Menntun og
fyrri starfsreynsla
Menntun og fyrri starfsreynsla:
- BA í Sálfræði
- Embættispróf í Sálfræði
- Meistarapróf í núvitund
- Jógakennarréttindi
Eva hefur lokið BA og embættisprófi í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið meistaraprófi í aðferðum byggðum á núvitund (master of mindfulness-based approaches) frá University of Bangor í Wales og staðist ströngustu skilyrði til kennslu á núvitund í Bretlandi. Auk þess hefur hún lokið jógakennararéttindum frá Tryyoga í London.
Eva hefur sérhæft sig í að beita núvitund í meðferðarstarfi og aðferðum skyldum núvitund eins og samkennd í eigin garð (Self compassion) eftir Kristin Neff, samkenndarmiðaða meðferð eftir Paul Gilbert (Compassion Focused Therapy) og Skuldbindingarmiðaða sáttarmeðferð (Acceptance and Comittment Therapy) eftir Russ Harris.
Eva heldur áfram að bæta við menntun sína og hefur sótt fjölmörg námskeið hjá fremstu sérfræðingum í núvitund. Hún hefur meðal annars sótt námskeið hjá Kristin Neff, Jon Kabat-Zinn og Mark Williams.
Sérstakar áherslur: Alhliða einstaklingsmeðferð sem byggir á verkfærum núvitundar, samkenndar í eigin garð og hugrænnar atferlismeðferðar (HAM).
Sérstakar áherslur
Einstaklingsmeðferð með áherslu á núvitund, samkennd og hugræna atferlismeðferð.
Tungumál
Íslenska
Enska