Hjóna og paranámskeið

Hér er að ferðinni áhugavert og einkar hagnýtt námskeið um það sem þarf til að parsamband geti þroskast og dafnað. Farið er í helstu þætti parsambanda og einnig fjallað um algengustu vandamál í parsamböndum og hvernig best er að bregðast við þeim. Fjallað er um mikilvægi málamiðlunar í samböndum og munin á málamiðlun og „að láta vaða yfir sig“. Þá er tekið á því hvernig bregðast eigi við ágreiningi sem kemur upp í öllum parsömböndum og hvernig leysa má ágreining.

Leiðbeinandi námskeiðsins er Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi MA. Theodór hefur haldið fjölda námskeiða um pör og samskipti.

Námskeiðið tekur 3 klukkustundir og er ætlað bæði þeim sem eru í parsambandi og þeim sem langar til að vera í parsambandi. Námskeiðsgjald er 10.000 fyrir hvert sæti og takmarkað sætaframboð er á hverju námskeiði.

Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 27. nóvember klukkan 18:00 til 21:00 í Hlíðasmára 14, 2. hæð.

Skráning „HÉR“