ÉG ER KOMIN Í SAMSTARF VIÐ LAUSNINA

Eftir áratuga ráðgjafastarf sem einyrki, aðallega með Baujuna, sjálfstyrkingu sem ég skóp fyrir tuttugu árum er ég nú komin í hóp frábærra fagmanna hjá Lausninni. Ég er afskaplega ánægð með þá samfylgd! Ég hef fylgst með Lausninni síðastliðin ár vegna þess góða orðspors sem hún hefur aflað sér og vegna þess að þær leiðir sem Lausnin gefur sig út fyrir að fylgja hafa höfðað til mín. Mér hefur fundist hún í mörgu vera að fara þær leiðir eru mér að skapi. Ég þakka kærlega fyrir að bjóða mig velkomna í þennan glæsilega hóp og hlakka til samstarfsins!

Guðbjörg Thoroddsen, leikari, kennari, ráðgjafi, diplóma í jákv. sálfr. meistarastigi.  

Guðbjörg Thoroddsen er höfundur Baujunnar, sjálfstyrkingu sem byggir á tilfinningavinnu og meðvitaðri öndun. Hún hefur 40 ára reynslu af kennslu, ráðgjöf og meðferðarstarfi en þar af hefur hún í 20 ár unnið með Baujuna eingöngu. Baujan hefur verið kennd þúsundum manna við skóla, stofnanir og félagasamtök ásamt einkatímum þar sem aðferðin hefur bæði sýnt sig og sannað. Guðbjörg er með MA og ME gráðu í leiklist og kennslu. Auk þess með diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi og situr í stjórn Félags um jákvæða sálfræði. Hún hefur leikið fjölda hlutverka en auk þess kennt leiklist og leikstýrt. Kennari frá Kennaraháskóla Íslands og hefur aðallega kennt aðferð sína í sjálfstyrkingu, Baujuna. Guðbjörg hefur gefið út sjálfshjálparbók með aðferðinni sem nefnist „Baujan“ og er hún einnig til á ensku og í hljóðbókarformi. Hægt er að kynna sér aðferðina og kaupa bókina inn á vef Baujunnar www.baujan.is

Sérstakar áherslur: Áfallastreituröskun, byggja sig upp eftir áfall eða langvarandi álag, t.d. skilnað, einelti/ofbeldi, missi ástvinar, veikindi, kulnun, fortíðarvanda, erfiðleika í samskiptum, hegðunarerfiðleika, fíknir, reiði, kvíða, þunglyndi, höfnun, meðvirkni, áráttu- og þráhyggjutilhneiginga, að byggja upp sjálföryggi og vellíðan.