Thea Theodórsdóttir

Kvíði, depurð, streita og sjálfsvinna.

Menntun og

fyrri starfsreynsla

  • Bsc í félagsráðgjöf frá Aalborg Universitet
  • Diplómanám í Hugrænni atferlismeðferð frá Oxbride í Englandi 
  • Áfallafræði I og II frá TRI í Kaliforníu 

Thea útskrifaðist sem félagsráðgjafi í Danmörku árið 2017 og hefur starfsleyfi sem slík í Danmörku. Thea hefur búið erlendis um langt skeið, síðast í Englandi í fjögur ár. Thea býr núna á Íslandi og starfar bæði hjá Sveitarfélaginu Árborg og Lausninni. ÍEnglandi starfaði hún meðal annars hjá einu stærsta góðgerðar fyrirtæki landsins sem vinnur að geðheilsu íbúa. Þar kenndi hún meðal annars um afleiðingar þunglyndis, kvíða, streitu og einnig hélt hún námskeið um forvarnir gegn sjálfsvígi. Thea starfaði einnig um tíma sem á dagdvöl fyrir heimilislausa og leiddi þar geðheilsuteymi. Hún hefur því góða reynslu af því að vinna með einstaklinga með flókin vandamál.

Sérstakar áherlsur

Kvíði, depurð, streita og sjálfsvinna.

Tungumál

Íslenska, enska

Share by: