BÓKAÐU TÍMA

-í gegnum síma

-á netinu

BÓKAÐU TÍMA

Fylltu út formið eða sendu póst á lausnin@lausnin.is fyrir næsta lausa þerapista. 

Við tökum símann alla virka daga frá 10:00 til 13:00.

Síminn er 517 3338.

  • Facebook - Black Circle

Lausnin fjölskyldumiðstöð ehf.

kt. 541015-1320

Hlíðasmára 14

201 Kópavogi

HAFÐU SAMBAND

© 2019 - Lausnin - fjölskyldu- og áfallamiðstöð

3.-5. júlí 2020.
Sennilega ein öflugasta leið til árangurs við áfallatengdum afleiðingum í dag.

BRAINSPOTTING

Yfirlit yfir námskeiðið

Námskeiðið Brainspotting „Stig 2“, hefst með upprifjun um „Outside/Inside Window“ með áherslu á hvernig hægt er að nýta aðferðirnar í klínískri vinnu með skjólstæðingum.
Í kjölfarið verður farið í hvernig er hægt að minnka eða auka spennu í taugakerfinu með aðferðum Brainspotting, og hvernig sú aðferð nýtist í vinnu með streitu og áföll.
Kenndar verða aðferðir sem tengjast notkun á aðferðinni “Z-Axis”, sem hefur með fjarlægð og nálægð að gera (Convergence Therapy) leið sem ýtir undir að virkja „vagus nerve“ út frá staðsetningu augnanna.
Þar að auki verða kenndar tæknilegar upplýsingar eins og „Rolling Brainspottin“, þar sem lesið er í augum hvar punkturinn er , “Selfspotting” sem kennir viðkvæmum skjólstæðingum að finna sinn eigin brainspots og „Body Gridwork“ sem er aðferð til að þekkja, samtengja og losa um staði þar sem líkaminn geymir sársauka og streitu.

Kennsla verður í formi Power Point fyrirlestra, samræðna, sýnidæma og verklegra æfinga.
 

Markmið námskeiðsins

Gegnum fyirrlestrakennslu, sýnidæma og hópavinnu munu þátttakendur læra eftirfarandi:

Fara yfir hugmyndir um (Outside, Inside Window and Gazespotting)

Skilgreina ramma (frame) og áherslu (Focus) á Brainspotting greiningu og meðferð.

Kynnt verður „3 Dimensional Z-Axis“ og „Convergence Therapy“

Kennd verður one-eye Brainspotting

Skilgreind og kennd aðferð Rolling Brainspotting, Advance Resource, Somatic work

Um Brainspotting

Brainspotting er öflugt klínískt meðferðarúrræði sem gengur út á að greina, vinna í og losna við taugafræðilegar afleiðingar, áfalla, streitu, líkamlegs sársauka, aftengingu (dissociation) og margskonar einkenna sem líkaminn geymir. Brainspotting gengur út á að finna punkta í sjónsviði skjólstæðings, punkta sem hjálpa til við að vinna úr óunnum áföllum í heila og líkama.

​Brainspotting aðferðin er áhrifarík aðferð til að vinna með, mjög breitt, svið líkamlegra og andlegra vandamála. Hún er sérstaklega áhrifarík til að vinna með áfallatengda þætti, frábær leið til að heila og þekkja undirliggjandi áföll sem ýta undir kvíða, þunglyndi, fíknir og ýmisleg önnur hegðunarfrávik. 

BSP er einnig notað til að efla sköpun og auka og bæta frammistöðu einstaklinga, eins og íþróttafólks, listamanna og þeirra sem leitast við að fjarlægja allar hugarfarslegar hindranir eða varnarviðbrögð á leið sinni til hámarks árangurs. 

​Brainspotting aðferðarfræðin gefur þerapistanum aðgang, á markvissan og afdrifaríkan hátt, að þeim afleiðingum sem áföll og langvarandi streita hefur sett mark sitt á taugakerfi, innra minni, líkama og huga skjólstæðingsins.  Markmið eða virkni BSP gengur út á að fara fram hjá meðvitund einstaklingsins til að ná dýpra inn í líkamann þar sem áföllin hafa hreiðrað um sig. 

​Brainspotting er bæði greiningaraðferð og meðferð, sem inniheldur m.a. BioLateral hljóðaðferð sem eru djúp, öflug, markviss leið til hjálpar.

​Brainspotting skilgreinir virka augn- staðsetningu sem kallað er Brainspots.  Virkni „Brainspots“ má finna í öðru eða báðum augum og er upplifunin annað hvort frá „inside window“, frá skynjun skjólstæðingsins og / eða „Outside Window“ sem einkennist af viðbrögðum skjólstæðings s.s. (blikk augna, hik, víkkun sjáaldra, ör öndun og líkamleg viðbrögð).

Af hverju að læra Brainspotting?

Þerapistar eru stöðugt að læra og vaxa í starfi sínu.  Að læra Brainspotting gefur þerapistum fleiri tól og tæki í verkfæratöskuna, aðferð til að uppfæra og bæta við þær leiðir sem þeir eru nú þegar að nota, úrræði til að ná auknum árangri í sinni vinnu og efla skilning á heilunarferli skjólstæðingsins.

Hverjir mega taka þátt?

Brainspotting, Stig-1 er fyrir þá sem hafa unun að því að starfa með og hjálpa fólki að eignast betra líf.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka getu og þekkingu, stækka verkfæra kistu sína til að vinna með eða aðstoða aðra sem eiga við streituvanda að stríða eins og áföll, streitu, kvíða, þunglyndi, fíknir svo eitthvað sé nefnt.  

 

BSP er ekki kennsla í sálrænni meðferð (psychotherapy) heldur nýtist sem viðbót ofan á aðra menntun og reynslu.  Fyrir fagfólk er þetta mögnuð viðbót í kistuna, aðferð sem virkar á markvissan og ótrúlega mildan hátt til úrvinnslu áfalla, streitu, kvíða, þunglyndis, fíkna o.s.frv. 

Einnig er námskeið þetta opið þeim sem ekki hafa starfað á faglegum grunni.  Fyrir þá einstaklinga mun námið auka skilning á því hvernig best er að vinna með flóknar tilfinningar einstaklinga sem og í samskiptum og samböndum. Skilning á samspili heila og taugakerfis varðandi áföll og streitu.  Kenndar verða frábærar leiðir til að auka skilning og getu til að hjálpa öðrum að vinna úr tilfinningalegu ójafnvægi.

Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna,  kjartan@lausnin.is

Verð fyrir Stig-2
Þeir sem greiða fyrir 15. maí, greiða 84.000 kr, þeir sem greiða eftir 15.maí greiða 94.000 kr 

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Pálmason, kjartan@lausnin.is  einnig má finna upplýsingar á ensku (english here) hér að neðan.

https://brainspotting.com/
https://www.bspuk.co.uk/

 

Umsagnir:    
https://www.bspuk.co.uk/testimonials/

 

Rannsóknir:
https://brainspotting.com/about-bsp/research-and-case-studies/

LEIÐBEINANDI

Dr Mark Grixti is a Chartered Clinical Psychologist and Brainspotting Trainer based in Sussex, England.

He is a qualified and experienced in both child therapy and adult therapy.  He is also skilld in neuropsychological assessments and an accredited EMDR consultant.