CRM á Íslandi 6.mars

Hér er á ferðinni heilsdags námskeið um áhrifamikla áfallatækni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

The Community Resiliency Model™ (CRM) er einföld en mjög áhrifarík áfallafræði og tækni sem allir geta tileinkað sér. Trauma Resource Institute frá Bandaríkjunum er stofnunin á bak við þessi mögnuðu fræði sem þjálfa einstaklinga ekki aðeins til að hjálpa sjálfum sér heldur einnig til að vera undirbúinn að aðstoða aðra ef uppákomur, áföll eða harmleikir eiga sér stað í samfélaginu.  Meginmarkmiðið með þekkingu á CRM aðferðarfræðinni er að kenna einstaklingum að ná aftur jafnvægi á eigin taugakerfi eftir áföll, mynda viðnám gegn áföllum og kenna öðrum slíkt hið sama.    CRM aðferðarfræðin hjálpar einstaklingum að þekkja virkni taugakerfisins og að skynja og skilja líkamleg einkenni til að bæta líðan sína, þáttur sem CRM kallar „Resilient Zone“ eða viðnámssvæðið.   Markmið CRM aðferðafræðinnar er að byggja upp í samfélögum „áfallameðvitund“ og auka skilning samfélaga á afleiðingum áfalla í tengslum við streituvaldandi þætti s.s. náttúruhamfarir, stríð, ofbeldi, efnahagshrun, hvernig þeir geta haft alvarleg áhrif á taugakerfið og einnig hvernig ,,viðnámsjafnvægi“ í taugakerfi einstaklinga getur verið endurvakið og aukið með því að tileinka sér CRM aðferðafræðina.

Kennari námskeiðsins er Elaine Miller-Karas, LCSW, ein af stofnendum the Trauma Resource Institute og starfandi framkvæmdastjóri stofnunarinnar.

Námskeiðið hentar öllum sem áhuga hafa á áfallafræðum og ekki síður þeim er starfa við að hjálpa öðrum, t.d. björgunarsveitarfólki, liðsmönnum hjálparsamtaka, fagfólk í heilbrigðisstéttum, félagsráðgjöf, guðfræði og sálfræði.

 

Nánar um TRI:
Stofnunin The Trauma Resource Institute (TRI) var stofnuð í október 2006 (sjá nánar hér) og hefur verið í gríðarlegum vexti síðan.  TRI  hefur nú þegar látið mikið af sér kveða víða um heiminn.  Sérfræðingar TRI hafa verið fengnir til að fara inn á hamfarasvæði, s.s. í Kína, Haiti, Afríku, Filipseyjum, Guatemala, Rwanda, Fílabeinsströndina, Kenya, Japan, Sierra Leone, Mexico, Nepal, Úkraína, Serbíu, Tyrklands og víða innan Bandaríkjanna, til að þjálfa forsvarsmenn samfélagana til að styðja við og kenna almenningi að takast á við þá erfiðleika sem að steðja.  Rannsóknir benda til þess að þessi aðferð skili árangri með fólk sem þjáist af áfallastreitu, kvíða, þunglyndi og líkamlegum verkjum í kjölfar áfallsins.

Hér að neðan má sjá viðbrögð einstaklinga við CRM aðferðafræðinni:

“Peace came to my heart…. the joy of living came back to my life” Ivory Coast
“ I have learned to love more even to love those that destroyed our village.” Ivory Coast
“ I have learned to help myself with the skills. I can help others with their problems too. I can help my community and neighbors whenever needed.” Haiti
“Thanks to these skills I have learned to reflect. I have learned to persevere and to live with others, nature and more love for all.” Haiti
“ I have learned that no matter your social rank, we are all humans and we can learn to live together…We all need one another to make life more beautiful.” Haiti

 

Dagskrá

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur hljóti færni í að takast á við áföll sem og að vinna úr þeim. Annað markmið er að læra að deila þessari þekkingu í samfélagið sjálft þar sem samferðamenn okkar verða ómeðvitað betur búið undir áföll. Þekkingin sem þátttakendur fá er hvaða áhrif áföll hafa á taugakerfið í líkamanum og hvernig bjargráð CRM aðferðarinnar (e. Resiliency) getur dregið úr einkennum sem fólk hlýtur við áföll.

Á námskeiðinu verður kennd grunn hugmyndafræðin á bak við CRM og 6 eiginleikar aðferðafræðinnar.

 

  1. Þátttakendur munu læra 6 grunn eiginleika CRM aðferðafræðinnar.
  2. Þátttakendur munu búa til eigin velferðaráætlun, og læra hvernig þau geta tileinkað sér CRM aðferðafræðina í sínu daglega lífi.
  3. Þátttakendur munu læra að þekkja tvær eða fleiri leiðir til koma jafnvægi á taugakerfi líkamans.
  4. Þátttakendur munu læra að þekkja ósjálfráða hluta taugakerfisins og tengingu þess við áföll.
  5. Þátttakendur munu læra eina eða fleiri aðferðir hvernig hægt að virkja CRM aðferðafræðina í samfélögum.
  6. Þátttakendur munu læra að þekkja þrjá megin skipuleggjandi þætti heilans.

 

Námskeiðið verður haldið þann 6. mars, frá klukkan 9.00 til 17.00, á Grand hótel. Gert er hlé í hádeginu.  Námskeiðið kostar 12.900 kr. og skráning er HÉR

Innifalið í námskeiðinu er kaffi og fræðsluhefti. Hádegismatur er ekki innifalinn.

HÉR má sjá nýlega frétt um CRM áfallatæknina