Friðsæld í febrúar: Kynning á MBSR hugleiðsluformi (ókeypis)

Föstudaginn 28. febrúar klukkan 17:00 – 19:00 í húsnæði Lausnarinnar Síðumúla 13, 108 Reykjavík, verður haldin kynning á MBSR (mindfulness based stress reduction): Að minnka streitu með vakandi huga.  Námskeið þetta er frítt og er það haldið á vegum Friðsæld í febrúar.

1797457_1628904077249159_1554878534_n

Vegna fjöldatakmarkanna bjóðum við þeim sem ætla sér að mæta að skrá sig „HÉR“

Um námskeiðið:
Átta vikna MBSR námskeiðið samanstendur af vikulegum æfingum, fræðslu og heimavinnu.  Kjarni þess eru árveknihugleiðslur (mindfulness meditations), fræðsla um hugleiðslurnar, streitu og streituvalda og áhrif þessara þátta á andlega og líkamlega heilsu.  Á kynningardeginum færðu fræðslukorn og tækifæri til að prófa hugleiðslurnar.

Árveknihugleiðslur snúast um að beina athyglinni á sérstakan hátt, að lifa augnablikið með vakandi huga á meðan það á sér stað án þess að dæma það sem er að gerast, eða eins og Jon Kabat-Zinn segir „paying attention in a particular way: on purpose, in the present moment, and nonjudgmentally“

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, sálfræðingur

Um Pálínu:
Pálína Erna lærði MBSR í USA hjá Jon Kabat-Zinn og félögum hans.  Áhrif af þátttöku í 8 vikna MBSR hafa mikið verið rannsökuð undanfarna þrjá áratugi.  Niðurstöður hafa leitt í ljós minnkandi einkenni streitu, kvíða, þunglyndis, vefjagigtar ofl.

Pálína hefur haldið þessi námskeið síðastliðin tvö ár.
Hún er sálfræðingur á Landspítalanum og Sálfræðistofunni á Klapparstíg 25-27.
GSM 862-3661, heimasíða: http://skreffyrirskref.is Facebook: árvekni/Mindfulness:minnkaðu streitu með vakandi huga https://www.facebook.com/arvekni