Starfsfólk

Skrifstofa
Sími: 517 3338
Nf: lausnin(hjá)lausnin.is
Símatími skrifstofu er eftirfarandi:
Mánudaga, þriðjudaga og föstudaga frá 12:00 til 14:00
miðvikudaga og fimmtudaga milli 10:00 til 12:00


Elín Rut Theodórsdóttir – skrifstofa
Félagsráðgjafa nemi 
NF:  elinrut(hjá)lausnin.is
Sími: 517 3338


Einar Aron Fjalarsson – Markaðsmál
Félagsráðgjafa nemi 
NF:  einararon(hjá)einareinstaki.is
Sími: 692 2330Ráðgjafar Lausnarinnar:

Anna Sigríður Pálsdóttir ráðgjafi

Anna Sigríður starfar sem ráðgjafi einstaklinga og handleiðari fagaðila.   Anna Sigríður starfaði sem prestur hjá Þjóðkirkjunni á árunum 1997-2014 og sérhæfði sig í ráðgjöf til aðstandenda áfengis- og fíkniefnaneytenda og sálgæslu vegna ástvinamissis og skilnaða.  Einnig hefur Anna Sigríður sinnt handleiðslu til fagaðila frá árinu 2000 bæði á Íslandi og í Svíþjóð.

Anna Sigríður er vígður prestur og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1996 og námi í Handleiðslu og handleiðslutækni frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2000.  Hún lauk kennaranámi frá Myndlista- og handíðaskólanum 1968.

Anna Sigríður starfaði árunum 1985 til 1991 hjá  fjölskyldudeild SÁÁ og Fitjum, Kjalarnesi við ráðgjöf til bæði áfengis- og fíkniefnaneytenda og fjölskyldur þeirra.  Árið 1997 vígðist hún til prests og hóf störf hjá Grafarvogskirkju.  Anna Sigríður starfaði einnig við preststörf á Stokkseyri og Eyrarbakka og síðast í Dómkirkju Íslands þar sem hún lauk starfsferlinum hjá kirkjunni 2014.   Frá 1997 hefur hún tvisvar á ári, vor og haust, farið til Linköping í Svíþjóð þar sem hún sér um námskeið fyrir aðstandendur áfengis-og vímuefnaneytenda fyrir ráðgjafafyrirtæki sem heitir Eleonoragruppen og jafnframt sinnt handleiðslu fyrir starfsfólk þar.

Sérstakar áherslur:  Einstaklings- og hópahandleiðsla til fagaðila, ráðgjöf til aðstandendur áfengis- og fíkniefnaneytenda, ráðgjöf í meðvirkni, hjónaviðtöl og sálgæsla vegna ástvinamissis og skilnaða.

Netfang:  annasigridur(hjá)lausnin.is
Sími: 861 7201

Smelltu hér til að bóka viðtal hjá Önnu Sigríði.


 Alma Hafsteinsdóttir fíkni- ráðgjafi

Alma Hafsteins starfar sem fíkniráðgjafi og markþjálfi með sérhæfingu og áherslu á spílafíkn, ásamt fjölskylduráðgjöf. Alma starfaði um árabil hjá Reykjavíkurborg sem verkefnastjóri ásamt því að hafa starfað sjálfstætt. Alma hefur áralanga reynslu af spilafíkn, afleiðingum hennar og áhrif á einstaklinga, fjölskyldur og vinnuveitendur.

Alma lauk viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá Háskóla Reykjavíkur 2008 og námi við The Addictions Academy í Certified Gambling Addiction Coach (NCGAC) og Certified Recovery Family Coach (NCRFC) árið 2017.

Sérstakar áherslur: Spilafíkn / spilavandi, fíkn, ráðgjöf fyrir aðstandendur einstaklinga sem eiga við spilavanda að etja, áfengis- og fíkniefnaneytenda og fjölskyldurráðgjöf.

Fíkni markþjálfun fyrir einstaklinga og fjölskyldur.

Alma er einnig með fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir um spilafíkn og málefni þeim tengdum.

SKRÁ VIÐTAL „HÉR“

Netfang: alma(hjá)lausnin.is
Sími: 788 8989


Barbara Hafey – fjölskyldu- og áfallafræðingur

Barbara er með b.ed., gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið námi í Fjölskyldfræðum við Endurmenntun Háskóla Íslands sem er tveggja ára nám á meistarastigi.

Barbara hefur einnig sérhæft sig í meðferðarnálgun Susan M. Johnson “Emotional Focused Couple Therapy” sem er sú aðferð innan fjölskyldumeðferðarinnar sem er hvað mest rannsökuð í dag.

Barbara hefur auk þess lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model – Stig 1 og 2) sem haldin voru af “The Trauma Resource Institute”. Aðferðarfræðin miðar að því að vinna með fólki sem hefur upplifað áföll og áfallastreitu.

Barbara hefur einnig sótt margar ráðstefnur um alkóhólisma, áhrif hans á alkóhólistann sjálfan og fjölskyldu hans.

Barbara hefur haldið fjölda ráðstefna, fyrirlestra og námskeiða á Íslandi og erlendis. Barbara hefur áralanga reynslu af því að vinna með börnum og fólki.

Sérstakar áherslur: einstaklings- hjóna og paravinna, áföll og kvíði, afleiðingar andlegs og líkamlegs ofbeldis, auk vinnu með alkóhólistum og aðstandendum þeirra.

SKRÁ VIÐTAL „HÉR“

Netfang: barbara(hjá)lausnin.is
Sími: 612-7000


Gubjörg Thoroddsen, kennari, leikari, ráðgjafi, diplóma í jákvæðri sálfr. meistarastigi.  

Guðbjörg Thoroddsen er höfundur Baujunnar, sjálfstyrkingu sem byggir á tilfinningavinnu og meðvitaðri öndun. Hún hefur 40 ára reynslu af kennslu, ráðgjöf og meðferðarstarfi en þar af hefur hún í 20 ár unnið með Baujuna eingöngu. Baujan hefur verið kennd þúsundum manna við skóla, stofnanir og félagasamtök ásamt einkatímum þar sem aðferðin hefur bæði sýnt sig og sannað. Guðbjörg er með MA og ME gráðu í leiklist og kennslu. Auk þess með diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi og sat í stjórn Félags um jákvæða sálfræði. Hún hefur leikið fjölda hlutverka en auk þess kennt leiklist og leikstýrt. Kennari frá Kennaraháskóla Íslands og hefur aðallega kennt aðferð sína í sjálfstyrkingu, Baujuna. Guðbjörg hefur gefið út sjálfshjálparbók með aðferðinni sem nefnist „Baujan“ og er hún einnig til á ensku og í hljóðbókarformi. Hægt er að kynna sér aðferðina og kaupa bókina inn á vef Baujunnar www.baujan.is

Sérstakar áherslur: Áfallastreituröskun, byggja sig upp eftir áfall eða langvarandi álag, t.d. skilnað, einelti/ofbeldi, missi ástvinar, veikindi, kulnun, fortíðarvanda, erfiðleika í samskiptum, hegðunarerfiðleika, fíknir, reiði, kvíða, þunglyndi, höfnun, meðvirkni, áráttu- og þráhyggjutilhneiginga, að byggja upp sjálföryggi og vellíðan.

Baujan er aðferð sem tekur mið af heildrænni meðferð hugar og líkama í áfallavinnu og sjálfsuppbyggingu.

Guðbjörg hefur lokið áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency model – Stig 1 og 2) sem haldin voru af The Trauma Resource Institute.

Smelltu HÉR til að bóka tíma hjá Guðbjörgu í Hlíðasmára Kópavogi
Smelltu HÉR til að bóka tíma hjá Guðbjörgu í Úlfarsfellsvegur við Úlfarsfell.

Netfang:  gudbjorg(hja)lausnin.is
Sími: 699-6934 


Hafdís Þorsteinsdóttir, fjölskyldufræðingur

Hafdís Þorsteinsdóttir er fjölskyldufræðingur með B.A. gráðu í félagsráðgjöf. Hún stundar nú meistaranám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Lokaverkefni Hafdísar í fjölskyldumeðferðarnáminu fjallaði um aldraða og fjölskyldur þeirra og hvernig fjölskyldumeðferð getur nýst fólki til bæta samskipti sín innan sem utan fjölskyldunnar. Hefur hún m.a. skoðað hvernig tengslamyndun í æsku hefur áhrif á samskipti á fullorðinsárum og að það er aldrei of seint að vinna í sjálfum sér og samskiptum við aðra.

Hafdís hefur víðtæka þekkingu á orsökum og afleiðingum meðvirkni og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um birtingarmyndir þess. Hún sinnti starfsnámi hjá SÁÁ sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á árunum 2007-2009 og hefur mikla þekkingu á því hlutverki að vera aðstandandi fólks í áfengisvanda.

Hafdís var framkvæmdastjóri Heilsu ehf 1991-2006 og hefur áralanga reynslu af rekstri fyrirtækja og mannauðsstjórnun. Þá hefur hún sótt fjölmörg námskeið um samskipti á vinnustöðum.

Hafdís er í Félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð (FFF).

Sérstakar áherslur:  Fjölskyldu-, einstaklings- og para/hjónaviðtöl. Meðvirkni, mörk og markaleysi, samskipti á vinnustöðum, uppkomin börn alkóhólista, tengsla- og fortíðarvandi. Aldraðir og aðstandendur þeirra. Einnig hópavinna í tengslum við meðvirkni, samskiptavanda o.fl.

Skrá viðtal í Hlíðarsmára 14 „HÉR“

Netfang: hafdis(hjá)lausnin.is
Sími: 820-3237


Hlín Elfa Birgisdóttir, ráðgjafi

Hlín hefur alla tíð haft áhuga á mannlegri hegðun og hefur sótt sér þekkingu á því sviði.

Hlín er með B.A. gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model, stig 1 og 2) sem haldin voru af The Trauma Resource Institute. Aðferðafræði þessi miðar að því að vinna með fólki sem orðið hefur fyrir hvers kyns áföllum.

Sérstakar áherslur: Einstaklingsráðgjöf vegna áfalla, kvíða, þunglyndis og samskiptaörðugleika.

Smelltu  „HÉR“  til að bóka viðtal hjá Hlín!

Netfang: hlin(hjá)lausnin.is
GSM: 615 2515


Jónína Lóa Kristjánsdóttir, fjölskyldufræðingur, hjúkrunarfræðingur og jógakennari

Jónína Lóa er fjölskyldufræðingur, hjúkrunarfræðingur og jógakennari.  Hún er með framhaldsmenntun í heilsugæsluhjúkrun og hefur starfað á ýmslum sviðum heilbrigðiskerfisins frá árinu 2000, mest á sviði heilsugæslunnar við ungbarnavernd, hjúkrun í heimahúsi og skólahjúkrun.

Jónína sérhæfir sig í málefnum fjölskyldna.  Hún veitir fjölskyldu-,einstaklings- og para/hjónaviðtöl með sérstaka áherslu á uppeldi, andlega og líkamlega heilsu, samskiptaörðuleika og streitustjórnun.

Kópavogur – Smelltu  „HÉR“  til að bóka viðtal hjá Jónínu Lóu í Kópavogi
Selfoss – Smelltu  „HÉR“  til að bóka viðtal hjá Jónínu Lóu á Selfossi

Netfang:    joninaloa(hjá)gmail.com


Katrín Þorsteinsdóttir, klínískur félagsráðgjafi

Katrín Þorsteinsdóttir er menntaður leikskólakennari frá 1990,  félagsráðgjafi frá 2007 og fjölskyldufræðingur frá 2014. Katrín hefur unnið sem leikskólakennari og félagsráðgjafi innan félagsþjónustu sveitarfélaga. Í vinnu sinni sem félagsráðgjafi hefur hún nýtt fjölskyldunámið.

Katrín er mikill mannvinur og hefur einstakt innsæi í vinnu sinni með fólki á öllum aldri.

Katrín nálgast börn út frá tækni sem hún hefur útfært þar sem hún blandar saman Narrativri nálgun þar sem vandinn sem glímt er við er hlutgerður þannig að barnið getur skilið hann frá því sjálfu. Einnig vinnur Katrín með tilfinningalegri – og lausnamiðaðri nálgun.

Katrín hefur sótt fjöldann allan af ýmsum námskeiðum bæði innanlands og utan. Katrín hefur sérhæft sig í vinnu sinni með pörum í meðferðarnálgun sem kallast Emotional Focused Therapy og er sú aðferð innan fjölskyldumeðferðar sem er mest rannsökuð í dag.

Katrín hefur auk þess lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model – Stig 1 og 2) sem haldin voru af “The Trauma Resource Institute”. Aðferðarfræðin miðar að því að vinna með fólki sem hefur upplifað áföll og áfallastreitu.

Katrín hefur mikla reynslu af öllu því sem snertir vinnu með einstaklingum og þá ekki síst á meðal barna. Í vinnu sinni leggur hún áherslu á vinnu sem snertir einstaklinga, pör, börn og fjölskyldur.

Smelltu  „HÉR“  til að bóka viðtal hjá Katrínu í Fjölheimum Selfossi!
Smelltu  „HÉR“  til að bóka viðtal hjá Katrínu í Hlíðarsmára Kópavogi!

Netfang: katrin(hjá)lausnin.is
GSM: 858-1796


Kjartan Pálmason – Klínískur þerapisti

Kjartan 150x112

Kjartan hóf starfsnám sitt árið 2001 á Teigi, áfengis- og vímuefnaskori, Landsspítala Háskólasjúkrahúss og starfaði hann þar  í tvö ár.  Hann starfaði einnig sem áfengis-, vímuefna- og meðvirkni ráðgjafi hjá Foreldrahúsi, Vímulausri æsku frá maí 2007 til maí 2009.   Þar að auki starfaði Kjartan um tíma sem ráðgjafi fyrir áfangaheimilið Takmarkið.  Kjartan er einn af stofnendum Lausnarinnar og starfaði, með ráðgjöf, sem framkvæmdastjóri Lausnarinnar frá febrúar 2009 fram til 1.jan 2015.
Kjartan hefur breiða reynslu í að vinna með fólki.  Hann hefur starfað á öldrunarheimili, unnið með ungu fólki, bæði í vinnuskóla og við eftirmeðferð unglinga.  Hann hefur einnig unnið sem dagpabbi fyrir 2 ára börn. Kjartan hefur starfað í tengslum við áfengis, vímuefna og meðvirkni mál frá árinu 2001, og hefur hann sérhæft sig sérstaklega í meðvirkni, áföllum, sambands-, samskipta- og hjónabandsmálum síðastliðin ár.

Sérstakar áherslur:  Einstaklingsviðtöl, hjóna- og sambandsmál, skilnaðarmál, eftirvinnsla skilnaða, sáttaferli, fjölskylduerfiðleikar, einelti, sorgarvinna, samskipti á vinnustað.
Vinna með áföll, kvíða, meðvirkni, uppeldi, fíknir,  (Séráherslur fíkna: áfengis- og vímuefnafíkn, tölvufíkn, ástar og kynlífsfíkn) stuðningur við aðstandendur ungra fíkla eða unglinga sem eiga við hegðunarerfiðleika að stríða, samskiptaörðugleikar heima fyrir úti í samfélaginu eða á vinnustað, svo eitthvað sé nefnt.

Kjartan er menntaður Guðfræðingur og hefur lokið embættisprófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands.
Kjartan hefur lokið þjálfun í PIT, Post-Induction Therapy,  á vegum The Meadows en það námskeið er haldið af Piu Mellody og Söruh Bridge. Kjartan hefur einnig lokið „Trauma and Re- Parenting Model Training“ Part II and III undir handleiðslu Söruh Bridge í London, sem er framhald af áðurnefndu PIT, námskeiði The Meddows. Námskeiðin kenna aðferðafræði og módel Píu Mellody um hvernig hægt sé að vinna úr áföllum og þeim afleiðingum sem fortíðin skilur eftir í lífi okkar, afleiðingum sem birtast í samskiptum okkar við fjölskyldu, maka, börn, vini og vinnufélaga..
Einnig hefur Kjartan lokið “Couples Boundary Workshop Training”  undir leiðsögn Piu Mellody.  Námskeið þetta er þjálfun hvernig hjón/fólk í samböndum geta lagað samskipti sín, tjáningu, og mörk út frá hugmyndafræði Piu Mellody.
Kjartan hefur þar að auki lokið námskeiði hjá The Trauma Resource Institute í Los Angeles, og hefur öðlast réttindi TRM (Trauma Resiliency model – Level 1 og Level 2), aðferðarfræði til að vinna með áföll og áfallastreitu.
Kjartan hefur einnig lokið fyrstu þremur stigunum í áfallavinnu „Brainspotting“, og má geta þess að nýjustu rannsóknir sýna að Brainspotting er með áhrifamestu aðferðum samtímans til að vinna með kvíða, áföll og áfallastreitu svo eitthvað sé nefnt.

Netfang: kjartan(hjá)lausnin.is
Sími: 617-3338

Smelltu „HÉR“ til að bóka viðtal við Kjartan.


Olga Ásrún Stefánsdóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldufræðingur (MA) –   AKUREYRI

Á árunum 2005-2013 starfaði Olga Ásrún hjá Búsetudeild Akureyrarbæjar sem forstöðumaður yfir Þjónustumiðstöðvum eldri borgara. Í starfinu vann hún m.a. með öldruðum einstaklingum, hjónum og fjölskyldum þeirra við ráðgjöf og stuðning. Hún stofnaði Hugarafl á Akureyri ásamt notendum geðheilbrigðisþjónustu í bata árið 2005 og starfaði með þeim til ársins 2011. Árið 2013-2014 starfaði hún hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands við einstaklings- og fjölskylduráðgjöf auk þess að vinna með sértækum hópi kvenna í tenglum við líkamlegt og andlegt ofbeldi. Hún hefur einnig tekið að sér að sinna sérverkefnum sem tengjast því að vinna með foreldrum og börnum í umhverfi þeirra. Árið 2013-2015 tók hún þátt í evrópuverkefni sem tengdist rannsóknum, sjálfstyrkingu og námskeiðum fyrir atvinnulausar konur. Í dag tekur hún þátt í tveimur norrænum rannsóknarhópum sem snúast um rannsóknir á samskiptum og aðstæðum eldri hjóna/para þegar annar aðilinn í sambandinu þarf á þjónustu utan heimilis að halda.

Sérstakar áherslur:  Fjölskyldu-,einstaklings- og para/hjónaviðtöl, fjölskylduerfiðleikar, líkamlegt og andlegt ofbeldi, andleg og líkamleg heilsa, samskiptaörðugleikar (heima fyrir, úti  í samfélaginu eða á vinnustað). Aldraðir og aðstandendur þeirra. Námskeið í sjálfsstyrkingu, hópefli, markmiðssetningu, streitustjórnun, jafnvægi í daglegu lífi og vinnuvistfræði.

Olga Ásrún hefur sótt mikinn fjölda af námskeiðum sem snúa að mannlegum samskiptum bæði innanlands og utan, auk þess sem hún hefur kennt, skrifað greinar og haldið fyrirlestra um geðheilsu, öldrun, valdeflingu, markmiðssetningu, streitustjórnun, samskipti, jafnvægi í daglegu lífi og vinnuvistfræði. Í starfi sínu sem ráðgjafi og meðferðaraðili byggir hún á hugmyndafræði valdeflingar, iðjuþjálfunar og lausnarmiðaðri nálgun ásamt fjölskyldukenningum sem hún telur henta best í hverju tilfelli fyrir sig. Olga Ásrún er meðlimur í Félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð (FFF).

Netfang: olgaasrun(hjá)lausnin.is
Sími: 6957510

Smelltu „HÉR“ til að bóka viðtal


Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, fjölskyldufræðingur

Ragnheiður er fjölskyldu – og hjúkrunarfræðingur með viðbótarnám í heilsugæsluhjúkrun og opinberri stjórnsýslu á heilbrigðissviði. Hún er menntaður dátæknir og hefur sótt ótal ráðstefnur og námskeið m.a. í núvitund og sérhæft sig í meðferðarnálgun Susan M. Johnson „ Emotional Focused Couple Therapy“. Ásamt því að starfa sem fjölskyldufræðingur hjá Lausninni er hún starfandi forstöðumaður á félagsþjónustusviði Sveitarfélagsins Árborgar. Einnig hefur hún unnið við hjúkrun hérlendis og erlendis og er tengill Alzheimersamtakana á Suðurlandi. Hún hefur haldið fjölda uppeldisnámskeiða og hefur m.a. reynslu af ættleiðingu, glasa-og tæknifrjóvgunarferli. Hún hefur haldið námskeið um kulnun í starfi og einkalífi.

Ragnheiður veitir einstaklings- para/hjóna og fjölskylduviðtöl í meðferð sinni með áherslu á samskipti, andlega og líkamlega heilsu.

Ragnheiður er meðlimur í Félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð (FFFÍ)

 Ragnheiður býður bæði upp á viðtöl í Hlíðasmára Kópavogi og Fjölheimum á Selfossi.

Smelltu HÉR til að bóka tíma hjá Ragnheiði í Hlíðasmára Kópavogi
Smelltu HÉR til að bóka tíma hjá Ragnheiði í Fjölheimum Selfossi

Netfang:
ragnheidur(hjá)lausnin.is

Sími: 897-1527


Rakel Magnúsdóttir, ráðgjafi

Rakel Magnúsdóttir hefur alla tíð haft áhuga á sálfræði og málefnum er tengjast andlegri líðan bæði fullorðinna og barna. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2005, tók meistaragráðu í kynjafræði frá sama skóla 2015 og lauk diplóma námi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ vorið 2017.

Hún hefur jafnframt lagt stund á núvitund og hefur lokið námi í hugleiðslu- og núvitundarkennslu frá School of Positive Transformation í Bretlandi. Að auki hefur Rakel lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model – Level 1 og Level 2) á vegum The Trauma Resource Institute. Þessi fræði ganga út á að hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu.

Rakel vinnur með aðferðir jákvæðrar sálfræði og áfallafræði til að bregðast við kvíða og streitu. Auk þess hefur hún reynslu af athyglisbresti, lesblindu og kvíða hjá börnum og fullorðnum.

Sérstakar áherslur: Einstaklingsráðgjöf m.a. vegna kvíða, streitu og athyglisbrests.

Sérstakar áherslur:
Einstaklingsráðgjöf m.a. vegna áfalla, kvíða, streitu og athyglisbrests.
Núvitundarnámskeið – Ertu hér núna?
Ráðgjöf og fræðsla í fyrirtækjum, til að bæta og stuðla að aukinni vellíðan starfsfólks. Má þar nefna styrkleika (character strengthts), áfallafræði TRM og núvitund.

Skrá viðtal „HÉR“

Netfang: rakel(hjá)lausnin.is
Sími: 864-2303 


Sigurbjörg Sara Bergsdóttir – Klínískur þerapisti

breitt

Sigurbjörg er mikill mannvinur og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á sálfræði og andlegum fræðum. Hún hefur komið að ýmsu er varðar andlega og líkamlega vellíðan fólks. Hún hefur margra ára reynslu sem sem ráðgjafi, kennari og fyrirlesari. Hún lauk B.A.-prófi í félags- og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og M.S.-gráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum við Bifröst. Sigurbjörg hefur einnig lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency model – Stig 1 og 2) sem haldin voru af The Trauma Resource Institute.  Aðferðarfræði þessi miðar að því að vinna með fólki sem hefur orðið fyrir hvers kyns áföllum.

Í ráðgjöf sinni leitast Sigurbjörg við að hjálpa fólki að takast á við áföll og að finna sinn innri styrk, að læra að þekkja og elska sjálfan sig sem er farvegur fyrir gleði, frið og sátt.

Sérstakar áherslur: Áföll, áfallastreituröskun, einstaklings-og hjónaráðgjöf, hvatningarráðgjöf, fjölskylduerfiðleikar, kvíðaraskanir, þunglyndi og meðvirkni.
Fyrirtækjaráðgjöf: áföll innan fyrirtækja, uppsagnir, dauðsföll, samrunar fyrirtækja, ábyrgð yfirmanna og starfsmanna hvar eru mörkin milli heimilis og vinnu.

Netfang;  sigurbjorg(hja)lausnin.is
Sími: 772-2010

Smelltu „HÉR“ til að bóka viðtal við Sigurbjörgu


Theodór Francis Birgisson,  klinískur félagsráðgjafi (MA) og fjölskyldufræðingur

Theodór hefur sinnt margs konar störfum sem snúa að mannlegum samskiptum.  Hann starfaði sem prestur á árunum 1993-2001 og aftur 2007-2009. Hann lagði í preststarfinu mikla áherslu á einstaklings- og pararáðgjöf. Árin 2001-2009 starfaði  hann sem lífeyris- og tryggingarráðgjafi hjá KB ráðgjöf (nú Tekjuvernd) en öll þessi ár sinnti hann einnig einstaklings- og pararáðgjöf. Frá árinu 2010 rak hann eigin ráðgjafastofu (TB ráðgjöf) sem sameinaðist Lausninni í nóvember 2013.

Theodór  las guðfræði í Kanada að loknu  stúdentsprófi og hefur allar götur síðan verið í símenntun á sviði tilfinninga, samskipta og sálarlífi fólks. Hann hefur sótt ýmis konar ráðstefnur hérlendis og erlendis um þessi málefni. Vorið 2013 lauk Theodór BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og mastersnámi til starfsréttinda í félagsráðgjöf lauk hann vorið 2015. Hann skrifaði MA ritgerð um klíníska meðferðarvinnu á Íslandi með sérstakri áherslu á hjónabands- og fjölskylduráðgjöf haustið 2014 og er ritgerð hans sú fyrsta um þetta málefni sem skrifuð hefur verið hérlendis.

Theodór er félagi í International Family Therapy Association (IFTA) og Félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð (FFFÍ). Hann er einnig annar tveggja höfunda bókarinnar ÉG ER sem kom út haustið 2014. Auk þess situr hann sem varamaður í stjórn Ís-Forsa sem eru samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf.

Vegna mikilla anna hefur Theodór aðstoðarmann sem í sumum tilfellum svarar pósti fyrir hans hönd. Um er að ræða Elín Rut Theodórsdóttir, félafgsráðgjafanema, sem einnig vinnur á skrifstofu Lausnarinnar.

Sérstakar áherslur:  Samskipti, hjóna- og sambandsmál, fjölskylduerfiðleikar, samskipti eftir skilnað, sorgarvinna, samskipti á vinnustað,  kvíði, samskiptaörðugleikar (heima fyrir, úti  í samfélaginu eða á vinnustað).

Netfang: theodor(hjá)lausnin.is
Sími: 858-1795

Smelltu „HÉR“ til að bóka viðtal við Theodór í Hlíðarsmára Kópavogi
Smelltu „HÉR“ til að bóka viðtal við Theodór á Selfossi