BÓKAÐU TÍMA

-í gegnum síma

-á netinu

BÓKAÐU TÍMA

Fylltu út formið eða sendu póst á lausnin@lausnin.is fyrir næsta lausa þerapista. 

Við tökum símann alla virka daga frá 10:00 til 13:00.

Síminn er 517 3338.

  • Facebook - Black Circle

Lausnin fjölskyldumiðstöð ehf.

kt. 541015-1320

Hlíðasmára 14

201 Kópavogi

HAFÐU SAMBAND

© 2019 - Lausnin - fjölskyldu- og áfallamiðstöð

Þriðjudaginn 5. nóvember frá 18:00
til 21:00 í Hlíðasmára 14, 2. hæð.
Leiðbeinandi er Theodór Francis Birgisson, félagsráðgjafi

Hjóna- og

paranámskeið

Hér er að ferðinni áhugavert og einkar hagnýtt námskeið um það sem þarf til að parsamband geti þroskast og dafnað. Farið er í helstu þætti parsambanda og einnig fjallað um algengustu vandamál í parsamböndum og hvernig best er að bregðast við þeim. Fjallað er um mikilvægi málamiðlunar í samböndum og munin á málamiðlun og „að láta vaða yfir sig“. Þá er tekið á því hvernig bregðast eigi við ágreiningi sem kemur upp í öllum parsömböndum og hvernig leysa má ágreining.

Leiðbeinandi námskeiðsins er Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi MA. Theodór hefur haldið fjölda námskeiða um pör og samskipti.

Námskeiðið tekur 3 klukkustundir og er ætlað bæði þeim sem eru í parsambandi og þeim sem langar til að vera í parsambandi. Námskeiðsgjald er 10.000 fyrir hvert sæti og takmarkað sætaframboð er á hverju námskeiði.

UMSAGNIR

Teddi er einstakur fyrirlesari sem með einlægni sinni og hversu mikið hann þorir að miðla af reynslu sinni nær beint til áheranda sinna. Ég og maki minn ákváðum á þessu námskeiði að reyna áfram og sjáum ekki eftir því.

Takk Theodór fyrir frábært kvöld. Ég hef aldrei áður heyrt fagmann tala fræðimál á eins góðri „Íslensku“ og þú gerðir á þessu námskeiði. Þú hjalpar venjulegu fólki að skilja hvað þarf til að láta sambandið ganga upp.

Okkur hafði hlakkað mikið til að mæta enda heyrt mikið um Tedda talað í okkar vinahópi. Hann fór þó langt fram úr vonum okkar og með hans hjálp hefur sambandið okkar náð nýjum hæðum. FRÁBÆRT NÁMSKEIÐ.

SKRÁ MIG