Greinar

Samtalsmeðferð eða sálfræðiþjónusta?

Ég hef undanfarin ár starfað við samtalsmeðferð sem klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef á þeim árum verið kallaður sálfræðingur. Ég ber mikla virðingu fyrir sálfræðingum og tel þá nauðsynlega fagstétt í heilbrigðismálum. Ég er bara ekki sálfræðingur, ég er klínískur félagsráðgjafi og þætti því…

Meðvirk­ir for­eldr­ar ala upp meðvirk börn

Kjart­an Pálma­son einn stofn­enda Lausn­ar­inn­ar, er vel að sér þegar kem­ur að því að færa for­eldr­um þau verk­færi sem nauðsyn­leg eru til að stuðla að heil­brigðu upp­eldi.  Kjart­an hef­ur lokið þjálf­un í PIT, „Post Introducti­on Therapy“ á veg­um The Mea­dows. Nám­skeiðið er haldið af Pia Mellody og Sarah Bridge. Hann hef­ur einnig lokið fjöl­mörg­um nám­skeiðum…

Varnarleysi í ástarsamböndum

Sumir telja að ástin sé ofmetin, aðrir að hún sé tímaskekkja og enn aðrir að hún sé órökrétt viðbrögð við losta. Ég tel hana vera ómetanlega gjöf sem ég vildi ekki vera án. Hún er vissulega ekki alltaf rökrétt og ekki alltaf auðskiljanleg, en það er samt ekkert betra til í veröldinni að mínu mati…

Nánd

Nánd er öllum einstaklingum eðlislæg og allir menn, karlar og konur hafa innbyggða þörf fyrir nánd. Það að vera í nánd og þyggja nánd einhvers annars lifandi einstaklings skapar öryggi og innri ró. Í nándinni fyllist á allar þær tilfinningastöðvar sem einstaklingurinn er með hið innra og hann verður tilbúnari til þess að takast á…

Hvað er spilafíkn?

Spilafíkn er stjórnlaus þátttaka í fjárhættuspilum sem hefur alvarlegar afleiðingar. Andleg vanlíðan, þunglyndi, kvíði og streita eru algengir fylgifiskar spilafíknar. Spilafíkill er iðulega upptekinn af hugsunum um fjárhættuspilum og hugsar um leiðir til þess að spila áfram og/eða leggja undir, gjarnan í þeim tilgangi að endurheimta glatað fé. Það eykur aðeins fjárhagslegan skaða þannig að…

Hvað kostar þú?

Það er ólíklegt að margir hafi reynt að svara þessari spurningu á rökréttan hátt enda erum við sennilega langt flest þannig skrúfuð saman að við teljum okkur alls ekki til sölu óháð því verði sem upp er sett. Samt gerist það oftar en margan grunar að við setjum á okkur ótrúlega lágan verðmiða. Ég hef…

Í kjölfar framhjáhalds – 6 algeng vandamál við endurreisn sambands

Framhjáhald er verknaður sem allir í parasamböndum og hjónaböndum vonast til að þurfa ekki að takast á við. Það er engu að síður dapur fylgifiskur lífsins og rúmlega tveir af hverjum tíu aðilum heldur framhjá einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta hlutfall á þó meira við um karlmenn þar sem konur halda að jafnaði síður framhjá.…

Ég er ekkert einsdæmi!

Neðangreindar hugleiðingar bárust okkur frá ungri konu sem hefur verið hjá Lausninni síðustu mánuði. Hún gaf okkur góðfúslegt leyfi til að deila reynslu hennar sem gæti sannarlega komið öðrum að gagni. Sagan mín. Ég er ekkert einsdæmi, það er ekki ástæðan fyrir orðum mínum, er ég athyglisþurfi….nei ég er það ekki, og allra síst út…

Er sambandið innihaldslaust?

„Við erum bara orðin eins og systkini“ er setning sem stundum heyrist hjá pörum sem hafa verið saman í einhvern tíma og þykir lítid um að vera í sambandinu. Eins og gerist og gengur þá er oftast nóg um að vera hjá okkur flestum, vinna, félagslíf, heilsurækt, nám og fleira sem allt tekur sinn tíma.…

Það kostar að elska

Það er að mínu mati ekkert jafn dýrmætt í lífinu en að fá að elska og vera elskaður. Samt sem áður gleyma margir hversu ómetanleg gjöf þessi tilfinning er. Ég sé það aftur og aftur í mínu starfi með pörum að fólki hættir til að taka þessari gjöf sem sjálfsögðum hlut. Það er hins vegar…