjny i sprawia, że partnerzy oddalają się od siebie. Jednym z takich wzorców jest „szukanie winnego”- im więcej jeden partner obwinia, tym bardziej drugi kontratakuje/obwinia lub się wycofuje. Mimo, iż wszyscy czasami wpadamy w takie pułapki, to jeśli czujemy się w relacji bezpiecznie, jesteśmy w stanie z niej wyjść, dać sobie nawzajem, to czego potrzebujemy, naprawić szkody i być dla siebie wsparciem. Jeśli natomiast w takim wzorcu utkniemy, konsekwencje bywają porażające. W relacji ze sobą dominują wtedy takie zjawiska jak niska samoocena, nadmiarowe napięcie, wrogość (często na siebie), frustracja, poczucie winy, wstyd, rozczarowanie, a nawet poczucie krzywdy i zagrożenia. Jeśli problem ten dotyczy pary, konsekwentny brak satysfakcji w związku, coraz słabsza zdolność do konstruktywnego komunikowania się ze sobą, wrogie oddalenie od siebie oraz cierpienie obu stron może nawet doprowadzić do rozpadu relacji. Co ważne, często obie strony gorzej myślą o sobie – zaczynają z czasem widzieć siebie jak „potwora, który chce za dużo” lub jako ”kogoś niewystarczającego” a nawet obraz siebie w obszarze męskości/kobiecości może ulec degradacji. Dlaczego obwinianie staje się pułapką, z której tak trudno wyjść? W wyjaśnieniu tego zjawiska na pomoc przychodzi nam nowoczesna teoria więzi. Otóż badania nad więzią pokazują, że nasz styl przywiązania wpływa na wybierane sposobów radzenia sobie z problemami. Spory procent z nas w obliczu poważnych problemów, doświadcza zalewu emocji, które popychają do działania. Osobom takim wydaje się, że „motywują” siebie lub drugą stronę do zmiany. Obwinianie/atakowanie oczywiście służy też do rozładowania trudnego do wytrzymania napięcia ale przede wszystkim jest protestem przeciwko pogorszeniu relacji. Tak więc trudno przestać robić to, skoro nadal zależy nam na naprawianiu relacji. Z drugiej strony, niektórzy z nas w obliczu problemów mają tendencję do dystansowania się do własnych doświadczeń, „chłodzenia” emocji lub odsuwania się od bliskiej osoby, jeśli problem jest relacyjny. Gdy taka osoba jest obwiniana przez partnera, ma tendencję do minimalizowania konfliktu, „tworzenia muru”, jednocześnie przeżywając bezradność i rozczarowanie. Ten nieświadomy sposób radzenia sobie ma na celu zarówno uspokajanie siebie jak i utrzymanie relacji. Tak więc trudno zachować się inaczej w obliczy krytyki/obwiniania, jeśli chcemy relacje zachować. Ten sposób w rzeczywistości dużo „kosztuje” emocjonalnie i oczywiście nie pomaga relacji, a napięcie musi często być rozładowane na zewnątrz (alkohol, media społecznościowe itd.) Wiele elementów pracy nad sobą może pomóc w wydobywaniu się z pułapki atakowania (się), takich jak np. praca nad regulacją emocjonalną, uczenie się samouspokajania, stawiania granic, ćwiczenie asertywnej komunikacji własnego zdania/potrzeb, wyrażania niezadowolenia bez obwiniania. Pierwszym krokiem jest jednak samoobserwacja destrukcyjnych wzorców w relacji ze sobą i/lub w relacjach z innymi, a następnie próba ich zrozumienia i poszukiwanie nowych wzorców, które mogłyby je zastąpić. Na koniec, pamiętajmy, że to szukanie winnego jest Twoim wrogiem i wrogiem Twoich relacji z innymi. Wieslaw Kaminski
16 Jan, 2023
What happens when we are verbally attacked or criticized by those close to us, and why do we do it ourselves? Attacking may come in many forms, such as criticizing, making allegations, blaming others for your emotions/problems etc. If we experience it in our childhood, we will likely "handle it" by recognizing that it is indeed "me" being defective and doing something wrong if my parents treat me like that." The child does not have the ability to fully protect itself, so the attack will likely be internalized and later in life we ​​may devalue ourselves or have a tendency to mistreat others. Many people who experienced this in childhood are very critical of themselves with the smallest life issues and everyday failures. Such people enter the subsequent stages of life vulnerable to similar experience, so they may react passively when loved ones hurt them, or paradoxically, they hurt others with criticism or blaming. The problem of blaming is sometimes easier to notice if we are in a relationship and these behaviours are repetitive