Stjórnsama húsmóðirin „Aumingja ég“

bossyAð vera með allar heimsins áhyggjur á herðunum og þurfa að vera með yfirsýn yfir allt sem gerist á heimilinu er mjög erfitt líf og því fylgir líka óþarfa streyta sem við þurfum ekkert á að halda.  Ég átti erfitt stjórnsamt líf þar til ég fór að vinna í mér og skoða gallana mína og leiðrétta mig og læra að sleppa tökunum á fólkinuí kringum mig sem ég vildi stjórna.

Núna tæpum fjórum árum seinna er ég ennþá að vinna í stjórnseminni. Mig langar að deila með ykkur sögunni minni og hvernig ég sigraði streytuna og náði að yfirsíga það stóra skref að treysta og sleppa. Ég stjórnaði öllu inni á heimilinu, eldaði því ég treysti engum öðrum í það verkefni,  og svo sá ég um þvottinn og þrifin. Matarinnkaupin sá ég um, því ef ég keypti ekki inn þá var keypt inn einhver vitleysa, nú og ef einhver treysti sér í búðina þá að sjálfsögðu gerði ég feitan lista fyrir viðkomandi. Heimanámið var líka á mínum herðum því ekki gat ég treyst því að blessuð börnin lærðu sjálf heima. Það var líka í mínum verkahring að vekja allt liðið svo allir myndu nú mæta á réttum tíma í skólann.  Svo stóð ég eins og herforingi  með hárið upp í loft kl 7.00 og stjórnaði að allir kæmust út á réttum tíma. Því ef ég græjaði ekki alla þessa hluti þá fór allt í klessu. Svo var ég komin í aumingja ég pakkann, því þetta var allt svo erfitt. Að læra að sleppa og treysta  er erfitt skref að stíga. Getur fólkið mitt virkilega séð um sig sjálft ? Er því treystandi?

Í dag stunda ég fullt nám með vinnu og það er hægt, og heimilið mitt stendur enn. Börnin mín eru enn í skóla og það er matur í ísskápnum. Núna fer ég  inn í herbergi hjá börnunum ef klukkan hefur ekki hringt, þá gef ég þau skilaboð að ég komi bara einu sinni. Að vakna í skólann er á þeirra ábyrgð núna, en ég er til staðar, en ég er hætt að fara ítrekað inn og fæ engar hjartsláttatruflanir lengur á morgnanna. Þau sváfu yfir sig einn dag, svo var það búið. Maðurinn minn verslar í matinn og þvær þvottinn. Í dag á ég þó nokkuð af steingráum nærfatnaði sem hefur litast í þvotti , og loðnar skyrtur sem hafa verið þvegnar með ullarsokkum en þetta lærðist og dag þvær hann oftar en ég gerði, (og hann vill ekki safna neinu upp í þvottahúsinu). Hann sér um að elda kvöldmatinn fimm sinnum í viku. Það var erfitt í fyrstu að horfa upp á allar medister pylsurnar og hamborgarana í ískápnum en þetta var spurningin um að sleppa og treysta. Ég áttaði mig líka á því hvað ég er búin að vera mikill þroskaþjófur, maðurinn minn getur vel eldað góðan mat ég bara greip bara alltaf fram fyrir hendurnar á honum og börnin geta skipulagt heimanámið og vaknað sjálf. Ég  áttaði mig á því hvað ég var í raun búin að vera mikill þroskaþjófur, með því einu að leyfa ekki fjölskyldunni minni að spjara sig í hinum ýmsu verkefnum heimilisins.

Lífið verður  svo mikið einfaldara og þægilegra þegar  hægt er að sleppa og treysta.  Sjálfskoðun og að vera meðvitaður um brestina sína er besta gjöfin sem hægt er að gefa sjálfum sér.

Ég er búin að vera í Lausninni í fjögur ár, hef ég þurft að takast á við gallana mína og skoða sjálfa mig aftur í bernsku. Þetta er búin að vera mikil vinna, en ég er búin að fá svo margfalt gott til baka, ég kalla þetta góða uppskeru, en ég á eftir að njóta góðs af  henni alla mína ævi.

Ef þú lesandi góður vilt breytingar til góðs inn líf þitt þá mæli ég með sjálfsvinnu í Lausninni.