Lausnin opnar starfstöð á Akureyri.

Lausnin fjölskyldu- og áfallamiðstöð opnaði núna í janúar starfsstöð á Akureyri. Það hefur verið langþráður draumur hjá okkur að sinna betur þeim fjölmörgu skjólstæðingum sem leitað hafa til okkar frá Eyjarfjarðarsvæðinu og nú rætist sá draumur. Lausnin er því núna með starfsemi í Kópavogi, Selfossi og Akureyri. Stjórnandi Lausnarinnar á Akureyri er Olga Ásrún Stefánsdóttir og er það okkur mjög mikil ánægja að fá þennan frábæra fagmann til liðs við okkur.

Olga Ásrún hefur ástríðu fyrir að starfa með fólki á öllum aldri og því sem tengist mannlegum samskiptum. Frá árinu 1980 hefur hún starfað við ýmis störf sem viðkoma stjórnun, rekstri og mannauðsmálum. Hún lauk BS gráðu í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri 2005 og meistaragráðu í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands árið 2015 og fjallaði meistaraverkefni hennar um hjón og starfslok. Hún hefur kennt við iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri frá árinu 2006. Árið 2016 tók hún við formennsku deildarinnar og sinnir því starfi í dag ásamt því að starfa sem ráðgjafi og meðferðaraðili fyrir einstaklinga, hjón, pör og fjölskyldur undir merkjum Lausnarinnar.

Lausnin á Akureyri er til húsa í Kaupvangi og netfang Olgu og símanúmer er hér að neðan. Við bjóðum Olgu Ásrúnu innilega velkomna til starfa!

Netfang: olgaasrun(hjá)lausnin.is
Sími: 6957510