Samskipti og foreldrar á efri árum.

timin

 

  • Hvað gerist þegar foreldrar okkar eldast og hlutverkin snúast við?
  • Hvernig getum við brugðist við þessum breyttu aðstæðum?
  • Hvað felst í því að setja sjálfum sér og öðrum mörk?
  • Er hægt að fyrirbyggja að samskipti verði erfið?
  • Erum við afskiptasöm eða umhyggjusöm?

 

Þessar spurningar og margar aðrar verða teknar fyrir á þessum fyrirlestri sem fjallar um þá stöðu sem getur myndast þegar hlutverkin fara að víxlast innan fjölskyldunnar. Einnig hvernig ólíkar væntingar systkina og maka geta skapað togstreitu á meðan aðrir eru einbirni eða upplifa sig jafnvel sem slíka. Erum við að gera of mikið eða of lítið og getum við treyst okkar eigin dómgreind þegar kemur að tilfinningamálum? Skoðað verður hvernig meðvirknin tekur stundum völdin og hvernig verður oft erfitt að taka skynsamar ákvarðanir.

Það er aldrei of seint að bæta samskipti okkar við annað fólk og læra nýjar aðferðir við að takast á við erfiðar eða breyttar aðstæður.

Fyrirlesari er Hafdís Þorsteinsdóttir.

Hafdís hefur víðtæka þekkingu á orsökum og afleiðingum meðvirkni og haldið fjölmörg námskeið og fyrirlestra um birtingarmyndir þess.  Hún hefur m.a. skoðað hvernig tengslamyndun í æsku hefur áhrif á samskipti á fullorðinsárum og hvers vegna fólk bregst á ólíkan hátt við sömu aðstæðum.

Hafdís er fjölskyldufræðingur og með B.A. gráðu í félagsráðgjöf. Hún stundar nú meistaranám í félagsráðgjöf við HÍ.

Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má nálgast í síma: 820-3237 eða hafdis(hjá)lausnin.is.

Dagsetning: Fimmtudagurinn 16.nóvember

Tími: kl. 19.00-21.00

Verð: 5.000 kr.

SKRÁNING „HÉR