Vegna óvissu ástands sem ríki í þjóðfélaginu okkar viljum við taka eftirfarandi fram:
Fyrirmæli berast um sóttkví og samkomubann og við fögnum því að ráðamenn leggi mikið af mörkum til að tryggja heilsu og öryggi landsmanna.
Við hjá Lausninni viljum einnig bregðast við með því að bjóða uppá viðtöl í hljóð og mynd eða símaviðtöl ef fólk kýs það frekar. Ef þú átt bókaðan tíma en ert með einhver flensueinkenni þá biðjum við þig að senda okkur t-póst og bóka frekar myndsamtal.
Við sótthreinsum biðstofu og alla almenna snertifleti nokkrum sinnum á dag og pössum uppá fjarlægð jafnt í viðtölum sem og á biðstofu þar af leiðandi bjóðum við einnig uppá hefðbudin viðtöl.
Ef þið óskið eftir viðtölum í gegnum netið þá endilega hafið samband við viðkomandi þerapista í gegnum netfang hans.
Ef einhver vandræði koma upp endilega sendið tölvupóst á [email protected] og við aðstoðum ykkur.

