Baldur Einarsson

Einstaklings-, hjóna- og parameðferð. Áföll, afleiðingar ofbeldis og samskipti. Vinna með fíklum/alkóhólistum.


Ég er því miður ekki að taka við nýjum skjólstæðingum en það er áfram hægt að senda mér tölvupóst.

Menntun og

fyrri starfsreynsla

  • Emotional Focused Couple Therapy I, II, III.
  • Áfallafræði TRM (I & II)
  • PCC vottaður Markþjálfi
  • Stjórnenda- og viðskiptamarkþjálfi
  • BA Ministry

Baldur hefur lokið námi í markþjálfun, stjórnenda- og viðskiptamarkþjálfun frá Fowler International Academy of Professional Coaching árið 2017. 


Á vormánuðum ársins 2018 lauk Baldur sérnámi í Emotionally Focused Therapy grunnnámskeiðið tók hann hér á landi en stig II og III tók hann á Ítalíu,


EFT-meðferðarnálgunin er gagnreynd meðferðartækni sem notuð er í samtalsmeðferð og þróuð af Dr. Susan M. Johnson sem er leiðandi í parameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að árangur slíkrar meðferðar er allt að 75%.


Baldur hefur auk þess lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model – Stig I og II) sem haldin voru af “The Trauma Resource Institute” . Aðferðarfræðin miðar að því að vinna með fólki sem hefur upplifað áföll og langvarandi streitu.


Hann hefur sótt fjöldan allan af námskeiðum í sálgæslu og haldið margar ráðstefnur og fyrirlestra um málefnið bæði hér á landi sem og erlendis, t.a.m., í Englandi, Írlandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Canada og víða í Bandaríkjunum.


Baldur hefur því áralanga reynslu af því að vinna með fólki og fjölskyldum.

Sérstakar áherlsur

Einstaklings-og hjónaráðgjöf, hvatningarráðgjöf, sorg og áföll vegna hverskyns vanrækslu og ofbeldis, auk vinnu með alkóhólistum, fíklum og aðstandendum þeirra. Hann leggur áherslu á samskipti og að læra að þekkja inn á tilfinningar sínar, greiða úr samskiptaörðuleikum og öðlast andlegt heilbrigði. 


Fyrirtækjaráðgjöf:


Auka tilfinningagreind meðal starfsfólks, áföll innan fyrirtækja, uppsagnir, dauðsföll, ábyrgð yfirmanna og starfsmanna, að setja heilbrigð mörk milli fólks innan fyrirtækisins. Gildisvinna og hringborðsumræður um þau gildi sem fyrirtækið hefur.

Tungumál

Íslenska

English

Share by: