Barbara H. Þórðardóttir

Einstaklings-, hjóna, og parameðferð. Samskiptaerfiðleikar, áföll, meðvirkni auk vinnu með alkóhólistum/fíklum og fj.

Menntun og

fyrri starfsreynsla

  • Grunnskólakennari B.ed.
  • Fjölskyldufræðingur
  • Áfallafræði TRM (modul I & II)
  • Emotional Focused Couple Therapy (modul I, II og III)
  • PIT Therapy - Meðvirkni-, áfalla og uppeldisfræði Pia Mellody

Barbara er með B.ed., gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið námi í Fjölskyldumeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands sem er tveggja ára nám á meistarastigi. 


Barbara hefur einnig sérhæft sig í meðferðarnálgun Susan M. Johnson “Emotional Focused Couple Therapy” sem er sú aðferð innan fjölskyldumeðferðarinnar sem er hvað mest rannsökuð í dag. Barbara hefur auk þess lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model – Stig I og II) sem haldin voru af “The Trauma Resource Institute”. Aðferðarfræðin miðar að því að vinna með fólki sem hefur upplifað áföll og áfallastreitu. PIT fræðin eru meðferðarnálgun sem meðhöldlar áföll sem verða til á uppvaxtarárum og áhrif þeirra á þroska einstaklinga á fullorðinsárum. Fræðin fjalla um þróun varnarhátta sem verða til út frá ofbeldi/vanrækslu/áföllum í æsku og lýsa sér sem meðvirkni á fullorðinsárum og geta einnig komið út sem áfallastreitueinkenni.


Barbara hefur einnig sótt margar ráðstefnur um alkóhólisma, áhrif hans á alkóhólistann sjálfan og fjölskyldu hans. Barbara hefur haldið fjölda ráðstefna, fyrirlestra og námskeiða á Íslandi og erlendis. Barbara hefur áralanga reynslu af því að vinna með börnum og fólki.

Sérstakar áherlsur

Einstaklings-, hjóna- og paravinna, áföll og kvíði, Meðvirkni, afleiðingar andlegs og líkamlegs ofbeldis, auk vinnu með alkóhólistum og aðstandendum þeirra.

Tungumál

Íslenska

Share by: