Lausnarmiðuð hópavinna

Hér er hægt að skrá sig í lausnarmiðaða hópa.

Meðvirkni, eða lágt sjálfsmat og vanlíðan er mjög algengur kvilli í okkar samfélagi í dag.  Meðvirknin birtist með ýmsu móti, hún getur birst sem undanlátssemi, feymni, óframfærni, strjórnleysi, stjórnsemi, reiði, ofsi, tilfinningaleg fjarlægð, fálæti, vanvirðing og óheiðarleiki svo eitthvað sé nefnt.

Meðvirkni verður yfirleitt til  í æsku, við langvarandi vanvirkar aðstæður sem eru ekki endilega öfgakenndar eða sýnilegar.   Meðvirkni má lýsa sem svo að ef einstaklingur (barn) þar að aðlaga sig að aðstæðum heimilisins, þ.e.a.s. hefur ekki frelsi til að vera hann sjálfur, þá er hann byrjaður að ala með sér meðvirkni.  Sjálfstraustið skerðist.

Ef þú átt við erfiðleika í samskiptum, á heimili, í hjónabandi, við vini, kunningja, á vinnustað eða hvar sem er.
Ef þú átt við þuglyndi að stríða, tilhneyging á að einangra þig.
Ef þá átt þér drauma, en kemur þér ekki í það að framkvæma þá.
Ef þú vilt fá meira út úr lífinu.
Ef þú þekkir illa tilfinningar þínar, missir þig, gengur of langt eða fólk gengur of langt á þig.
Ef þú ert ekki hamingjusöm/samur.

Þá gæti lausnin verið í hópavinnu hjá okkur?

Hóparnir hittast einu sinni í viku einn og hálfan tíma í senn og er mánaðargjaldið 10.000 kr. m.v. 4 skipti.

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í hóp þurfa að koma í eitt viðtal við ráðgjafa þar sem mat er lagt á viðkomandi og hópur valinn.

 

Skráning:

Blandaðir-hópar
Kvenna-hópar