Fjölskylduráðgjöf

Þegar einum í fjölskyldunni líður illa, þá líður öllum illa.

Ef þú upplifir að heimilið þitt er ekki sá griðarstaður sem þú vilt að það sé þarf að bregðast við með réttum hætti. Ef fjölskyldustundir eru hættar að vera ánægulegar og orðnar að kvöð þá þarf að gera eitthvað í málinu. Ef þú og maki þinn náið ekki lengur að ræða mál öðruvísi en í rifrildi eða notið þögn sem vopn þá er mjög ólíklegt að það lagi sig sjálft. Leyðfu okkar fagfólki að hjálpa þér.

BÓKA FJÖLSKYLDURÁÐGJÖF

Fjölskyldulíf er flókið samspil margra ólíkra þátta og getur jafnvel við bestu aðstæður reynst erfitt að takast á við. Það eru margar breytur í þessari jöfnu og mikilvægt að kunna að gera þeim öllum skil. Ef samskiptin á heimilinu einkennast af átökum og ásökunum er afar líklegt að það birtist í líðan og hegðun jafnt fullorðina sem og þeirra barna sem búa á heimilinu.


Flestar nýjar fjölskyldur sem stofnaðar eru á Íslandi í dag eru samsettar fjölskyldur eða stjúpfjölskyldur. Þar eykst sá vandi sem fyrir er og líkur á átökum og særindum eru enn meiri en í kjarnafjölskyldu. Í þessum fjölskyldum eru ekki lengur bara tveir foreldrar heldur bætist í þann hóp og þar er verulega mikilvægt að ALLIR séu að vanda sig. Þar er mikilvægt að muna að foreldrar eiga ekki rétt á umgengi við börnin, það eru börnin sem eiga rétt á að hitta foreldra sína. 



Skilnaður er aldrei auðveldur þó að hann sé stundum óumflýjanlegur og getur í sumum tilfellum verið það besta sem ósáttir einstaklingar gera. Það þarf hins vegar að hlúa vel að öllum fjölskyldumeðlimum í kjölfar skilnaðar og verulega gott að geta þá fengið speglun frá reyndum fagaðila sem hefur bæði menntun og reynslu á þessu sviði. 

Fjölskylduráðgjöð hjá LAUSNINNI getur hjálpað þér

Fjölskylduráðgjöf býður uppá hlutlausan og öruggan stað til að ræða áhyggjur þínar við einhvern sem getur sannarlega hjálpað þér og fjölskyldu þinni að ná markmiðum ykkar. Þú þarft ekki að lifa í átökum og börnin þín ekki heldur. Leyfðu okkur að hjálpa ykkur. 



Hér eru nokkrar vísbendingar sem benda á að fjölskyldan þín myndi njóta góðs af fjölskylduráðgjöf hjá okkur:


  • Það er streita í þér þegar þú ert heima.
  • Börnin þín sýna breytta neikvæða hegðun.
  • Það eru aukin átök heima.
  • Þér finnst þú þurfa að ritskoða það sem þú segir og gerir í samskiptum við einhvern fjölskyldumeðlim.
  • Einn eða fleiri fjölskyldumeðlimir eru að takast á við geðsjúkdóm(a).
  • Það eru átök við stórfjölskylduna, maka þinn eða börn.
  • Þú finnur fyrir vonleysi og upplifir að skilnaður sé eina leiðin til að leysa vandann.
  • Þú ert aðskililnn frá maka þínum, en vilt setja börnin þín í fyrsta sæti.
  • Þú ert nýskilin(n) og vilt læra að vera með-foreldri með góðum árangri.
  • Þú ert að búa til nýja blandaða fjölskyldu og vilt gera það með virðingu fyrir börnunum þínum, núverandi maka þínum, stjúpbörnum og fyrrverandi maka.


Við hjá Lausninni  erum staðráðin í að veita þér og ástvinum þínum öruggan stað fyrir alla til að tjá tilfinningar sínar. Meðferðaraðilar okkar leggja sig fram um að rödd allra heyrist, sama hversu lítil hún er. Ekki hika við að bóka tíma hjá okkur.

BÓKA FJÖLSKYLDURÁÐGJÖF

Nálgun fjölskylduráðgjafa Lausnarinnar

Við gerum okkur grein fyrir hversu flókið og viðkvæmt fjölskyldulíf getur verið. Þess vegna byrjum við á því að leggja mat á þá stöðu sem hefur orðið til þess að þú leitar ráðgjafar. Til að fá skilning á aðstæðum, byrjum við á því að gefa skjólstæðingum okkar leið til að mæla styrkleika sína og mögulegar úrbætur.



Þegar fjölskyldan er saman munum við ræða líðan hvers og eins fjölskyldumeðlims og einnig læra ráð og aðferðir til að efla samskipti og bæta fjölskyldulífið. Þið munuð þá einnig ræða hvernig hægt er að búa til heilbrigð mörk og ná tökum á samskiptum ykkar þegar eitthvað fer öðruvísi en búist var við. Heilbrigð fjölskylda er ekki fjölskylda sem aldrei lendir í ágreiningi heldur fjölskylda sem nær að leysa ágreining.  Markmið fjölskylduráðgjafar er því ekki að útrýma öllum átökum heldur kenna rétt viðbrögð við átökum og leiðir til að leysa átök með gagnkvæmri virðingu allra málsaðila.

Byrjaðu fjölskyldumeðferð hjá Lausninni


Ef þú ert tilbúinn að halda áfram og bæta auka gæði fjölskyldulífs ykkar þá geta meðferðaraðilar Lausnarinnar hjálpað ykkur. Smelltu hér til að bóka tíma.

Önnur þjónust í boði hjá Lausninni


Lausnin er rótgróið einkarekið fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í heildrænni ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Meðferðaraðilar okkar eru vel menntaðir og uppfylla fagleg skilyrði til að veita viðurkennda samstalsmeðferð.

Share by: