BÓKAÐU TÍMA

-í gegnum síma

-á netinu

BÓKAÐU TÍMA

Fylltu út formið eða sendu póst á lausnin@lausnin.is fyrir næsta lausa þerapista. 

Við tökum símann alla virka daga frá 10:00 til 13:00.

Síminn er 517 3338.

  • Facebook - Black Circle

Lausnin fjölskyldumiðstöð ehf.

kt. 541015-1320

Hlíðasmára 14

201 Kópavogi

HAFÐU SAMBAND

© 2019 - Lausnin - fjölskyldu- og áfallamiðstöð

Fimmtudaginn 10. október frá 18:00
til 22:00 í Hlíðasmára 14, 2. hæð.
Leiðbeinandi er Kjartan Pálmason, meðferðaraðili

Örnámskeið:

meðvirkni og áföll

Hér er á  ferðinni eitt allra vinsælasta námskeið Lausnarinnar frá upphafi.  
Námskeiðið stendur yfir í 4 klukkustundir og er meginmarkmið þess að auka þekkingu þátttakenda á meðvirkni og aukinn skilning um áföll, taugakerfi og heilavirkni þess sem upplifir of mikla streitu skyndilega eða til lengri tíma.

Fyrir hverja?
Námskeið þetta er fyrir alla þá sem vilja fræðast um grunnorsakir samskiptaörðugleika, skilnaða, fíkna, stjórnleysis og ofbeldis. Afleiðingar áfalla, mikilvægi heilbrigðs uppeldis, streitu, heilavirkni og taugakerfið.  

Námskeiðslýsing:
Á Örnámskeiði þessu verður fjallaðu um hvernig meðvirki verður til, hvernig þú þróast og að hvaða leiti hún hefur áhrif á líf okkar og samskipti.  Einnig verður fjallað ítarlega um hvers vegna við verðum meðvirk, hvernig meðvirkni tengist áföllum og áfallafræðum.  Fjallað verður um taugakerfið og hvernig heilinn bregst við streitu og að hvaða leiti áföll geta mótað framtíð okkar og getu til að ráða við verkefni lífsins.  Fjallað verður um uppeldi, og leiðir til að gera betur, unglingsárin og streitu þeim tengdum, samskipti, sambönd, skilnaði og orsakir svo eitthvað sé nefnt

Örlítið um meðvirkni:
Meðvirknivandinn er gríðar mikill hér á Íslandi og að okkar mati er hér um að ræða einn stærsta heilbrigðisvanda þjóðarinnar.   Meðvirkni er alls staðar í kringum okkur, hvort sem um er að ræða á heimilinu, í vinnunni, innan fjölskyldunnar,  úti í samfélaginu, í pólitíkinni, í vináttusamböndum eða í ástarsamböndum.
Að vera meðvirkur er að eiga í erfiðleikum með samskipti eða tengsl í einhverri mynd, hvort sem um er að ræða stjórnsemi okkar eða annarra, óöryggi í hinum ýmsu aðstæðum, ótti við að tjá raunverulegar tilfinningar og skoðanir, ótti við að segja sannleikann,  kvíði fyrir samskiptum eða aðstæðum eða erfiðleikar á að koma okkur úr skaðlegum samskiptum.  Það að losa sig við meðvirknina er að opna fyrir hamingjuna.

Örlítið um áföll:
Áfallafræðin í heiminum hefur verið í gífurlegum vexti síðasta áratug eða svo.  Miklar, stórar og margar rannsóknir hafa verið gerðar og þekkingin á taugakerfi og virkni heilans að aukast gífurlega, þrátt fyrir að enn sé langt í land.  Með aukinni þekkingu á því hvernig heilinn okkar bregst við streitu og hvaða afleiðingar langvarandi streita hefur á líf okkar, hefur áfallafræðin náð að þróa leiðir/aðferðir til heilunar sem eru mun markvissari og fljótvirkari en áður.  Á námskeiði þessu verður fjallað um áfallafræði samtímans, taugakerfið, hvað gerist í heilanum við streitu og áföll, afleiðingar og úrræði.

Kaffi, vatn, ávextir og kex verður til hressingar.

Verð kr. 12.000.

UMSAGNIR

Mjög fræðandi námskeið sem gefur skýra mynd af því hvernig meðvirkni þróast og hvernig hún hefur áhrif á einstaklinga og samferðafólk þeirra. Mæli 100% með þessu námskeiði fyrir alla.

Þetta var algjörlega púslið sem mig vantaði varðandi æskuna mína!

Frábær fræðsla, fagleg og fræðandi umfjöllun um uppsprettu vandamála okkar á fullorðinsárum.

Þetta námskeið ætti að vera í öllum skólum landsins!

SKRÁ MIG