Theodór Francis Birgisson

Hjón/pör, fjölskyldur, samskipti.


Því miður er ég ekki að taka við nýjum skjólstæðingum.

Menntun og

fyrri starfsreynsla

  • Guðfræði
  • Félagsráðgjafi MA
  • Emotional Focused Couple Therapy  (Módel 1, 2 & 3) 
  • Áfallafræði TRM (Módel 1 & 2)

Theodór hefur sinnt margs konar störfum sem snúa að mannlegum samskiptum. Hann starfaði sem prestur á árunum 1993-2001 og aftur 2007-2009. Hann lagði í preststarfinu mikla áherslu á einstaklings- og pararáðgjöf. Árin 2001-2009 starfaði hann sem lífeyris- og tryggingarráðgjafi hjá KB ráðgjöf (nú Tekjuvernd) en öll þessi ár sinnti hann einnig einstaklings- og pararáðgjöf. Frá árinu 2010 rak hann eigin ráðgjafastofu (TB ráðgjöf) sem sameinaðist Lausninni í nóvember 2013.


Theodór las guðfræði í Kanada að loknu stúdentsprófi og hefur allar götur síðan verið í símenntun á sviði tilfinninga, samskipta og sálarlífi fólks. Hann hefur sótt ýmis konar ráðstefnur hérlendis og erlendis um þessi málefni. Vorið 2013 lauk Theodór BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og mastersnámi til starfsréttinda í félagsráðgjöf lauk hann vorið 2015. Hann skrifaði MA ritgerð um klíníska meðferðarvinnu á Íslandi með sérstakri áherslu á hjónabands- og fjölskylduráðgjöf haustið 2014 og er ritgerð hans sú fyrsta um þetta málefni sem skrifuð hefur verið hérlendis.


Theodór hefur sótt fjöldann allan af ýmsum námskeiðum bæði innanlands og utan. Hann hefur sérhæft sig í vinnu sinni með pörum í meðferðarnálgun sem kallast Emotional Focused Therapy og er sú aðferð innan fjölskyldumeðferðar sem er einna mest rannsökuð í dag. Theodór  hefur auk þess lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model – Stig 1 og 2) sem haldin voru af “The Trauma Resource Institute”. Aðferðarfræðin miðar að því að vinna með fólki sem hefur upplifað áföll og langvarandi streitu.  


Theodór er félagi í International Family Therapy Association (IFTA) og Félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð (FFF). Hann er einnig annar tveggja höfunda bókarinnar ÉG ER sem kom út haustið 2014. Auk þess situr hann sem varamaður í stjórn Ís-Forsa sem eru samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf.

Sérstakar áherlsur

Samskipti, hjóna- og sambandsmál, fjölskylduerfiðleikar, samskipti eftir skilnað, sorgarvinna, samskipti á vinnustað, kvíði, samskiptaörðugleikar (heima fyrir, úti í samfélaginu eða á vinnustað).

Tungumál

Íslenska

Share by: