Menntun og
fyrri starfsreynsla
Menntun og fyrri starfsreynsla
Diplóma í lögreglufræði.
Útskrifuð sem lögreglumaður og fimm ára starfsreynsla á Íslandi
BA gráða í sálfræði
MSc gráða í réttarsálfræði frá Queen Mary University of London
Doktorsnemi í réttarsálfræði
Rannveig Íva útskrifaðist sem lögreglumaður árið 2021 og vann sem lögreglumaður í fimm ár. Skilningur á erfiðleikum og áskorunum réttarkerfisins nýtist vel þegar verið er að vinna
með starfsmönnum réttarkerfisins, t.d. lögreglumönnum og fangavörðum, en einnig þegar kemur að gerendum og brotaþolum.
Rannveig hefur því skilning a bæði sálfræðilegum kenningum sem unnið er með, ásamt því að skilja raunverulegar aðstæður
fólks í þessum stöðum.
Rannveig Íva lauk meistaranámi í réttarsálfræði í Bretlandi árið 2023 og hefur unnið á ýmsum stofnunum í Bretlandi síðan 2022. Meðal annars á geðspítala fyrir fólk greint með Bipolar Personality Disorder (BPD), í stuðningsteymi fyrir fólk sem er að losna úr fangelsi eftir langtímavist, og á skilorðsskrifstofum að vinna með fólki á skilorði með fjölþættan vanda.
Helst hefur verið notast við dýnamískar nálganir, hugræna atferlismeðferð (HAM)/Cognitive Behavioural Therapy (CBT), Dialectical Behaviour Therapy (DBT), Compassion Focused
Therapy og Acceptance and Commitment Therapy, en aðferðir og fjöldi tíma fara eftir þörfum og/eða greiningum skjólstæðinga.
Unnið er að því að dýpka þekkingu fólks á eigin tilfinningum og hegðunum á líðandi stundu, hvernig þær tengjast fyrri reynslum og fortíð, ásamt því að vinna að einstaklingsbundnum markmiðum og eiginleikum sem hægt er að tileinka sér til þess að vinna með einkenni kvíða og/þunglyndis.
Rannveig Íva er í doktorsnámi í réttarsálfræði í University of Nottingham sem hún hyggst
ljúka árið 2027 og vinnur hjá Lausninni samhliða námi, því eru einungis nettímar í boði.
Meðferð getur farið fram á íslensku eða ensku.
Sérstakar áherslur
Einstaklingar gerendur, þolendur, lögreglumenn, fangaverðir og þeir sem glíma við fíkn, kvíða, þunglyndi eða sálræn áföll og sorg.
Tungumál
Íslenska
English