Olga Ásrún Stefánsdóttir

Fjölskyldur, einstaklingar, hjón/pör

Menntun og

fyrri starfsreynsla

  • Iðjuþjálfun
  • Fjölskyldufræðingur
  • Áfallafræði TRM (Módel I & II)
  • Doktorsnemi við Heilbrigðis-og félagsvísindasvið í Western Norway University of Applied Sciences í Bergen í Noregi.

Olga Ásrún hefur ástríðu fyrir að starfa með fólki á öllum aldri og því sem tengist mannlegum samskiptum. Hún lauk BS gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri árið 2005 og meistaragráðu í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands árið 2015 og fjallaði meistaraverkefni hennar um áhrif starfsloka á hjónabönd. Hún hefur starfað sem stundakennari frá árinu 2006 við iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri og frá 2014 í fullu starfi við kennslu og rannsóknir. Á árunum 2016-2018 sá hún um formennsku iðjuþjálfunarfræðideildarinnar og innleiðingu á nýrri námskrá. Hún stundar nú doktorsnám í heilsu, færni og þátttöku við Heilbrigðis-og félagsvísindadeild í Western Norway University of Applied Sciences í Bergen í Noregi. Að auki starfar hún sjálfstætt sem ráðgjafi og meðferðaraðili fyrir einstaklinga, hjón, pör og fjölskyldur.


Frá árinu 1980 hefur hún starfað við ýmis störf sem viðkoma stjórnun, rekstri og mannauðsmálum. Á árunum 2005-2013 starfaði hún sem forstöðumaður hjá Akureyrarbæ, við rekstur, mannauðsstjórnun og að veita ráðgjöf og stuðning til aldraðra einstaklinga, hjóna og fjölskyldna þeirra. Hún stofnaði Hugarafl á Akureyri ásamt notendum geðheilbrigðisþjónustu í bata árið 2005 og starfaði með þeim til ársins 2011. Árið 2013-2014 starfaði hún hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands við einstaklings- og fjölskylduráðgjöf auk þess að vinna með sértækum hópi kvenna í tenglum við líkamlegt og andlegt ofbeldi. Hún hefur einnig tekið að sér að sinna sérverkefnum sem tengjast því að vinna með foreldrum og börnum í umhverfi þeirra. Árið 2013-2015 tók hún þátt í evrópuverkefni sem tengdist rannsóknum, sjálfstyrkingu og námskeiðum fyrir atvinnulausar konur. Olga Ásrún er meðlimur í Félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð (FFF).

Sérstakar áherlsur

Einstaklings, hjóna-og sambandsmál, fjölskylduerfiðleikar, áföll, streita, samskiptaörðugleikar (heima fyrir, úti í samfélaginu eða á vinnustað). Aldraðir og aðstandendur þeirra. Olga Ásrún byggir á hugmyndafræði valdeflingar, lausnarmiðaðri nálgun ásamt fjölskyldukenningum.

Tungumál

Íslenska, English

Share by: