Einföld leið til sjálfsuppbyggingar – 14. mars

kr.10,000

Tveggja klukkustunda fyrirlestur og umræður með stuttu hléi. Kaffiveitingar og Baujan, sjálfshjálparbók fylgja ásamt eftirfylgni skjölum og lyklum Baujunnar til sjálfsuppbyggingar.

Fyrirlesari : Guðbjörg Thóroddsen höf. Baujunnar og ráðgjafi Lausnarinnar. Dagsetn. : fimmtudaginn 14.mars, kl: 20:00-22:00 í Hlíðarsmára 14, Kópavogi.

Verð kr. 10.000

Nánari upplýsingar má fá hjá Guðbjörgu í síma 6996934 eða gudbjorg@lausnin.is  

18 á lager

Vörunúmer: 1520 Flokkur:

Lýsing

Á námskeiði þessu er fjallað um aðferð, hugsun og þann grunn sem Baujan byggir á.

Um er að ræða aðferð til vinna sig frá reiði, kvíða, þunglyndi, skömm, höfnun og áráttutilhneigingum. Kenndar eru leiðir til að styrkja tengsl við sjálfs/n sig, við kjarna sinn og öðlast sjálfstjórn. Þekkja betur og læra að vinna með tilfinningar sínar og verða meðvitaðri um tengsl öndunar og tilfinninga.  Aðferð þessi er góð leið til að forðast eða fara út úr meðvirkni en byggja sig upp á heilbrigðan hátt.

Hvað er Baujan?

Baujan er aðferð til að læra að stjórna líðan sinni, hegðun og lifa í núinu. Til að geta gefið meira af sér, geta sett sig í spor annarra og notið betur líðandi stundar.

Baujan er aðferð til að byggja sig upp eftir áfall og álag eða til að auðvelda okkur að komast í gegnum erfiða tíma. Til að auka orku, styrk og byggja sig upp eftir kulnun eða til að varast hana. Öðlast innra jafnvægi.

Baujan er fljótvirk, auðveld og varanleg sjálfstyrkingaraðferð sem byggir á tilfinningavinnu og meðvitaðri öndun. Hún miðar að því að hafa stjórn á tilfinningalegri líðan sinni og tileinka sér núvitund. sem hefur verið kennd með góðum árangri í um 20 ár. Sjá nánar : www.baujan.is

Námskeiðið:

Tveggja klukkustunda fyrirlestur og umræður með stuttu hléi.

Kaffiveitingar og Baujan, sjálfshjálparbók fylgja ásamt eftirfylgni skjölum og lyklum Baujunnar til sjálfsuppbyggingar.

Fyrirlesari : Guðbjörg Thóroddsen höf. Baujunnar og ráðgjafi Lausnarinnar.

Dagsetn. : miðvikudaginn 14.mars. , kl: 20:00-22:00 í Hlíðarsmára 14, Kópavogi.

Verð kr. 10.000 Skráning og upplýsingar í 6996934 eða gudbjorg@lausnin.is