Fréttir

Opinn kynningarfundur – Meðvitund í stað megrunar

Opinn kynningarfundur
2. maí, um öðruvísi nálgun hvað varðar samband okkar við mat.

Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur og ráðgjafi Lausnarinnar, kynnir m.a. hugmyndir úr bókinni „Women, Food and God, an Unexpected Path to Almost Everything, eftir Geneen Roth“.. Þar er áherslan á að skoða rót þess að …..

Reynslusaga konu

Ég var sannfærð um að ég væri með einhvern segul, á einhverja ræfla sem færu illa með konur og ég vissi ekki hvernig ég ætti að losa mig við þennan segul. . . .

Sjálfstyrking, samskiptafærni, lífshamingja 2-3.apríl

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Lausnarinnar að Súðarvogi 7, það tekur mið af 5 daga námskeiði um meðvirkni sem haldið er í Skálholti. Farið verður m.a. yfir einkenni meðvirkni, rætt um tilfinningar og hvað eru mörk og hvernig setjum við mörk.

Á námskeiðinu verður leitast við að svara ýmsum algengum spurningum um meðvirkni sem dæmi:

Hið íslenska meðvirka samfélag

Meðvirkni verður ávallt til í æsku. Hún verður til við langvarandi vanvirkar (óeðlilegar) aðstæður sem brjóta eða brengla sjálfsmat barnsins. Þessar aðstæður geta helgast af ýmsu, s.s. alkóhólisma á heimili, ofbeldi, óþroska foreldra, meðvirkni og langveiki svo eitthvað sé nefnt en oft er ekki um áberandi vandamál að stríða hjá uppeldisaðilum heldur frekar kunnáttuleysi að ræða. . .

Starfsemi Lausnarinnar

Meðvirkni verður til við langvarandi vanvirkar aðstæður í æsku, það getur helgast af meðvirkum foreldrum, óþroskuðum, langveikum eða uppalendum sem eiga við geðræn vandamál að stríða og ekki má gleyma foreldrum sem vankunnáttu sinnar vegna vita ekki hverjar eru eðlilegar þarfir barns í uppvextinum.

Skálholtsnámskeið á næsta ári

Nú líður að Skálholtsnámskeiði dagana 8 – 12. Nóvember og eflaust einhverjir spenntir að komast á þennan fallega stað sem Skálholt er. Námskeiðið er fyrir löngu uppbókað en tímasetningar á næstu tvö námskeið hafa verið ákveðnar. . .

Opinn fyrirlestur í Rauðakrosshúsinu

Næstkomandi föstudag, þann 15. október, verður haldinn opinn fyrirlestur um meðvirkni og afleiðingar hennar á samskipti okkar og tilfinningarlíf. Fyrirlesturinn verður haldinn í Rauðakrosshúsinu, Borgartúni 25 og er hann öllum opinn og kostar ekkert inn.

Opnn fyrirlestur um meðvirkni í Hafnarfjarðarkirkju

Meðvirkni verður til við langvarandi vanvirkar aðstæður í æsku, það getur helgast af meðvirkum foreldrum, óþroskuðum, langveikum eða uppalendum sem eiga við geðræn vandamál að stríða og ekki má gleyma foreldrum sem vankunnáttu sinnar vegna vita ekki hverjar eru eðlilegar þarfir barns í uppvextinum…