Kulnun

Kulnun í starfi (e. Burnout) er mun algengari en almennt er viðurkennt í samfélagi okkar. Einkenni kulnunar eru bæði sálræn og líkamleg og mikilvægt er að geta greint einkenni á fyrstu stigum til að geta brugðist við þeim. Í upphafi koma fram einkenni langvarandi þreytu og orkuleysis ásamt líkamlegum verkjum og minnkandi lífsgleði. Margir upplifa að þeir séu að missa völd og stjórn á eigin lífi og upplifa að áhugi og geta til almennra þátta í daglegu lífi og starfi fer dvínandi.

Á þessu námskeiði er farið í grunneinkenni  kulnunar og fjallað um hvernig einstaklingar geta lært að þekkja sjálfa sig og geta þá gripið til aðgerða áður en allt er komið í óefni. Efnið er nálgast út frá einstaklingnum sjálfum og hvernig kulnun hefur áhrif á bæði fjölskyldu viðkomandi og vinnustað hans.

Leiðbeinendur eru Katrín Þorsteinsdóttir (klínískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur) og Ragnheiður Kristín Björnsdóttir (hjúkrunafræðingur og fjölskyldufræðingur) en þær eru hluti af þverfaglegu teymi þerapista hjá Lausninni. Þær eru báðar þaulreyndar í öllu því sem snýr að úrlausn perónulegra vandamála.

Námskeiðið verður haldið í Hlíðarsmára 14, þann 30. október kl. 18:00-21:00.

Verð er 15.500 á mann en flest stéttarfélög taka þátt í endurgreiðslu þess gjalds.

Skráning „HÉR“