Umfjöllun um meðvirkni
sep. 01, 2019

Meðvirkni innan fjölskyldna stuðlar að óheilbrigði

Umfjöllun um meðvirkni

Meðvirkni byrjar sem eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum.

Skilgreining á meðvirkni: 
  • Samansafn viðhorfa, viðbragða og tilfinninga, sem gera lífið sársaukafullt (Sandra Smalley).
  • Einkennir þá sem eru í tilfinningasambandi við fíkil, eiga pabba, mömmu, afa, ömmu eða systkini, sem er fíkill, eða hafa alist upp í tilfinningalega bældri fjölskyldu (Sharon Wegschieder- Cruse).
  • Tilfinningalegt, hugrænt og hegðunarlegt ástand sem þróast í hópum fólks þar sem ekki má tjá tilfinningar, né ræða persónuleg mál eða vanda í samskiptum. (Robert Subby)
Meðvirkni = samansafn viðhorfa 

Meðvirkur einstaklingur hefur lært ákveðið hegðunarmynstur og aðlagað sig að þeim aðstæðum sem hann býr við. Með því t.d. að taka ekki ábyrgð á ástandinu og koma sér út úr sjúklegum aðstæðum heldur aðlaga sig þeim. Meðvirknin er í raun leið til að skilgreina sig í gegnum aðra.

Dæmi um viðhorf:
  • Viðurkenning annarra segir til um manngildi mitt.
  • Ef einhverjum líður illa þá ber mér að bregðast við því. Mér getur ekki liðið vel á meðan.
  • Aðrir eiga að sjá þegar ég á í vanda og/eða líður illa og bregðast við því.Ef einhver gerir eitthvað rangt, þá ber mér að bregðast við því. A.m.k. þarf ég að mynda mér skoðun á því.
  • Mér finnst ég strengjabrúða sem umhverfið og annað fólk togar í að vild. Ég er fórnarlamb.
  • Mér finnst aðrir vera strengjabrúður og ég því þurfa að toga á ákveðinn hátt í þeirra strengi. Ég er bjargvættur.

Þessi viðhorf eru arfleifð okkar og því sjaldnast nóg að vinna með áföll bernskunnar án þess að skoða viðhorfin sem viðhalda meðvirknisviðbrögðum og tilfinningasárum.

Allmargir eru ómeðvitaðir um þessa hegðun sína. Fyrir marga er þetta eðlilegt og nánast meðfætt og hefur fylgt okkur frá æsku, en birtist svo ef við verðum fyrir áföllum eða atviki, sem opnar á s.k. meðvirkni. 

Meðvirkni = samansafn tilfinninga 

Margir aðstandendur/meðvirkir finna sterkt fyrir eigin tómleika eða tilgangsleysi og reyna þess vegna að fylla upp í tómleikatilfinninguna með að taka ábyrgð á öðrum einstaklingi. En þetta reynist oftast jafn erfitt og að setja tvo fætur í sama skóinn. Það reynist ekki síður erfitt að ganga þannig um, en að komast í skóinn. 
Skömm og sektarkennd koma mikið við sögu í allri meðvirkni og undir niðri finnst aðstandandanum að hann eigi ekki rétt á að eiga eigið líf sem fullgildur einstaklingur. 
Annað sem meðvirkur einstaklingur gerir, er að flækja sig í líf annarra og trúa því að það sé það sama og að vera í innilegu sambandi við aðra. 
Meðvirkur einstaklingur leitar að eigin „sjálfi“ utan við sig í öðru fólki og aðstæðum. Sjálfsástin er engin og sjálfsvirðingin týnd. Og þegar fólk spyr meðvirkan einstakling hver hann sé, eru viðbrögð hans oft „hver viltu að ég sé?“ og hann reynir svo að haga lífi sínu eftir því! 

Dæmi um tilfinningar:
  • Sektarkennd
  • Bæld reiði, beiskja
  • Kvíði
  • Einmanaleiki
  • Höfnunarkennd
  • Skömm
  • Tilgangsleysis-tilfinning = þunglyndi.
Dæmi:
  • Sektarkennd vegna viðhorfsins, að ég beri ábyrgð á lífi annarra.
  • Reiði og beiskja vegna viðorfsins að aðrir eigi að bera ábyrgð á mér. Og vegna inngróinna viðbragða að tjá ekki reiði jafnóðum.
  • Þunglyndi og vonleysi vegna óraunhæfra væntinga.
Meðvirkni = samansafn viðbragða 
Eitt vandamálið við meðvirkni er að fólk hefur engin persónuleg mörk, engin landamæri. Og án eðlilegra marka er erfitt að vera í fullnægjandi samskiptum við aðra einstaklinga án þess að flækja sig í líf þeirra. Allir eru flæktir inn í veruleika hvers annars. Fólk veit ekki hvar það endar og aðrir byrja. Er alltaf inní höfðinu á öðrum og að reyna að breyta öðru fólki og aðstæðum. 

Dæmi um viðbrögð:
  • Ég gleymi sjálfri/um mér, mínum skoðunum, þörfum og áhugamálum nálægt öðrum.
  • Ég á auðvelt með að skilgreina persónuleika, hegðun og vanda annars fólks.
  • Ég segi hluti sem ég ekki meina til að fá viðurkenningu annarra.
  • Ég reyni að finna út hvað veldur líðan og gjörðum fólks, ef ég finn það ekki á mér.
  • Það særir mig þegar fólk er ekki jafn næmt á mig og ég á það.

Fókusinn í lífi mínu er á öðrum en mér. Þessi viðbrögð eru inngróin, búa oft í taugakerfi okkar og því ekki nóg að breyta viðhorfum sínum til að losna frá meðvirkninni. Álíka og að læra nudd bara af bókum. Þetta þarfnast meðvitaðra æfinga. 

Reglur í meðvirkum/alkóhólískum fjölskyldum: 
  1. Það á ekki að tala um vandamál. 
  2. Ekki bera tilfinningar þínar á torg. 
  3. Samskipti eiga að vera óbein og helst í gegnum þriðja aðila. Sjaldnast talað umbúðarlaust og beint við þann sem málið varðar. 
  4. Vertu sterkur, góður og fullkominn og hafðu rétt fyrir þér. 
  5. Gerðu okkur stolt af þér (óraunhæfar væntingar). 
  6. Gerðu eins og ég segi, en ekki eins og ég geri. 
  7. Það er ekki æskilegt að bregða á leik og vera of ærslafullur. 
  8. Við skulum ekki ýfa öldurnar eða fitja upp á einhverju sem gæti valdið leiðindum eða óróleika. – „Ekki rugga bátnum“.   Meðvirkni er þróun líkt og alkóhólismi og aðstandendur verða veikari og veikari og mynda aukið þol líkt og alkóhólistinn. Fjölskylda sem er með óvirkt samskiptamynstur er í ójafnvægi. 

Dæmi um fjölskyldu í ójafnvægi: 
A. Hrygg, leið, döpur, mikið um líkamleg streitueinkenni s.s. magabólgur, vöðvabólgur og höfuðverk. 
B. Lágt sjálfsmat, lélegt mat á fjölskyldunni. 
C. Lítið sjálfsöryggi, tjáskiptaörðugleikar, jákvæðar tilfinningar tjáðar á hörkulegan hátt eða alls ekki. Ásakanir og öll tjáskipti eins lítil og unnt er. 
D. „Halda saman“. Hér eru málin leyst innan fjölskyldunnar. Redda hlutunum fyrir horn. 
E. Gamalt er geymt en ekki gleymt. 
F. Einangrast, hver frá öðrum og stórfjölskyldunni. 
G. Óraunhæfar væntingar til annarra fjölskyldumeðlima og sjálfs sín.

