Hvað er til ráða þegar barninu mínu líður illa?

Fær barnið þitt skapofsaköst eða dregur það sig í hlé? Missir þú stjórn á þér þegar barnið missir stjórn á sér? Er barnið þitt feimið og óframfærið? Fær barnið þitt grátköst, glímir við óreglulegan svefn og/eða eru matarvenjur í ólestri?

Þessum og mörgum öðrum spurningum munum við leitast við að svara á þessu námskeiði. Einnig munum við gefa þátttakendum innsýn inn í heim barnsins, þroska þess og tilfinningar. Gefin verða ráð og þátttakendur fara heim með verkfæri.

Að námskeiðinu standa Ástríður Thorarensen listmeðferðar – og fjölskyldufræðingur og Katrín Þorsteinsdóttir leikskólakennari, klínískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.

Námskeiðið verður haldið 15. nóvember, frá 18:00 – 21:00 í húsnæði Lausnarinnar, Hlíðarsmára 14, 2. hæð.

Námskeiðið kostar 9.900 – fyrir hvern þátttakanda.

Skráning „HÉR“