Ráðgjafar á Selfossi

Katrín Þorsteinsdóttir, klínískur félagsráðgjafi

Katrín Þorsteinsdóttir byrjaði menntunarferil sinn í fósturskólanum og lærði þar leikskólakennarann, hún stafaði sem slíkur til nokkurra ára. Á því tímabili sinnti hún meðal annars stöðu aðstoðarleikskólastjóra og síðar leiksólastjóra. Katrín bætti við sig menntun í byrjun þessarar aldar og fékk starfsréttindi sem félagsráðgjafi árið 2007. Hún starfaði við almenna félagsþjónustu auk barnaverndar hjá sveitarfélaginu Árborg til ársins 2012 þegar hún var ráðin í stöðu félagsmálastjóra hjá byggðasamlagi Rángárvalla- og vestur Skaftafellssýlu. Árið 2013 lauk Katrín námi sem fjölskyldumeðferðafræðingur frá Endurmenntun Háskóla Íslands, en um er að ræða 2 ára nám á mastersstigi.

Katrín hefur sótt fjöldann allan af ýmsum námskeiðum bæði innanlands og utan. Katrín hefur sérhæft sig í meðferðarnálgun sem kallast Emotional Focused Therapy og er sú aðferð innan fjölskyldumeðferðar sem er mest rannsökuð í dag.

Katrín hefur mikla reynslu af öllu því sem snertir vinnu með einstaklingum og þá ekki síst á meðal barna. Í vinnu sinni leggur hún áherslu á vinnu sem snertir einstaklinga, pör, börn og fjölskyldur.

Smelltu  „HÉR“  til að bóka viðtal hjá Katrínu!

Netfang: katrin(hjá)lausnin.is
GSM: 858-1796

Theodór Francis Birgisson ráðgjafi

theodor-150x110

Theodór hefur sinnt margs konar störfum sem snúa að mannlegum samskiptum.  Hann starfaði sem prestur á árunum 1993-2001 og aftur 2007-2009. Hann lagði í preststarfinu mikla áherslu á einstaklings- og pararáðgjöf. Árin 2001-2009 starfaði  hann sem lífeyris- og tryggingarráðgjafi hjá KB ráðgjöf (nú Tekjuvernd) en öll þessi ár sinnti hann einnig einstaklings- og pararáðgjöf. Frá árinu 2010 rak hann eigin ráðgjafastofu (TB ráðgjöf) sem sameinaðist Lausninni í nóvember 2013.

Theodór  las guðfræði í Kanada að loknu  stúdentsprófi og hefur allar götur síðan verið í símenntun á sviði tilfinninga, samskipta og sálarlífi fólks. Hann hefur sótt ýmis konar ráðstefnur hérlendis og erlendis um þessi málefni. Vorið 2013 lauk Theodór BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og mastersnámi til starfsréttinda í félagsráðgjöf lauk hann vorið 2015. Hann skrifaði MA ritgerð um klíníska meðferðarvinnu á Íslandi með sérstakri áherslu á hjónabands- og fjölskylduráðgjöf haustið 2014 og er ritgerð hans sú fyrsta um þetta málefni sem skrifuð hefur verið hérlendis.

Theodór er félagi í International Family Therapy Association (IFTA) og Félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð (FFF). Hann er einnig annar tveggja höfunda bókarinnar ÉG ER sem kom út haustið 2014. Auk þess situr hann sem varamaður í stjórn Ís-Forsa sem eru samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf.

Sérstakar áherslur:  Samskipti, hjóna- og sambandsmál, fjölskylduerfiðleikar, samskipti eftir skilnað, sorgarvinna, samskipti á vinnustað,  kvíði, samskiptaörðugleikar (heima fyrir, úti  í samfélaginu eða á vinnustað).

Netfang: theodor(hjá)lausnin.is
Sími: 858-1795
Smelltu hér til að bóka viðtal við Theodór.

Ragnheiður Kristín Björnsdóttir, fjölskyldufræðingur

Ragnheiður er menntaður hjúkrunarfræðingur og sérhæfir sig  í fjölskyldumeðferð hjá Endurmenntun H.Í. Einnig er hún með viðbótarnám í heilsugæsluhjúkrun og opinberri stjórnsýslu á heilbrigðissviði. Hún er menntaður dátæknir og hefur sótt ótal námskeið m.a. í núvitund. Hún hefur starfað á ýmsum sviðum heilbrigðiskerfisins og er tengill Alzheimersamtakana á Suðurlandi. Hún hefur haldið fjölda uppeldisnámskeiða. Hefur reynslu af ættleiðingu, glasafrjóvgunum og fósturbörnum. Hefur unnið með ungu fólki með kvíða, foreldrum ungbarna, heilabiluðum, öldruðum og aðstandendum. Einnig hefur hún reynslu og þekkingu af áföllum í fjölskyldum. Ragnheiður sérhæfir sig í málefnum fjölskyldna. Hún veitir einstaklings,- uppeldis, -og samskiptameðferð.

 Ragnheiður býður bæði upp á viðtöl í Hlíðasmára Kópavogi og Fjölheimum á Selfossi.

Smelltu HÉR til að bóka tíma hjá Ragnheiði í Hlíðasmára Kópavogi

Smelltu HÉR til að bóka tíma hjá Ragnheiði í Fjölheimum Selfossi

Netfang:
ragnheidur(hjá)lausnin.is

Sími: 897-1527