Lausnin breytir um útlit 

LAUSNIN fjölskyldumiðstöð hefur nú fengið viðbót við nafn sitt og nýtt einkennismerki (LOGO). Viðbótin er smá breyting frá gamla nafninu en við höfum ákveðið að bæta við þeim þætti sem snýr að úrvinnslu áfalla. Fyrirtækið heitið því í dag LAUSNIN fjölskyldu- og áfallamiðstöð.

Lausnin verður níu ára í febrúar næstkomandi og hefur því slitið barnskónum sínum. Upphaflega var Lausnin stofnuð sem grasrótarsamtök gegn meðvirkni en árið 2011 breyttist nafnið í LAUSNIN fjölskyldumiðstöð. Undanfarin ár hefur hluti af þerapistum Lausnarinnar fengið menntun og þjálfun sem áfallasérfræðingar og er það ástæða þess að við víkkum nú enn út merkingu nafnsins okkar.

Hjá Lausninni starfar í dag þéttur hópur þerapista sem hefur fengið sérhæfingu í meðferð á börnum, einstaklingum og pörum auk þess sem boðið er upp á ýmiskonar hópastarf. Það er markmið okkar að allir sem til okkar leita fái faglega og vandaða þjónustu þerapista sem lokið hafa akademísku námi í því sem viðkomandi sérhæfir sig í.

Við hlökkum til að fá að þjónusta okkar breiða hóp viðskiptavina undir nýju einkennismerki.