Núvitundarnámskeið

Núvitund – Mindfulness        4 vikna námskeið (4 skipti)

Hver kannast ekki við það að vera að keyra og allt í einu vera á leiðinni í vinnuna án þess að förinni hafi verið heitið þangað. Það sama á við um svo margt annað í lífi okkar – við tökum stundum ákvarðanir á sjálfstýringunni sem eru ekki endilega þær bestu fyrir okkur. Við erum stundum föst í gömlum venjum sem henta ekki lengur.

Í maí verður haldið 4 vikna núvitundarnámskeið þar sem grunnþættir núvitundarþjálfunar verða kynntir. Farið verður í fjölbreytar og ólíkar æfingar þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þessar æfingar getur þú svo nýtt þér áfram að námskeiði loknu.

Núvitund byggir m.a. á því að við endurþjálfum hugann okkar þannig að við náum að einbeita okkur að þeim þáttum sem við veljum að hafa athygli okkar á. Þannig  drögum við úr þeim tíma sem við erum á sjálfstýringunni.

Á námskeiðinu lærir þú að fylgjast með hugsunum þínum og elta þær ekki. Þú munt kynnast því að heilinn er líffæri sem hefur m.a. það hlutverk að framkalla endalaust nýjar hugsanir þó að þú þurfir ekkert á þeim öllum að halda. Með núvitundarþjálfun lærir þú að sleppa takinu og “vera” í staðinn fyrir “að gera”. Því fylgir ákveðin hvíld fyrir heilann sem er nauðsynleg í nútíma samfélagi þar sem hraði, áreiti og álag er mikið.

Að stunda núvitund reglulega er eins og að fara með heilann í “spa”. Þú nærð allt öðru sambandi við sjálfa/n þig og ferð að sjá heiminn í nýju ljósi. Í dag er það viðurkennt að heilinn er mun teygjanlegri en áður var talið og að við getum með þjálfun haft jákvæð áhrif á hann líkt og við gerum með vöðvana í ræktinni.

Fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt fram á kosti þess að stunda núvitund reglulega.

Kostir núvitundarþjálfunar:

  • Dregur úr álagi og streitu
  • Gerir þér kleift að njóta líðandi stundar betur
  • Bætir einbeitingu, athygli og minni
  • Veitir tilfinningum, hugsunum og líkama meiri athygli
  • Róar hugann
  • Hefur jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið
  • Dregur úr verkjum
  • Bætir svefn
  • Þú upplifir jafnvægi, innri frið og ert orkumeiri

Námskeiðið hefst mánudaginn 7. maí kl. 19:30-21:00 og er í alls 4 skipti*.  Seinni þrjár dagsetningar eru:* 14., 28. maí og 4. júní.

Verð 19.900 kr.   Skráning “HÉR”

 

Leiðbeinandi:

Rakel Magnúsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
MA Diplóma í jákvæðri sálfræði
Núvitundarkennari.
rakel@lausnin.is