Meðvirkni og áföll í uppvextinum – námskeið á Selfossi 26. október

ATH! Uppselt er á námskeiðið 26. október en nýtt námskeið er komið á dagskrá 3. desember sjá HÉR

medvirkni-og-afollSterk tengsl eru á milli áfalla í tengslum við samskipti, vanrækslu og mismunandi mynda ofbeldis í uppvextinum, og þeirra einkenna sem kennd eru við meðvirkni.

Meðvirkni er stórt vandamál í íslensku samfélagi og þó víðar væri leitað. Vandinn er víðtækur, allt frá óöryggi, eftirgjöf, framtaksleysi, kvíða, þunglyndi, vanlíðan, skömm, sektarkennd, samskiptaörðugleikum, hjónabandsörðugleikum, ótti við álit annarra, stjórnsemi, fíknir, tilfinningaleg flatneskja og lágt sjálfsmat svo eitthvað sé nefnt.

Námskeiðið Meðvirkni og áföll í uppvextinum verður haldið á Selfossi í Fjölheimum Tryggvagötu 13 miðvikudaginn 26. október klukkan 18:00 – 21:00. Léttar veitingar í boði.

Ath – takmarkað sætaframboð.

„Meðvirkninámskeiðið opnaði algjörlega augun mín fyrir hlutum sem stóðu í veginum fyrir því að ég gæti upplifað eðlilegt líf“ B.J.

„Ég hélt að meðvirkni ætti bara við um aðstandendur alkahólista en sé að hún getur haft áhrif á alla“ E.G.

Fyrirlesari er Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Lausninni.

  • Staðsetning: Húsnæði Lausnarinnar á Selfossi í Fjölheimum Tryggvagötu
  • Dagsetning: 26. október
  • Tímasetning: 18:00 – 21:00
  • Verð: 6.000

ATH! Uppselt er á námskeiðið 26. október en nýtt námskeið er komið á dagskrá 3. desember sjá HÉR