Alís Yngvason

Samtalsmeðferð byggð á jákvæðri sálfræði, núvitund, sjálfsmilid og HAM

Menntun og

fyrri starfsreynsla

Alís Yngvason starfaði eftir útskrift 2003 um árabil hjá LSH sem iðjuþjálfi á ýmsum deildum og fjölbreyttum verkefnum þessarar stærstu heilbrigðisstofnunarinnar landsins. Stór hluti starfs hennar fólst í meðferð á álagseinkennum sjúklinga, bæði vegna vinnu og sjúkdóma. Árið 2012 flutti hún til Kölnar í Þýskalandi þar sem hún starfaði á öldrunardeild St. Marien sjúkrahússins og lauk einnig mastersnámi við Bucks University í Englandi í jákvæðri sálfræði. Alís hefur lokið námi í tilfinningamiðari nálgun í paravinnu (e. Emotional Focused Therapy).

Sérstakar áherlsur

Áherslur á notkun núvitundar, sjálfsmildi og notkun verkfæra jákvæðrar sálfræði. Kvíða- og streitustjórnun, einstaklings- og parameðferð, hugræna atferlismeðferð og hverskonar sjálfsrækt. Hún hefur sérhæft sig í vinnu með pörum í meðferðarnálgun sem kallast Emotional Focused Therapy og er sú parameðferð sem er mest rannsökuð í dag. 


Námskeiðahald svo sem í núvitund og sjálfsmildi. Sérstök áhersla hennar er á að nota sjálfsmildi sem tæki til álagsstjórnunar og að koma í veg fyrir kulnun í starfi (Burnout prevention).

Tungumál

Íslenska

English

Deutsch

Share by: