Sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody

Lausnin kynnir námskeiðið „Sérfræðingur í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody“ í samstarfi við Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd dagana 14.-18. október 2015.

Um námskeiðið
Námskeiðið er í boði fyrir fagfólk sem hefur formlega háskólamenntun í tengslum við umönnun og uppbyggingu einstaklinga, svo sem á heilbrigðis-, félags,- hug,- og menntavísindasviði. Auk þess er gerð krafa um starfsreynslu við ráðgjöf og/eða meðferðarvinnu að lágmarki í 1 ár. Hver þátttökuumsókn verður metin með ofangreind atriði í huga. Námskeiðið er í tveimur hlutum, stig 1 og stig 2. Stig 1 er fimm daga námskeið og stig 2 er fjögurra daga námskeið. Hægt er að taka einungis stig 1 eða bæði stig 1 og 2. Námskeiðið fer fram á ensku og kennslugögn eru einnig á ensku.

Sarah Bridge

Á þessu öfluga námskeiði fær fagfólk sem vinnur að úrlausnum í tengslum við áföll og meðverkni kynningu á sjúkdómshugtaki sem byggir á því að vanþroski á fullorðinsárum er ákveðin þróun sem tengist uppeldinu sem við fáum sem börn. Forsenda endurhæfingarinnar er að upprunaleg ástæða vanþroskans sé vegna áfalla sem eiga sér stað í tengslum við misnotkun og vanrækslu í uppvextinum.

Kennari á námskeiðinu er Sarah Bridge en hún hefur verið nánasti samstarfsaðili Piu Mellody til margra ára og kennir aðferðir hennar. Sarah er félagsráðgjafi og hefur unnið með börnum, unglingum og fullorðnum í rúm 26 ár. Hún hefur starfað á spítölum, heilsugæslu og á einkastofum. Sarah hefur einnig séð um þjálfun félagsráðgjafa og heldur yfirgripsmikil meðferðarnámskeið. Þekking Söruh sem ráðgjafa er mikil og sérsvið hennar spannar meðhöndlun og úrvinnslu á málum tengdum meðvirkni, fíkn, samskiptaörðugleikar para og fjölskyldna, þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun, kynferðislega misnotkun, líkamlegt og andlegt ofbeldi, vanræksla,  foreldrahlutverkin, skilnaðir, málefni samkynhneigðra og transfólks og ófrjósemi.

Sarah hefur frá árinu 1999 starfað sem ráðgjafi á göngudeild einkastofu í Scottsdale í Arizona og unnið sem fyrirlesari/kennari í námskeiðshaldi fyrir fagfólk hjá The Meadows meðferðarstöðunum í Phoenix og Wickenburg í Arizona frá 2008. Áður starfaði hún sem ráðgjafi á göngudeild í miðstöð kynferðisofbeldis í Phoenix á árunum 1992–1997, félagsráðgjafi innlagnarsjúklinga á Johns Hopkins spítala í Baltimore á árunum 1989–1991 og ráðgjafi á göngudeild í þjónustumiðstöð fjölskyldna og barna í Ithaca í New York fylki á árunum 1987–1989.

Sarah er með meistaranám í félagsráðgjöf við Háskólann í Suður-Kaliforníu,  1987 og lauk BA í sálfræði við Kaliforníuháskóla í Los Angeles (University of California Los Angeles), 1985.

Sigrún Júlíusdottir

Dr. Sigrún Júlíusdóttir er prófessor í félagsráðgjöf við félagsráðgjafardeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands verður gestafyrirlesari á námskeiðinu og mun fjalla um fjölskyldurannsóknir ( klínik  og rannsóknir) . Sigrún er stofnandi og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild HÍ.

Rannsóknasvið Sigrúnar er víðfemt og snýr að eftirfarandi:

 • Fjölskylduþróun og nánum samskiptum
 • Barna- og fjölskylduvernd
 • Rannsóknir og fagþróun í félagsráðgjöf ásamt faghandleiðslu

 

 

Með þátttöku á námskeiðinu fá þátttakendur:

Stig 1

 • Hæfileikann til að greina grunnþætti og þau fimm einkenni sem fram koma á fullorðins árum vegna vanþroska sem hefur þróast frá æsku.
 • Þátttakendur verða vel að sér varðandi hugtakið um „hið særða barn“, „aðlagaða barnið“ og „virkur fullorðin“.
 • Þátttakendur fá dýpri innsýn í þau miklu áhrif sem fjölskyldan hefur á uppvöxtinn og læra aðferðir sem nýtast til þess að aðstoða skjólstæðinga við að greina áföll í tengslum við uppeldið.
 • Þátttakendur fylgjast með og öðlast þekkingu á þremur aðferðum vegna vinnu með skjólstæðinga en þær kallast: „samantektin“, „innra barnið“ og „upplifun skerðingar“.
 • Fá vottorð um vera sérfræðingar í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody – Stig 1.

Stig 2

 • Dýpri skoðun á „innra barninu“ og tilfinningaminnkandi aðferðum sem kynntar voru í fyrsta hluta.
 • Þátttakendur fá tækifæri til að fylgjast með og æfa sig sjálfir á raunhæfri áfallavinnu (innra barnið og tilfinningaminnkun) undir faglegri leiðsögn.
 • Leiðir til að aðlaga og nýta aðferðarfræðina við þær aðstæður sem hver og einn starfar við.
 • Fá vottorð um að vera sérfræðingar í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody – Stig 2.

Dagsetningar

 • Stig 1: 5 dagar 14. til 18. október
 • Stig 2: 4 dagar vorið 2016 (nákvæm dagsetning og skráning kynnt síðar)

Verð

 • Stig 1: 210.000 kr.
 • Stig 2: 170.000 kr.

Innifalið í verði er námskeiðsgjald, námskeiðsgögn og þrír hóphandleiðslutímar sem boðið er upp á með þátttakendum námskeiðsins. Þátttakendur eru látnir leysa heimaverkefni vegna námskeiðsins sem skila þarf í síðasta lagi 1. október. Námskeiðsgögn eru afhent á námskeiðinu sjálfu. Staðfestingargjald er 100.000 krónur og þarf að greiðast fyrir 5. ágúst.  Boðið er upp á greiðslumöguleika með Visa/Euro.

 

SKRÁNING „HÉR“

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá með því að hafa samband í síma Lausnarinnar 517-3338 eða með því að senda póst á lausnin@lausnin.isMedvirkni-175x262

Pia MellodyPia Mellody er brautryðjandi í rannsóknum og meðferð í tengslum við meðvirkni og hefur starfað hjá The Meadows í Arizona fylki í Bandaríkjunum.  The Meadows er leiðandi stofnun í meðferð vegna meðvirkni, áfalla, fíknivanda í tengslum við áfengis-, eiturlyfja- og kynlífsfíkn, kvíðaraskana, þunglyndis, geðhvarfa og átraskana. Pia hefur með rannsóknum sínum sett fram aðferðarfræði sem greinir hugsun, tilfinningar og hegðun í tengslum við meðvirkni og áhrifaríka meðferð til bata við henni. Hún setur fram 5 megineinkenni meðvirkni sem fram koma hjá fullorðnum einstaklingum og tengir þessa hamlandi þætti við vanrækslu í uppvextinum sem tengjast tilfinningalega-, andlega-, vitsmunalega-, líkamlega- og kynferðislega sviðinu.

Samkvæmt kenningum hennar felst meðferð og bati við meðvirkni með úrvinnslu og hreinsun þeirra slæmu tilfinninga sem tengjast erfiðum uppvexti og samhliða því er tekist á við einkenni meðvirkninnar sem birtast á fullorðinsárum.

Bókin Meðvirkni – Orsakir, einkenni, úrræði er þýðing á mest seldu bók Piu Mellody Facing Codependency. Bókin var efst á sölulista bókabúða eftir að hún kom út í íslenskri þýðingu.  Pia hefur gefið út fleiri útbreiddar bækur svo sem The intimacy factor, Facing love adiction og Breaking free.

 

Áhugaverðir tenglar í tengslum við námskeiðið

http://www.piamellody.com/

http://www.sarahbridgelcsw.com/

http://www.themeadows.com/

http://www.healingtraumanetwork.net/About.aspx

http://www.rbf.is/

lausnin 200x200rbf