En hvar byrja þessi ósköp? Gera má ráð fyrir að öll meðvirkni lærist í bernsku innan fjölskyldunnar. Sem börn þurfum við að skilgreina okkur og afmarka frá foreldrum okkar. Um leið er það hverju barni nauðsynlegt að fá eðlilega uppörvun, hrós, viðurkenningu og athygli frá foreldrum sínum. Barninu er nauðsynlegt að finna að það sé einhvers virði sem einstaklingur. Í fjölskyldum þar sem samskiptin eru veik „óvirk“ byggist tilveruréttur/tilgangur hvers og eins á að hann geti tekið ábyrgð á einhverjum öðrum, lagt sitt líf til hliðar. Barnið lærir af foreldrum sínum það sem fyrir því er haft. Barnið sem fær ekki hrós, viðurkenningu og kærleiksríkan aga lærir fljótt að leita eftir þessum hlutum með því að m.a. þóknast öðrum. Ef tilfinningalegum þörfum okkar sem börnum er ekki fullnægt með heilbrigðum hætti leitum við sem fullorðnir einstaklingar að leiðum til að uppfylla þessar þarfir. 

Ef fólk elst upp í fjölskyldu sem ekki gat sett heilbrigð mörk fer það með þann lærdóm út í lífið. Það hefur verið rannsakað hvaða áhrif það hefur á börn að alast annarsvegar upp við harðneskju og hinsvegar við frjálsræði. Í ljós kom að þetta tvennt hefur sömu áhrif á börn! Hvorugt kennir börnum að setja og virða mörk. Mörkin liggja einhverstaðar þarna á milli. 

Í meðvirkum „veikum“ fjölskyldum hefur enginn persónuleg mörk. Allir eru í einum graut að vinna í öllum öðrum en sjálfum sér. Ákveðin hlutverkaskipan er í gangi. Í meðvirkri fjölskyldu ríkir stífni í samskiptum. Allt er gert til að viðhalda óbreyttu ástandi. Fjölskyldan er hrædd við allar breytingar. 

Þróun frá afneitun til upplausnar. Við skulum skoða hvernig fjölskyldan þróast með alkóhólistanum. 
A. Afneitun. Afneitar ástandinu. Neitar að horfast í augu við aukin vandamál. 
B. Felur/skömm. Felur sig fyrir umhverfinu. Reynir að halda öllu í horfinu (oft fínt heima). Finnur fyrir skömm. Einangrun byrjuð. 
C. Sektarkennd. Aðstandandinn lítur á sig sem orsök drykkjunnar. Ég hefði ekki átt að….
D. Minnistöp. Langvarandi svefnleysi, vannæring og spenna valda minnistruflunum. 
E. Vandinn ekki ræddur. Aðstandandinn glatar hæfninni til eðlilegra tjáskipta og fer því oft að gráta eða rífast. Börnin einangrast og taka oftar en ekki afstöðu með þeim sem drekkur. 
F. Stjórnun/stjórnleysi. Aðstandandinn reynir að draga úr eða koma í veg fyrir drykkju með t.d. kynlífi, stjórnun innkaupa, afþökkum samkvæma. Notaðar eru aðferðir eins og „ef þú ferð ekki í meðferð þá…. Ef þú elskaðir mig þá færir þú í meðferð eða…“. 
G. Þegar við reynum að stjórna því sem við ráðum ekki við missum við stjórnina á því. Það fer að stjórna okkur. 
H. Flótti/skilnaður. Umhverfisflótti. Drekkur með og/eða flutt í annað hverfi. Flytur frá vandamálinu, skilnaður. 
I. Sjálfsvorkunn. Engin skilur mig eða getur hjálpað mér. 
J. Vonleysi. Er alltaf að reyna að stjórna því sem ég ræð ekki við. Mistekst hvað eftir annað. Stöðugir ósigrar og minnkandi sjálfsvirðing. 
K. Vanrækir þarfir. Tannlæknar, fatakaup, klippingar, heimsóknir o.fl. 
L. Einangrun. Félagsleg og tilfinningaleg einangrun. Hrun sjálfsvirðingar. 

