Viðbót við Lausnina!

Tveir nýir starfsmenn hafa bæst í hóp þaulreyndra meðferðaraðila Lausnarinnar. Það eru þær Katrín Þorsteinsdóttir og Ragnheiður Kristín Björnsdóttir.

Katrín Þorsteinsdóttir byrjaði menntunarferil sinn í fósturskólanum og lærði þar leikskólakennarann, hún stafaði sem slíkur til nokkurra ára. Á því tímabili sinnti hún meðal annars stöðu aðstoðarleikskólastjóra og síðar leiksólastjóra. Katrín bætti við sig menntun í byrjun þessarar aldar og fékk starfsréttindi sem félagsráðgjafi árið 2007. Hún starfaði við almenna félagsþjónustu auk barnaverndar hjá sveitarfélaginu Árborg til ársins 2012 þegar hún var ráðin í stöðu félagsmálastjóra hjá byggðasamlagi Rángárvalla- og vestur Skaftafellssýlu. Árið 2013 lauk Katrín námi sem fjölskyldumeðferðafræðingur frá Endurmenntun Háskóla Íslands, en um er að ræða 2 ára nám á mastersstigi. Katrín hefur sótt fjöldann allan af ýmsum námskeiðum bæði innanlands og utan. Katrín hefur sérhæft sig í meðferðarnálgun sem kallast Emotional Focused Therapy og er sú aðferð innan fjölskyldumeðferðar sem er mest rannsökuð í dag.Katrín hefur mikla reynslu af öllu því sem snertir vinnu með einstaklingum og þá ekki síst á meðal barna. Í vinnu sinni leggur hún áherslu á vinnu sem snertir einstaklinga, pör, börn og fjölskyldur.

 

Ragnheiður er menntaður hjúkrunarfræðingur og sérhæfir sig  í fjölskyldumeðferð hjá Endurmenntun H.Í. Einnig er hún með viðbótarnám í heilsugæsluhjúkrun og opinberri stjórnsýslu á heilbrigðissviði. Hún er menntaður dátæknir og hefur sótt ótal námskeið m.a. í núvitund. Hún hefur starfað á ýmsum sviðum heilbrigðiskerfisins og er tengill Alzheimersamtakana á Suðurlandi. Hún hefur haldið fjölda uppeldisnámskeiða. Hefur reynslu af ættleiðingu, glasafrjóvgunum og fósturbörnum. Hefur unnið með ungu fólki með kvíða, foreldrum ungbarna, heilabiluðum, öldruðum og aðstandendum. Einnig hefur hún reynslu og þekkingu af áföllum í fjölskyldum. Ragnheiður sérhæfir sig í málefnum fjölskyldna. Hún veitir einstaklings,- uppeldis, -og samskiptameðferð.

 Ragnheiður býður bæði upp á viðtöl í Hlíðasmára Kópavogi og Fjölheimum á Selfossi.

 

Við bjóðum Katrínu og Ragnheiði velkomnar til starfa.