Samskipti og sjálfsmynd

Námskeiðslýsing:

Á námskeiðinu verður farið í helstu atriði góðra samskipta, sýndar árangursríkar leiðir til að gera þau einfaldari, innihaldsríkari og skemmtilegri. Fjallað er um mikilvægi þess að hafa góða sjálfsmynd og hvernig sjálfsímynd mótar samskipti.  Hér er um að ræða stutt og skemmtilegt námskeið fyrir alla sem vilja efla sjálfsskoðun, öðlast meiri sjálfsþekkingu um hvernig  við komum fram við aðra og hvernig við getum bætt líf okkar með betri samskiptahæfni.

Samskipti eru lífæð alls sem við gerum þar sem við erum í stöðugum samskiptum allan daginn. Flest öll vandamál sem upp koma á milli tveggja eða fleiri einstaklinga má rekja til þess að A segir eitthvað og B heyrir eitthvað allt annað. Þessu má auðveldlega breyta með því að læra grundvallaratriði sem snýr að heilbrigðum samskiptum.
Leiðbeinandi námskeiðsins er Theodór Francis Birgisson, sambands- og samskiptaráðgjafi,  en hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um samskipti í gegnum árin.

UMMÆLI ÞÁTTTAKENDA: 

  • Takk fyrir frábært kvöld – þetta var bæði fróðlegt og Teddi er einstaklega skemmtilegur fyrirlesari.
  • Theodór setti þetta í bæði mjög skemmtilegan og um leið upplýsandi búning þannig að ég er viss um að þetta kvöld á eftir að breyta öllum mínum samskiptum
  • Ég sá alveg nýjan vinkil á samskiptum og vildi að ég hefði lært þetta mun fyrr á lífsleiðinni.

 

Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum sem vilja bæta samskipti sín við maka, fjölskyldu, vini eða vinnufélaga.

Námskeiðið verður haldið í Lausninni Hlíðasmára 14

Tími: Miðvikudagurinn 14.nóvember, frá klukkan 18:00 till 21:00

Námskeiðsgjald er 10.000 kr og takmarkað sætaframboð er á hverju námskeiði.

Skráning fer fram „HÉR“