on the part of one or both partners. According to Dr Sue Johnson, when partners remain in distress, a couple can begin to "manage" their issues by creating a specific pattern of interaction that is itself destructive and causes partners to distance themselves from each other. One of those patterns is "find the bad guy" - the more one partner blames, the more the other counters or goes numb. Although we all fall into such traps sometimes, if we feel secure in the relationship, we are able to get out of it, repair the damage and meet each other’s needs. However, if we get stuck in the pattern, the consequences can be devastating. The relation with self is then dominated by low self-esteem, excessive tension, anger (often at oneself), frustration, guilt, shame, disappointment. If the problem is relational, the resulting dissatisfaction in the relationship, the increasing inability to communicate constructively with each other, growing distance from each other, and the suffering of both can even lead to the relationship breakup. Importantly enough, over time both partners begin to perceive themselves more negatively, as being “not enough" or "too needy" to the extent that the self-image in terms of ​​masculinity/femininity can be degraded. Why does blaming become a trap that is so hard to get out of? In explaining this phenomenon, the modern theory of attachment comes to our aid. Well, research on attachment shows that our attachment style affects the ways we choose to deal with problems. A large number of adults, when faced with serious problems, experience a flood of emotions that push them to action. Such people seem to "motivate" themselves or the other party to change. Blaming/attacking, of course, also serves to relieve unbearable tension, but above all it is a protest against the deterioration of the relationship. In other words, it's hard to stop doing that when we still want to fix the relationship. On the other hand, other people, when faced with problems, tend to distance themselves from their own experience by "cooling down" emotions or to distance themselves from a loved one if the problem is relational. When such a person is blamed by a partner, they tend to minimize the conflict, "creating a wall", while experiencing helplessness and disappointment on the inside. This unconscious way of coping is intended to both soothe oneself and maintain the relationship. So it's hard to behave differently in the face of criticism/blame if we want to preserve the relationship even though this way can be emotionally draining and obviously doesn't help the relationship while the tension is often vented externally (alcohol, social media, etc.)  Many elements of self-work can help in getting out of the trap of attacking (oneself), such as working on emotional regulation, learning to self-soothe, set boundaries, complain without blaming, practicing assertive communication of one's own needs, etc. The first step, however, is tracking and recognizing destructive patterns in relation with oneself and/or in relation with others before looking for new ways to replace the old ones. Above all, blaming/attacking is “the bad guy”, not you and not your partner. Wieslaw Kaminski
13 Oct, 2022
Í þessum þætti ætlum við að ræða um tengsl og ávinning þess að eiga í góðum tengslum við fólk sem að marga ef ekki að allra mati er lífsnauðsynlegur þáttur til að öðlast hamingju. Endilega deilið þessu fyrir okkur! Hérna er meira um píramýda Maslow https://www.simplypsychology.org/maslow.html
13 Oct, 2022
Í þessum þætti tölum við um gildi Sjálfsmyndar. Hversu mikilvægt það er að eiga heilbrigða og sterka sjálfsmynd og ávinninginn af því að stuðla að heilbrigðri sjálfsmynd. Við vonum að þið njótið vel og þökkum kærlega fyrir hlustunina.
13 Oct, 2022
í þessum þætti tölum við aðeins um að hafa stjórn á orðum okkar. Það sem við segjum getur haft ótrúlega sterk og mikil áhrif á fólk í kringum okkur. Annað hvort slæm eða góð. Taumhald er þjálfun sem fæst með stöðugri og samviskulegri ástundun. Við höfum getuna til að skapa góðar jafnt sem slæmar aðstæður með kraftinum sem liggur í orðum okkar. Gættu þess því hvaða orð líða af vörum þínum: Framtíð þín veltur á því!
Hlaða fleiri greinum
Share by: