Katrín Katrínardóttir

Einstaklingar og  fjölskyldur. Úrvinnsla áfalla og langvarandi treitu/kvíða og þunglyndis.


Því miður er ég ekki að taka við nýjum skjólstæðingum.

Menntun og

fyrri starfsreynsla

  • Leikskólakennari
  • Klínískur félagsráðgjafi
  • Fjölskyldufræðingur
  • Áfallafræði TRM (Módel I & II)
  • Emotional Focused Couple Therapy I, II, III

Katrín Þorsteinsdóttir er menntaður leikskólakennari frá 1990, félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands 2007 og fjölskyldufræðingur frá EHÍ 2014. Katrín hefur unnið sem leikskólakennari og félagsráðgjafi innan félagsþjónustu sveitarfélaga ásamt því að hafa verið félagsmálastjóri í fimm ár. Katrín hefur verið í fullu starfi hjá Lausninni frá ágúst 2017.


Katrín hefur sótt fjöldann allan af ýmsum námskeiðum bæði innanlands og utan. Hún hefur sérhæft sig í vinnu sinni með pörum í meðferðarnálgun sem kallast Emotional Focused Therapy og er sú aðferð innan fjölskyldumeðferðar sem er mest rannsökuð í dag.


Katrín hefur auk þess lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model – Stig I og II) sem haldin voru af “The Trauma Resource Institute” og lokið námi til kennsluréttinda í CRM (Comunity Resiliency Model) . Aðferðarfræðin miðar að því að vinna með fólki sem hefur upplifað áföll og langvarandi streitu. 


Katrín hefur mikla reynslu af öllu því sem snertir vinnu með einstaklingum og þá ekki síst á meðal barna. Í vinnu sinni leggur hún áherslu á vinnu sem snertir einstaklinga, pör, börn og fjölskyldur.


Katrín er meðlimur í Félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð (FFFÍ)

Sérstakar áherlsur

Einstaklingar og  fjölskyldur. Úrvinnsla áfalla og langvarandi treitu/kvíða og þunglyndis.

Tungumál

Íslenska

Share by: