20. Meðvirkni 3 af 8
4. nóvember 2019

Það er til betri leið
Við skoðum í þessum þætti óttan og kærleikan út frá meðvirkninni! Við skoðum hversu mikilvægt það er að velja tengsl út frá kærleika í stað þess að velja að trúa því sem óttinn segir við okkur.Við förum aðeins í það að skilja tilfinninguna á bakvið hegðunina er það ótti eða kærleikur.
Á góðum degi getum við aðeins stjórnað okkur sjálfum!
Námskeið framundan
Meðvirkninámskeið Lausnarinnar
Verkefni vikunnar:
- Spurðu sjálfa/n þig þessara spurninga.
- Trúi ég því að ég geti stjórnað öðru fólki?
- Hvernig stend ég mig í því að hafa stjórn á mér í stað þess að stjórna öðrum?
- Spurðu nú, hvað get ég gert betur í að stjórna mér? Hvað get ég gert til að vernda tenginguna þegar ég upplifi mig sáran/særða eða hrædda/n
- Segðu þetta upphátt
- Það er mitt verk að stjórna mér!
- Ég á ekki að stjórna öðru fólki.
- Ég fæ ekki að stjórna öðru fólki!
- Mitt aðalmarkmið og forgangur í samböndum er að byggja og vernda tenginguna.

Í þessum skemmtilega þætti kíkjum við aðeins á aðferðarfræði Gottmanns til að auka stöðugleika og hamingju í parsambandinu, hvað ber að forðast og hvernig við getum gert betur. VIð kíkjum á reiðmennina fjóra, gagnrýni, fyrirlitningu, varnarhátt og steinvegginn. Þessar aðferðir eru allar fyrirboði um hvernig við gröfum undan parsambandinu. Við leggjum einnig áherslu á að rækta þessi daglegu samskipti, sem byggja grunn traust og stöðug tengsl. Að skilja innri heim maka þíns og bregðast á jákvæðan hátt við beiðnum hans um athygli sem fær okkur til að upplifa að við séum séð og heyrð. Við ræðum einnig hvernig við getum snúið riddurunum við, þ.e. byrja á blíðu upphafi í samræðum í stað gagnræyni, byggja menningu þakklætis frekar en fyrirlitningu, taka ábyrgð í stað þess að fara í vörn og æfa sig í að tjá sig í stað þess að lokast af. Að lokum ræðum við námskeiðið sem verður næsta haust þ.e. í október 2025 - sem er spennandi nýjung sem Baldur og Barbara bjóða uppá. V ið hvetjum ykkur til að hlusta á þáttinn, megið endilega deila honum og gefa okkur endurgjöf á hann. https://www.lausnin.is/ Kíkið á Instagram síðuna okkar: Von ráðgjöf https://www.instagram.com/vonradgjof.is Meira um green cola: https://us.greencola.com/

Í þessum skemmtilega þætti kíkjum við aðeins á aðferðarfræði Gottmanns til að auka stöðugleika og hamingju í parsambandinu, hvað ber að forðast og hvernig við getum gert betur. VIð kíkjum á reiðmennina fjóra, gagnrýni, fyrirlitningu, varnarhátt og steinvegginn. Þessar aðferðir eru allar fyrirboði um hvernig við gröfum undan parsambandinu. Við leggjum einnig áherslu á að rækta þessi daglegu samskipti, sem byggja grunn traust og stöðug tengsl. Að skilja innri heim maka þíns og bregðast á jákvæðan hátt við beiðnum hans um athygli sem fær okkur til að upplifa að við séum séð og heyrð. Við ræðum einnig hvernig við getum snúið riddurunum við, þ.e. byrja á blíðu upphafi í samræðum í stað gagnræyni, byggja menningu þakklætis frekar en fyrirlitningu, taka ábyrgð í stað þess að fara í vörn og æfa sig í að tjá sig í stað þess að lokast af. Að lokum ræðum við námskeiðið sem verður næsta haust þ.e. í október 2025 - sem er spennandi nýjung sem Baldur og Barbara bjóða uppá. Við hvetjum ykkur til að hlusta á þáttinn, megið endilega deila honum og gefa okkur endurgjöf á hann. https://www.lausnin.is/ Kíkið á Instagram síðuna okkar: Von ráðgjöf https://www.instagram.com/vonradgjof.is Meira um green cola: https://us.greencola.com/