Nýr liðsmaður

Jónína Lóa Kristjánsdóttir hefur gengið til liðs við Lausnina.

Jónína Lóa er fjölskyldufræðingur, hjúkrunarfræðingur og jógakennari.  Hún er með framhaldsmenntun í heilsugæsluhjúkrun og hefur starfað á ýmslum sviðum heilbrigðiskerfisins frá árinu 2000, mest á sviði heilsugæslunnar við ungbarnavernd, hjúkrun í heimahúsi og skólahjúkrun. Þá lauk hún námi í fjölskyldumeðferð á mastersstigi frá EHÍ núna í vor og verður því sjötti fjölskyldufræðingurinn sem starfar hjá fyrirtækinu.

Jónína sérhæfir sig í málefnum fjölskyldna.  Hún veitir fjölskyldu-,einstaklings- og para/hjónaviðtöl með sérstaka áherslu á uppeldi, andlega og líkamlega heilsu, samskiptaörðuleika og streitustjórnun.

Við bjóðum Jónína Lóu hjartanlega velkomna til starfa.