BÓKAÐU TÍMA

-í gegnum síma

-á netinu

BÓKAÐU TÍMA

Fylltu út formið eða sendu póst á lausnin@lausnin.is fyrir næsta lausa þerapista. 

Við tökum símann alla virka daga frá 10:00 til 13:00.

Síminn er 517 3338.

  • Facebook - Black Circle

Lausnin fjölskyldumiðstöð ehf.

kt. 541015-1320

Hlíðasmára 14

201 Kópavogi

HAFÐU SAMBAND

© 2019 - Lausnin - fjölskyldu- og áfallamiðstöð

Núvitund og styrkleikar

MBSP; Mindfulness-Based Strengths Practice

Átta vikna námskeið hefst 25. september
frá 17:30 til 19:00 í Hlíðasmára 14, 2. hæð.
Leiðbeinandi er Rakel Magnúsdóttir, núvitundarkennari, hjúkrunarfræðingur og MA Diplóma í jákvæðri sálfræði
Meira um Rakel HÉR
Rakel.jpg

Hefur þú áhuga á að:

 

  • Kynnast sjálfum þér og fólkinu í kringum þig á nýjan hátt?

  • Átta þig á styrkleikum þínum og annarra og hvernig þú getur notað þá til að auka vellíðan þína.

  • Læra hvernig þú getur náð tökum á streitu og sjá vandamál lífsins í nýju ljósi.

Ef svo er þá er þetta námskeið fyrir þig!

 

Mindfulness-Based Strengths Practice (MBSP) er nýtt námskeið sem var þróað af Dr. Ryan Niemiec hjá VIA Institute on Character ( http://www.viacharacter.org ). Þarna er allt það nýjasta á sviði núvitundar og styrkleika samtvinnað í hagnýtt námskeið sem hjálpar fólki að blómstra með því að kynnast sínum innri styrkleikum (t.d. hugrekki, húmor, hreinskilni, víðsýni, leiðtogahæfileika, sjálfsstjórn, heiðarleika, o.s.frv.) og þróa þá áfram með hjálp núvitundar.

Þetta 8 vikna MBSP námskeið er byggt á vísindalegum grunni og er blanda af fræðslu, upplifunaræfingum, núvitundarhugleiðslum og hópumræðum. Þátttakendur fá rafrænan aðgang að núvitundarhugleiðslum og vinnubækling. Auk þess verður boðið upp á hálfan dag í hlédragi (e. retreat) þar sem þátttakendum gefst kostur á að dýpka þjálfun sína, fá tækifæri til að hægja aðeins á, endurnæra sjálfan sig og ef til vill uppgötva eitthvað nýtt og áhugavert.

 

Námskeiðið hefst mánudaginn 25. september kl. 17:30-19:00 og stendur til 13. nóvember.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Rakel Magnúsdóttir, þerapisti hjá Lausninni – rakel@lausnin.is

 

 

Sérstakt kynningarverð 49.500 kr. (fullt verð 55.000 kr.) 

SKRÁ MIG