Lausnin hefur starfsemi í Árborg

ÁrborgLausnin – fjölskyldumiðstöð hefur opnað skrifstofu á Selfossi í húsnæði Háskólafélags Suðurlands í Fjölheimum við Tryggvagötu.

Ráðgjafar á Selfossi eru félagsráðgjafarnir Theodór Francis Birgisson og Helga Lind Pálsdóttir auk þess sem fleiri ráðgjafar munu bætast í hópinn á næstu misserum. Lausnin býður upp á einstaklings-, hjóna- og fjölskylduviðtöl og mun einnig standa fyrir námskeiðum og fyrirlestrum á Selfossi. Meðal þeirra námskeiða sem Lausnin heldur úti eru námskeið um meðvirkni, árangursrík samskipti, andlegt ofbeldi, mataræði, kynferðislegt ofbeldi, hjónaskilnaði, fjármál og sjálfstyrkingu svo eitthvað sé nefnt.

Hægt er að lesa nánar um ráðgjafa Lausnarinnar á Selfossi „hér“

SelfossMeðfylgjandi mynd er frá afhendingu Lausnarinnar á tölvu sem gefin var til frístundarklúbbsins Kotið á Selfossi. Frístundaklúbbuirnn Kotið er ætlaður fyrir grunnskóla nemendur í 5.—10. bekk sem eru með fatlanir.

Theodór Francis Birgisson félagsráðgjafi afhenti tölvuna fyrir hönd Lausnarinnar til þátttakenda í klúbbnum en með þeim á myndinni er Kjartan Björn Elísson sem er einn starfsmanna klúbbsins.