Uppeldi, líðan og tengsl

Mikilvægasta og vandasamasta verkefni allra foreldra er að ala upp barnið sitt og margir telja að verkefninu fylgi engin leiðarvísir.
Það er ekki allskostar rétt því að barnið sjálft er handbókin og við getum kennt þér að lesa handbókina

Fær barnið þitt skapofsaköst eða dregur það sig í hlé? Missir þú stjórn á þér þegar barnið missir stjórn á sér? Er barnið þitt feimið og óframfærið? Fær barnið þitt grátköst, glímir við óreglulegan svefn og/eða eru matarvenjur í ólestri?

Þessum og mörgum öðrum spurningum munum við leitast við að svara á þessu námskeiði. Einnig munum við gefa þátttakendum innsýn inn í heim barnsins, þroska þess og tilfinningar. Gefin verða ráð og þátttakendur fara heim með verkfæri.

Að námskeiðinu standa Ástríður Thorarensen listmeðferðar – og fjölskyldufræðingur og Katrín Þorsteinsdóttir leikskólakennari, klínískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.

Námskeiðið verður haldið 28. febrúar, frá 18:00 – 21:00 í húsnæði Lausnarinnar, Hlíðarsmára 14, 2. hæð.

Námskeiðið kostar 9.900 – fyrir hvern þátttakanda.

Skráning „HÉR“