Hvað er spilafíkn?

Spilafíkn er stjórnlaus þátttaka í fjárhættuspilum sem hefur alvarlegar afleiðingar. Andleg vanlíðan, þunglyndi, kvíði og streita eru algengir fylgifiskar spilafíknar. Spilafíkill er iðulega upptekinn af hugsunum um fjárhættuspilum og hugsar um leiðir til þess að spila áfram og/eða leggja undir, gjarnan í þeim tilgangi að endurheimta glatað fé. Það eykur aðeins fjárhagslegan skaða þannig að við andlega vanlíðan bætast oft miklir fjárhagslegir erfiðleikar og í versta falli gjaldþrot. Skaðlegar afleiðingar spilafíknar eru vel þekktar og bitna ekki aðeins á fíklinum sjálfum heldur einnig á fjölskyldu hans og samfélaginu öllu. Ýmsar skaðlegar afleiðingar spilavanda eru þekktar, svo sem: kvíði, þunglyndi, slæmt heilsufar, slök frammistaða í starfi, fjarvera frá vinnu, atvinnumissir, fjárhagslegir erfiðleikar, skuldasöfnun, eignatap, gjaldþrot, fjölskylda vanrækt, skilnaðir, heimilisofbeldi og sjálfsvig.

 

Átt þú við spilavanda að etja eða einhver nákomin þér?

Það er til lausn við spilavanda/spilafíkn. Ef þú átt við spilavanda að etja eða einhver nákomin þér þá er til lausn. Hafðu samband og fáðu aðstoð. Að vera spilafíkill er ekkert til að skammast sín fyrir. Spilafíklar geta fundist alls staðar í þjóðfélaginu og skera sig ekki úr fjöldanum. Spilafíkn fer ekki í manngreinaálit, hefur ekkert með greind, aldur, kyn, hæfni eða getu að gera. Spilafíkn er mjög falin sjúkdómur í nútíma samfélagi.

Spilafíkn er ekki slæmur ávani, heldur mjög erfiður, lúmskur og skæður sjúkdómur. Á svipaðan hátt og fólk verður háð áfengi eða fíkniefnum verða spilafíklar haldnir óstjórnlegri löngun til að leggja undir fé í ýmis konar fjárhættuspilum og einstaklingurinn missir hæfni og getu til að stjórna eigin fjármálum og lífi. Afleiðingar spilafíknar eru kvíði, þunglyndi, streita og einangrun ásamt fjárhagslegum erfiðleikum. Öll lífsgæði hjá virkum spilafíkli skerðast ásamt því að hafa veruleg áhrif á tilveru og samskipti við fjölskyldu, börn, nánustu ættingja og vini.

Hafðu samband og fáðu hjálp hvort sem þú ert að kljást við spilafíkn sjálf/ur eða einhver nákomin þér.

Alma Hafsteins starfar sem fíkniráðgjafi og markþjálfi með sérhæfingu og áherslu á spílafíkn, ásamt fjölskylduráðgjöf. Alma hefur áralanga reynslu af spilafíkn, afleiðingum hennar og áhrif á einstaklinga, fjölskyldur og vinnuveitendur.

 

Alma Hafsteinsdóttir fíkniráðgjafi

Alma Hafsteins starfar sem fíkniráðgjafi og markþjálfi með sérhæfingu og áherslu á spílafíkn, ásamt fjölskylduráðgjöf. Alma starfaði um árabil hjá Reykjavíkurborg sem verkefnastjóri ásamt því að hafa starfað sjálfstætt. Alma hefur áralanga reynslu af spilafíkn, afleiðingum hennar og áhrif á einstaklinga, fjölskyldur og vinnuveitendur.

Alma lauk viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá Háskóla Reykjavíkur 2008 og námi við The Addictions Academy í Certified Gambling Addiction Coach (NCGAC) og Certified Recovery Family Coach (NCRFC) árið 2017.

Sérstakar áherslur: Spilafíkn / spilavandi, fíkn, ráðgjöf fyrir aðstandendur einstaklinga sem eiga við spilavanda að etja, áfengis- og fíkniefnaneytenda og fjölskyldurráðgjöf. Fíkni markþjálfun fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Alma er einnig með fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir um spilafíkn og málefni þeim tengdum.

 

Smelltu „HÉR“ til að bóka tíma hjá spilafíkla og fjölskylduráðgjafa

 

 

Sjálfsprófið:

 

Ertu spilafíkill?

Svaraðu öllum 20 spurningunum og sjáðu niðurstöðuna byggða á svörum þinum.

Tekið skal fram að þetta er eingöngu til hliðsjónar og því mikilvægt að leita til fagaðila eða aðila með þekkingu á spilavanda teljir þú þig eiga við spilavanda að etja eða sért spilafíkill

 

Hefur þú misst tíma úr vinnu og/eða skóla vegna fjárhættuspils?

Já  Nei

Veldur fjárhættuspil þitt óánægju á heimili þínu?

Já  Nei

Hefur fjárhættuspil þitt haft áhrif á mannorð þitt og/eða álit annarra á þér?

Já  Nei

Hefur þú upplifað eftirsjá eftir að spilað?

Já  Nei

Hefur þú einhvern tímann stundað fjárhægttuspil til að vinna þér inn pening til að borga skuldir eða til að leysa úr fjárhagserfiðleikum?

Já  Nei

Hefur fjárhættuspila dregið úr metnaði þínum eða dugnaði?

Já  Nei

Eftir að hafa tapað í fjárhættuspili hefur þér liðið eins og þú verðir að fara til baka sem fyrst og vinna tilbaka það sem þú tapaðir?

Já  Nei

Eftir að hafa unnið í fjárhættuspilil hefur þú fundið löngun til að fara aftur og vinna meira?

Já  Nei

Hefur þú oft spilað fjárhættuspil þangað til síðasta krónan er farin?

Já  Nei

Hefur þú fengið lánaðan pening til að stunda fjárhættuspil?

Já  Nei

Hefur þú einhvern tímann selt eitthvað sem þú áttir til að geta fjármagnað fjárhættuspil?

Já  Nei

Hefur þú verið treg/ur við að nota „spilapeninga“ til venjulegra útgjalda?

Já  Nei

Hefur fjárhættuspil gert þig kærulausa/n um velferð þína eða fjölskyldunar?

Já  Nei

Hefur þú einhvern tímann eydd meiri tíma í fjárhættuspil en þú ætlaðir þér?

Já  Nei

Hefur þú stundað fjárhættuspil til að komast hjá áhyggjum, vandræðum, þér leiðist, ert einmanna, sorgmædd/ur eða ert að ganga í gegnum erfitt tímabil sem þú vilt flýja?

Já  Nei

Hefur þú einhvern tímann gert eitthvað eða hugsað um að gera eitthvað ólöglegt til að fjármagna fjárhættuspil þín?

Já  Nei

Hefur fjárhættuspil valdið því að þú ættir erfitt með svefn?

Já  Nei

Valda rifrildi, vonbrigði eða gremja löngun hjá þér til að stunda fjárhættuspil?

Já  Nei

Hefur þú fundið löngun hjá þér til að halda upp á velgengni eða sigur með nokkrum klukkustundum af fjárhættuspili?

Já  Nei

Hefur þú upplifað að þig langi að skaða þig eða íhugað að taka eigið líf sökum fjárhættuspils??

Já  Nei

Formleg niðurstaða

Niðurstaða

Þú svaraðir xx spurningum játandi. Flestir spilafíklar svara að minnsta kosti 7 spurningum játandi. Ef þér finnst þú vera spilafíkill eða hugsanlega eigir við spilavanda að etja og langar að hætta þá hafðu samband og leitaðu þér aðstoðar.

Þú getur smellt „HÉR“ til að bóka tíma hjá spilafíkla og fjölskylduráðgjafa og/eða hafa samband