Lífið eftir áföll

Hvað gerist eftir að áfall á sér stað? Ertu að missa stjórn  á skapinu þínu? ertu að upplifa karakter breytingu? Minna sjálfstraust? Sefur þú illa? Lítil matarlyst? Auknir verkir? Minna þol? Ertu dofin/n? Upplifir þú þig langt niðri? Ertu að fá kvíðaköst?

Áföll geta verið mismunandi, allt frá því að einhver segir eitthvað sem brýtur þig niður og alveg yfir í slys, dauðsföll og hamfarir.  Auðveldasta leiðin til að þekkja áföll, er að maður man slæma atburðinn eins og hann hefði gerst í gær.  Þetta kallast spennuhlaðnar minningar, sem mikilvægt er að vinna úr. Taugakerfið getur tekið við miklu magni af spennu, en þegar spennan verður of mikil þá fer kerfið okkar stöðugt að láta vita að við séum ekki í jafnvægi. Dæmi um það er aukning á kvíða, erfitt að slaka á, verkir, svimi, draumkennt ástand, hræðsla við eigin hugsanir, sjálfstraust minnkar, stöðugur flótti frá sjálfum sér, aukin neysla á mat, áfengi, lyfjum osfrv.

Á þessu námskeiði verða kenndar æfingar til að losa spennuhlaðnar minningar, komast í jafnvægi aftur, aukning á gleði, hvernig vinna á með hugsanir og tilfinningar eftir áföll og slökunaræfingar.

Dýrmætasta gjöfin sem maður gefur sjálfum sér er að þora að horfast í augu við sjálfan sig og söguna sína, viðurkenna hana og elska sjálfan sig í henni. Það munt þú læra á þessu námskeiði.

Dagsetning miðvikudaginn 7. nóvember kl 18:00-20:00

Verð kr 9900.-

Skráning „HÉR“

Leiðbeinandi:

Sigurbjörg Sara Bergsdóttir
BA/MS í stjórnun í heilbrigðisþjónustu
Áfallasérfræðingur (TRM)
Samskipta-og fyrirtækjaráðgjafi
sigurbjorg@lausnin.is
www.lausnin.is