Greinar

Skömm foreldranna

Þegar foreldrar sjálfir eiga í erfiðleikum með sjálfsvirðingu og skömm, eiga í erfiðleikum með takast á við streituþætti uppeldis, samskipta, heimilisins, fjármála o.s.frv, þá er viðbúið að barnið drekki í sig það sem fyrir því er haft, ekki síst ef foreldri er ekki meðvitað um eigin vanda, og þar með lærir barnið ekki að hegðun foreldranna sé . . .

Að elska er ákvörðun!

Besta tilfinning í heimi er að elska og vera elskaður. Það er alla vega mín upplifun og á þeirri upplifun byggi ég skoðun mína. Samt er það vetvangur ástarinnar sem veldur svo miklum sársauka í lífi fjölda fólks. Hvernig stendur á því að þessi yndislega tilfinning getur leikið einhvern svona grátt. Með sama hætti má…

Að vinna sig í gegnum reynslu

Á tímabili í lífi mínu fannst mér öll sund vera lokuð.  Það var þegar ég hafði ný lokið skólanámi og var búinn að vera atvinnulaus í 5 mánuði og  tiltölulega ný skilin. Það var eins og ekkert væri að ganga upp hjá mér. Tilfinningin sem  bjó innra með mér á þessum tíma var að ég…

Var foreldri þitt að misnota áfengi?

Þótt fjölskyldur séu mismunandi, eru nokkrir algengir eiginleikar sameiginlegir hjá þeim fjölskyldum þar sem um  misnotkun áfengis hefur verið að ræða. Má það meðal annars rekja til þeirrar staðreyndar að þeir sem búa við þær aðstæður, búa oft við óreiðu, þar sem einstaklingar eru ekki sjálfum sér samkvæmir, hlutverkin óljós og reglur handahófskenndar. Það geta…

Þarf ég að fyrirgefa?

Fyrirgefning er mikið notuð í parameðferð sem og í allri almennri meðferð þar sem unnið er með tilfinningar einstaklings eða einstaklinga. Margir fagaðilar hafa brennt sig á því að skilningur skjólstæðinga þeirra á því hvað fyrirgefning er fer ekki saman við almenna skilgreiningu á fyrirgefningunni. Í þessari grein verður í mjög stuttu máli fjallað um…

Ertu maður eða mús?

Þegar ég var ungur og lék með vinunum, þá var mikið lagt upp úr því að vera karlmannlegur, sterkur, duglegur og alls ekki sína veiklundaðar tilfinningar, því þá væri maður stelpa eða hommi. Það var náttúrulega það versta að vera kallaðu hommi og þann stimpil vildi ég alls ekki hafa á mér. Ef aðstæðurnar voru slæmar heima og mér leið illa, hafði verið skammaður, særður eða orðið vitni af einhverjum uppákomum á heimilinu þá var ekki margt í stöðunni til að fá útrás fyrir tilfinningunum, það mátti alls ekki gráta, ekki barma sér við vini eða segja einhverjum frá, það sem var hægt . . .

Í rústum hjónabandsins míns

Ég sit á hækjum í rústum hjónabandsins míns, óttaslegin og  stjörf. Brotin liggja á víða og dreif, allt virðist þar mölbrotið. Ég hlýt að hafa átt háreistar vonir og væntingar til þessa hjónaband, því fallið virðist hafa verið hátt. Ég horfi í kring um mig ráðvit og skil ekki neitt. Hvernig gat þetta  farið svona?…

Mikilvægi góðra samskipta

Eitt af erfiðustu verkefnum sem býður flestra einstaklinga er að mynda parsamband og í kjölfar þess fjölskyldu. Samfélagsmynstur á Íslandi gerir verkefnið ekki auðveldara þar sem stór hluti fjölskyldna tekst á við stjúptengls um leið og myndað er nýtt samband. En þetta er ekki óviðráðanlegt verkefni þrátt fyrir að . . . .

Hvað getur þú gert?

Það er í raun ótrúlegt hvað maðurinn getur gert og enn ótrúlegra hvað hugurinn getur haft mikil áhrif á það hvað við gerum, eða gerum ekki. Það er til góð tilvitnun frá Henry Ford sem sagði, “Whether you think you can, or you think you can’t–you’re right.” Með þessari setningu var Henry Ford að segja…

ÉG ER – ertu sá sem þú heldur að þú sért?

Út er komin bókin ÉG ER – ertu sá sem þú heldur að þú sért? Höfundar bókarinnar eru þau Theodór Francis Birgisson, sambands- og samskiptaráðgjafi hjá Lausninni og Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi hjá Manngildi. Útgefandi er Óðinsauga. Bókin er skrifuð úr frá árangursfræðum og Biblíunni og samanstendur af kjarnyrtum texta og krefjandi verkefnum. Bókin er skrifuð til að . . . .