BÓKAÐU TÍMA

-í gegnum síma

-á netinu

BÓKAÐU TÍMA

Fylltu út formið eða sendu póst á lausnin@lausnin.is fyrir næsta lausa þerapista. 

Við tökum símann alla virka daga frá 10:00 til 13:00.

Síminn er 517 3338.

 • Facebook - Black Circle

Lausnin fjölskyldumiðstöð ehf.

kt. 541015-1320

Hlíðasmára 14

201 Kópavogi

HAFÐU SAMBAND

© 2019 - Lausnin - fjölskyldu- og áfallamiðstöð

SIÐAREGLUR LAUSNARINNAR

Grundvöllur ráðgjafastarf Lausnarinnar  er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu.
Markmið ráðgjafa Lausnarinnar er að vinna að lausn andlegra, félagslegra og persónulegra vandamála sem oft eiga rót sína í fyrstu æviárin og móta einstaklinginn til framtíðar.

 1. Ráðgjafi rækir starf sitt án manngreinarálits og virðir réttindi hverrar manneskju. Ráðgjafi kemur fram við skjólstæðing af heiðarleika, virðingu og leitast við að byggja upp gagnkvæmt traust.

 2. Ráðgjafi gerir ekki gera upp á milli skjólstæðinga eða starfsmanna eftir kynþætti, trú, aldri, kyni, fötlun, ætterni, kynhneigð eða fjárhag.

 3. Ráðgjafi upplýsir skjólstæðing um réttindi hans og skyldur, einnig um úrræði og hjálparmöguleika. Ráðgjafi  virðir rétt hvers einstaklings til einkalífs og sjálfsákvörðunarréttar, svo fremi að það valdi öðrum ekki skaða.

 4. Ráðgjafi gætir trúnaðar um þau mál sem hann verður áskynja í starfi sínu. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera samkvæmt lagaboði.

 5. Ráðgjafi gerir skjólstæðingi grein fyrir trúnaðarskyldu, upplýsingaöflun, skráningu máls og hvernig farið er með gögn.

 6. Ráðgjafi aflar ekki upplýsinga um skjólstæðing frá öðrum án samþykkis hans, nema þar sem lagaskylda býður að það sé gert. Þá skal einungis afla þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að vinna að málinu. Sé tekið upp á segulband eða myndband verður að afla skriflegs samþykkis skjólstæðings. Heimilt er að víkja frá trúnaðarskyldu, ef skjólstæðingur fer skriflega fram á að ákveðin persóna eða stofnun fái upplýsingar.

 7. Ráðgjafi notar ekki starf og fagþekkingu sína til að skaða, undiroka eða kúga skjólstæðing, né á nokkurn hátt notfæra sér að hann á undir högg að sækja. Ráðgjafi notfærir sér ekki tengsl við skjólstæðing sjálfum sér til persónulegs eða faglegs framdráttar.

 8. Ráðgjafi stofnar ekki til eða á í kynferðislegu sambandi við skjólstæðing sinn eða annan þann sem er honum háður vegna starfs hans.

 9. Ráðgjafi viðheldur þekkingu sinni og endurnýjar hana. Hann fylgist vel með nýjungum í starfi og uppfyllir þau skilyrði sem gerð eru til starfsins á hverjum tíma.

 10. Ráðgjafi hlýðir samvisku sinni og sannfæringu. Ráðgjafi getur synjað að framkvæma verk, sem hann treystir sér ekki til að bera ábyrgð á.

 11. Ráðgjafi  framkvæmir ekki verk undir áhrifum áfengis, lyfja eða annarra efna sem slæva dómgreind hans og athygli.

 12. Ráðgjafi skýrir frá því þegar hann kemur fram utan vinnustaðar hvort hann kemur fram fyrir eigin hönd sem einstaklingur, sem fagmanneskja eða fyrir hönd Lausnarinnar. Ráðgjafi notar ekki gögn þau sem teljast eign Lausnarinnar í eigin þágu.

 13. Ráðgjafi sem veit um brot starfsfélaga síns gegn siðareglum ráðgjafa Lausnarinnar bregst við með því að láta yfirmann vita um málefnið svo leiðrétta megi.

 14. Brot á ofangreindum reglum getur varðað áminningu eða starfslok.