Í meðvirkri fjölskyldu er tilfinningum afneitað eða hafnað. Um ótta, öryggisleysi, sorg, skömm, reiði o.fl. er ekki rætt. Ekkert sagt um að þessar tilfinningar séu eðlilegar, engin hluttekning sýnd. Áhugaleysi og þar af leiðandi tilgangsleysi festir sig í sessi innan fjölskyldunnar. Þögn ríkir, aldrei talað um vissa hluti. Rifist yfir smáatriðum, fullkomnunaráráttan ræður ríkjum. Eitt er sagt en annað liggur í loftinu, sífelld misvísandi skilaboð! Allt er skilyrt, líka væntumþykjan. Mér þykir vænt um þig… en bara ef þú ferð út með ruslið. Ekkert fæst ókeypis. 

Vandamálið er ekki vandamálið, heldur það að vandamálinu er afneitað. En vandamálið stjórnar samt lífi fjölskyldunnar. Það er eins og bleikur fíll sé í miðri stofunni, allir sjá hann en enginn talar um hann. 

Í alkóhólískri fjölskyldu er fólk alltaf með óraunhæfar væntingar. Þess vegna eru stöðug vonbrigði, reiði og tilheyrandi refsiaðgerðir og sjálfsásakanir.

 

Fjölskylduvarnirnar 
Stjórnunin mistekst og fjölskyldan upplifir vaxandi sektarkennd. Fer að einangra sig, tengsl við vini og kunningja rofna, áhugamálum fórnað og fjölskylduboðum fækkar. 

Fjölskyldan byggir upp varnir, fer að reyna að hafa áhrif með því að breyta aðstæðum og hegða sér á ákveðinn hátt. Hlutverkaskipti koma fram með skýrum hætti, stuðningsmenn, hetjur, svartir sauðir, trúðar og týnd börn. 

Allt er gert til að verja orðstír alkóhólistans og finna aðra sökudólga. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir skánar alkinn eða ástandið ekki neitt. Og aðstandandinn verður smátt og smátt reiðari og reiðari. En ásakar sjálfan sig samt meir og meir fyrir ástandið og fer að trúa þvi að hann sé ómögulegur. 

Fjölskyldulífið hrynur 
Þegar þörfum einstaklinganna um öryggi, ást og tilfinningalegt jafnvægi er ekki fullnægt hrynur fjölskyldulífið og upphlaðin streita, kvíði og mikil skömm, sektarkennd og reiði brýst fram. Með vaxandi erfiðleikum og tilfinningalegum þvingunum koma fram kynlífsvandamál þar sem kynlíf er notað sem stjórntæki eða refsivöndur. Vonleysi er hér farið að vaxa ásamt örvæntingu. Hver einstaklingur er hér farinn að bjarga sér sjálfur. 

Til að forðast meðvirkni eru ýmsar leiðir 
Ein leiðin er að setja mörk og það eru bæði innri og ytri mörk 

Þegar mörk eru sett má nota t.d. eftirfarandi:
1. Einföld og skýr skilaboð eins og „ég held“ eða „mér finnst“. 
2. Muna eftir því að mörkin sem þú setur verða prófuð. 
3. Styrkja mörkin með því að láta ekki undan. 
4. Setja aðeins mörk sem þú getur staðið við. 
5. Endurskoða mörkin eftir ákveðinn tíma. 
6. Nota sinn eigin hraða til að vinna eftir. Finna hvað það er gott að geta staðið á sínu. 
7. Taka eitt skref í einu ná jafnvægi þar. Byrja svo á því næsta og þannig koll af kolli. 

Aðstandendur verða veikir eins og alkóhólistinn. Aðstandendur þróa meðvirkni eins og alkinn alkóhólismann. Og verða að lokum jafn veikir, eða jafnvel veikari en þeir. Bati aðstandandans frá meðvirkni er þróun, ferli sem stöðugt þarf að æfa.

  • Að skoða tilfinningarnar getur verkað ógnandi. En með því að þora að skoða þær og viðurkenna að þú hafir þær, ertu á réttri leið. Leið sem hjálpar þér út úr meðvirkninni. Leið sem gerir þig að sjálfstæðum einstaklingi. Leyfðu öðrum að gera það sem þeim ber. Þú berð ábyrgð á þér sem einstaklingi. Hefur rétt til að hafa skoðanir og þarfir.
  • Settu upp plan fyrir framtíðina um hvernig þú vilt lifa þínu lífi og forðast meðvirkni.
  • Hugsaðu um sjálfan þig eins og þú myndir vilja hugsa um aðra. Þú átt það sannarlega skilið af sjálfri/um þér.
  • Vertu í nútíðinni. Það sem er liðið – er liðið. Þú getur ekki breytt því. En þú getur tekið með þér inn í framtíðina þá þekkingu og reynslu sem þú telur þér til góðs.
  • Horfðu á það sem þú ert ánægð/ur með í eigin fari og njóttu þess. En mundu að þú hefur leyfi til að breytast og þroskast.
  • Mundu að þú ert sjálfstæður einstaklingur, sem átt rétt á að hafa skoðanir og velja þér kunningja jafnt sem vini. Jafnt innan fjölskyldunnar sem utan.

Percy B. Stefánsson

A picture of a person walking in the fog with the words loneliness written on it
Eftir Claudia Andrea Molina 26 Mar, 2024
"We have never been so connected, we have never felt so alone"
16 Jan, 2023
Co dzieje się gdy jesteśmy atakowani lub krytykowani przez bliskie dla nas osoby i dlaczego sami to robimy? Atakowanie to konkretne zachowania takie jak np. obwinianie, krytykowanie, formułowanie zarzutów, obarczanie odpowiedzialnością za swoje emocje/ problemy, czasem wykrzykiwanie braku satysfakcji itd. Jeśli dzieje się tak często w naszym dzieciństwie, najprawdopodobniej „poradzimy sobie” poprzez uznanie, że rzeczywiście to „ja robię coś nie tak, skoro moi rodzice tak mnie traktują”. Dziecko nie ma samo z siebie możliwości pełnego obronienia się, dlatego atakowanie może zostać uwewnętrznione i w późniejszym życiu możemy sami „się atakować” lub mieć tendencję do krytykowania innych. Wiele osób, które tego doświadczyły w dzieciństwie jest bardzo krytycznych wobec siebie przy najmniejszych problemach życiowych, porażkach dnia codziennego. Takie osoby wchodzą w kolejne etapy życia, spodziewając się kolejnych tego typu doświadczeń, mogą więc biernie reagować, gdy bliscy ich ranią, albo same ranią krytyką lub obwinianiem. Problem obwiniania czasem łatwiej zobaczyć jeśli jesteśmy w związku i te zachowania są powtarzalne/mają charakter tendencyjny ze strony jednego bądź obojga partnerów. Według dr Sue Johnson kiedy partnerzy pozostają w cierpieniu, para może zacząć „radzić sobie” z problemami poprzez stworzenie specyficznego wzorca interakcji, który sam w sobie jest destrukcyjny i sprawia, że partnerzy oddalają się od siebie. Jednym z takich wzorców jest „szukanie winnego”- im więcej jeden partner obwinia, tym bardziej drugi kontratakuje/obwinia lub się wycofuje. Mimo, iż wszyscy czasami wpadamy w takie pułapki, to jeśli czujemy się w relacji bezpiecznie, jesteśmy w stanie z niej wyjść, dać sobie nawzajem, to czego potrzebujemy, naprawić szkody i być dla siebie wsparciem. Jeśli natomiast w takim wzorcu utkniemy, konsekwencje bywają porażające. W relacji ze sobą dominują wtedy takie zjawiska jak niska samoocena, nadmiarowe napięcie, wrogość (często na siebie), frustracja, poczucie winy, wstyd, rozczarowanie, a nawet poczucie krzywdy i zagrożenia. Jeśli problem ten dotyczy pary, konsekwentny brak satysfakcji w związku, coraz słabsza zdolność do konstruktywnego komunikowania się ze sobą, wrogie oddalenie od siebie oraz cierpienie obu stron może nawet doprowadzić do rozpadu relacji. Co ważne, często obie strony gorzej myślą o sobie – zaczynają z czasem widzieć siebie jak „potwora, który chce za dużo” lub jako ”kogoś niewystarczającego” a nawet obraz siebie w obszarze męskości/kobiecości może ulec degradacji. Dlaczego obwinianie staje się pułapką, z której tak trudno wyjść? W wyjaśnieniu tego zjawiska na pomoc przychodzi nam nowoczesna teoria więzi. Otóż badania nad więzią pokazują, że nasz styl przywiązania wpływa na wybierane sposobów radzenia sobie z problemami. Spory procent z nas w obliczu poważnych problemów, doświadcza zalewu emocji, które popychają do działania. Osobom takim wydaje się, że „motywują” siebie lub drugą stronę do zmiany. Obwinianie/atakowanie oczywiście służy też do rozładowania trudnego do wytrzymania napięcia ale przede wszystkim jest protestem przeciwko pogorszeniu relacji. Tak więc trudno przestać robić to, skoro nadal zależy nam na naprawianiu relacji. Z drugiej strony, niektórzy z nas w obliczu problemów mają tendencję do dystansowania się do własnych doświadczeń, „chłodzenia” emocji lub odsuwania się od bliskiej osoby, jeśli problem jest relacyjny. Gdy taka osoba jest obwiniana przez partnera, ma tendencję do minimalizowania konfliktu, „tworzenia muru”, jednocześnie przeżywając bezradność i rozczarowanie. Ten nieświadomy sposób radzenia sobie ma na celu zarówno uspokajanie siebie jak i utrzymanie relacji. Tak więc trudno zachować się inaczej w obliczy krytyki/obwiniania, jeśli chcemy relacje zachować. Ten sposób w rzeczywistości dużo „kosztuje” emocjonalnie i oczywiście nie pomaga relacji, a napięcie musi często być rozładowane na zewnątrz (alkohol, media społecznościowe itd.) Wiele elementów pracy nad sobą może pomóc w wydobywaniu się z pułapki atakowania (się), takich jak np. praca nad regulacją emocjonalną, uczenie się samouspokajania, stawiania granic, ćwiczenie asertywnej komunikacji własnego zdania/potrzeb, wyrażania niezadowolenia bez obwiniania. Pierwszym krokiem jest jednak samoobserwacja destrukcyjnych wzorców w relacji ze sobą i/lub w relacjach z innymi, a następnie próba ich zrozumienia i poszukiwanie nowych wzorców, które mogłyby je zastąpić. Na koniec, pamiętajmy, że to szukanie winnego jest Twoim wrogiem i wrogiem Twoich relacji z innymi. Wieslaw Kaminski
16 Jan, 2023
What happens when we are verbally attacked or criticized by those close to us, and why do we do it ourselves? Attacking may come in many forms, such as criticizing, making allegations, blaming others for your emotions/problems etc. If we experience it in our childhood, we will likely "handle it" by recognizing that it is indeed "me" being defective and doing something wrong if my parents treat me like that." The child does not have the ability to fully protect itself, so the attack will likely be internalized and later in life we ​​may devalue ourselves or have a tendency to mistreat others. Many people who experienced this in childhood are very critical of themselves with the smallest life issues and everyday failures. Such people enter the subsequent stages of life vulnerable to similar experience, so they may react passively when loved ones hurt them, or paradoxically, they hurt others with criticism or blaming. The problem of blaming is sometimes easier to notice if we are in a relationship and these behaviours are repetitive on the part of one or both partners. According to Dr Sue Johnson, when partners remain in distress, a couple can begin to "manage" their issues by creating a specific pattern of interaction that is itself destructive and causes partners to distance themselves from each other. One of those patterns is "find the bad guy" - the more one partner blames, the more the other counters or goes numb. Although we all fall into such traps sometimes, if we feel secure in the relationship, we are able to get out of it, repair the damage and meet each other’s needs. However, if we get stuck in the pattern, the consequences can be devastating. The relation with self is then dominated by low self-esteem, excessive tension, anger (often at oneself), frustration, guilt, shame, disappointment. If the problem is relational, the resulting dissatisfaction in the relationship, the increasing inability to communicate constructively with each other, growing distance from each other, and the suffering of both can even lead to the relationship breakup. Importantly enough, over time both partners begin to perceive themselves more negatively, as being “not enough" or "too needy" to the extent that the self-image in terms of ​​masculinity/femininity can be degraded. Why does blaming become a trap that is so hard to get out of? In explaining this phenomenon, the modern theory of attachment comes to our aid. Well, research on attachment shows that our attachment style affects the ways we choose to deal with problems. A large number of adults, when faced with serious problems, experience a flood of emotions that push them to action. Such people seem to "motivate" themselves or the other party to change. Blaming/attacking, of course, also serves to relieve unbearable tension, but above all it is a protest against the deterioration of the relationship. In other words, it's hard to stop doing that when we still want to fix the relationship. On the other hand, other people, when faced with problems, tend to distance themselves from their own experience by "cooling down" emotions or to distance themselves from a loved one if the problem is relational. When such a person is blamed by a partner, they tend to minimize the conflict, "creating a wall", while experiencing helplessness and disappointment on the inside. This unconscious way of coping is intended to both soothe oneself and maintain the relationship. So it's hard to behave differently in the face of criticism/blame if we want to preserve the relationship even though this way can be emotionally draining and obviously doesn't help the relationship while the tension is often vented externally (alcohol, social media, etc.)  Many elements of self-work can help in getting out of the trap of attacking (oneself), such as working on emotional regulation, learning to self-soothe, set boundaries, complain without blaming, practicing assertive communication of one's own needs, etc. The first step, however, is tracking and recognizing destructive patterns in relation with oneself and/or in relation with others before looking for new ways to replace the old ones. Above all, blaming/attacking is “the bad guy”, not you and not your partner. Wieslaw Kaminski
13 Oct, 2022
Í þessum þætti ætlum við að ræða um tengsl og ávinning þess að eiga í góðum tengslum við fólk sem að marga ef ekki að allra mati er lífsnauðsynlegur þáttur til að öðlast hamingju. Endilega deilið þessu fyrir okkur! Hérna er meira um píramýda Maslow https://www.simplypsychology.org/maslow.html
13 Oct, 2022
Í þessum þætti tölum við um gildi Sjálfsmyndar. Hversu mikilvægt það er að eiga heilbrigða og sterka sjálfsmynd og ávinninginn af því að stuðla að heilbrigðri sjálfsmynd. Við vonum að þið njótið vel og þökkum kærlega fyrir hlustunina.
13 Oct, 2022
í þessum þætti tölum við aðeins um að hafa stjórn á orðum okkar. Það sem við segjum getur haft ótrúlega sterk og mikil áhrif á fólk í kringum okkur. Annað hvort slæm eða góð. Taumhald er þjálfun sem fæst með stöðugri og samviskulegri ástundun. Við höfum getuna til að skapa góðar jafnt sem slæmar aðstæður með kraftinum sem liggur í orðum okkar. Gættu þess því hvaða orð líða af vörum þínum: Framtíð þín veltur á því!
Hlaða fleiri greinum
Share by: