Umsagnir

Ég fann púslið sem vantaði.

Undanfarin þrjú ár hef ég verið að púsla saman lífi mínu eftir mikið áfall sem ég varð fyrir og umturnaði tilveru minni.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur þetta verið spennnandi púsl, stundum mjög erfitt og haldið fyrir mér vöku, stundum hefur skotgengið, stundum allt stopp, alveg eins og þegar verið er að púsla. Þetta var reyndar eins og . . . . .

Lausnin að nýju lífi!

Ég man greinilega eftir fyrstu viðtalstímunum mínum með ráðgjafa hjá Lausninni. Ég settist inn á skrifstofu til hans og vissi nákvæmlega ekkert hvað var að fara að gerast. Þar sem sambandsslitin voru nýafstaðin var ég í hálfgerðri rúst og mjög stutt í tárin og sársaukann sem fylgdi því ferli. Í viðtalinu sat ég bara og grét allan tímann, svaraði þeim spurningum sem ráðgjafinn spurði mig og hlustaði . . . .

Lopapeysuuppskriftin að lífi mínu

Allir voru að tala um meðvirkni og mikið ósköp var ég nú ánægð með að ég var ekki ein af þeim sem var meðvirk. Ég vissi alveg að maðurinn minn var alki og þar með taldi ég mig alls ekki meðvirka, að vísu gat ég ekki talað um það við neinn því hann var ekki búinn að átta sig á því sjálfur!!
Í mínum huga var vandamálið drykkjan hans . . . .

Lausn eftir skilnað

Ég var niðurbrotin og ringluð og fannst ég virkilega þurfa að byggja mig upp. Þess vegna ákvað ég að skrá mig á þetta námskeið og sé sko alls ekki eftir því. Leiðbeinandinn á námskeiðinu, miðlaði af sinni reynslu og hvatti okkur endalaust áfram. Hún fékk mig til þess að horfa öðruvísi á hlutina og gaf mér von um að það væri betra . . .

Stjórnsama húsmóðirin „Aumingja ég“

Að vera með allar heimsins áhyggjur á herðunum og þurfa að vera með yfirsýn yfir allt sem gerist á heimilinu er mjög erfitt líf og því fylgir líka óþarfa streyta sem við þurfum ekkert á að halda. Ég átti erfitt stjórnsamt líf þar til ég fór . . . .

Hver var ég og hver er ég?

Ég var óörugga, feimna konan sem var með lítið sjálfstraust og gat aldrei látið skoðanir mínar í ljós því ég var alltaf svo hrædd um álit annara og svo ég tali nú ekki um ef ég þyrfti að svara fyrir skoðanir mínar og að rökræða. Það forðaðist ég eins og heitan eldinn. Ég er alin upp ….

Vefurinn ykkar er frábær

Ég nota þær mikið með mínum hópum en ég kenni sjálfstyrkingu. Greinarnar eru skrifaðar á mannamáli og auðvelt að tileinka sér efni þeirra. Vefurinn ykkar er frábær.   Með bestu kveðju Anna Lóa Ólafsdóttir Náms – og starfsráðgjafi Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

Ég var í andlegu gjaldþroti

„Lausnin“ kom einhvernvegin upp í hendurnar á mér eins og engill hefði verið sendur til mín með hana. Ég hafði verið í andlegu gjaldþroti í nokkur ár, eða jafnvel meira og minna alla ævi, bara mis mikið.  Var mjög brotin eftir alkohólískt uppeldi og erfiðan skilnað og skipbrot á fullorðinsárum. Lifði lífinu fyrir aðra og…

Ferðalagið hófst 2010

Að vinna með meðvirknina hjá sjálfum sér er mikið ferðalag. Mitt hófst í febrúar 2010 þegar ég fór að sækja fundi hjá CoDA. Um vorið bætti ég svo við vikulegum fundum hjá Lausninni. Þar eignaðist ég litla “fjölskyldu” sem stóð með mér á ferðalaginu. Nú er ég búinn að útskrifa mig út í lífið með…

Sonur minn var í miklu rugli

Á þeim tíma sem ég fór í Lausnina var sonur minn í miklu rugli. Ég svaf ekki á nóttunni og var með þráhyggju fyrir símanum, hringjandi í strákinn eða vini hans, eilíflega að leita að honum. Þegar ég náði ekki í hann var ég gagntekin af ótta, þegar ég náði í hann reyndi ég að…