Fréttir

Ör- námskeið um meðvirkni og áföll

Fimmtudaginn 16.ágúst bjóðum við upp á hið geysivinsæla, Örnámskeið um meðvirkni og áföll, námskeið sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar og oft komast færri að en vilja. Námskeið þetta er fyrir alla þá sem vilja fræðast um grunnorsakir samskiptaörðugleika, skilnaða, fíkna og ofbeldis og afleiðingar áfalla á líf okkar og…

Sérhæfing í parameðferð

Tilfinninga nálguð meðferð – EFT Á vormánuðum luku fjórir þerapistar Lausnarinnar þau Theodór Francis, Katrín Þorsteinsdóttir, Barbara Hafey og Ragnheiður Kr. Björnsdóttir, ásamt Baldri Einarssyni hjá Von ráðgjöf, sérhæfingu í parameðferð frá ICEEFT The International Center For Excellence in Emotionally Focused Therapy. EFT eins og nálgunin er kölluð er gagnreynd meðferðartækni þróuð af dr. Sue…

Samskiptin þegar foreldrarnir eldast

Samlokukynslóðin   Hvað gerist þegar foreldrar okkar eldast og hlutverkin snúast við? Hvernig getum við brugðist við þessum breyttu aðstæðum? Hvað felst í því að setja sjálfum sér og öðrum mörk? Er hægt að fyrirbyggja að samskipti verði erfið? Erum við afskiptasöm eða umhyggjusöm? Þessar spurningar og margar aðrar verða teknar fyrir á þessum fyrirlestri sem…

Meðvirkninámskeið Lausnarinnar

Hugtakið meðvirkni er orðið nokkuð þekkt, jafnt hér á landi sem erlendis, en birtingarmyndir þess kannski ekki eins auðþekkjanlegar. Orsakir meðvirkni geta verið margvíslegar og þróast yfirleitt í æsku en geta einnig myndast á fullorðinsárum. Lengi vel hefur verið litið svo á að meðvirkni tengist nær eingöngu aðstandendum áfengissjúklinga en staðreyndin hefur reynst önnur. Meðvirkir…

Hjóna og paranámskeið

Hér er að ferðinni áhugavert og einkar hagnýtt námskeið um það sem þarf til að parsamband geti þroskast og dafnað. Farið er í helstu þætti parsambanda og einnig fjallað um algengustu vandamál í parsamböndum og hvernig best er að bregðast við þeim. Fjallað er um mikilvægi málamiðlunar í samböndum og munin á málamiðlun og „að…

Kulnun – einkenni og viðbrögð

Kulnun í starfi (e. Burnout) er mun algengari en almennt er viðurkennt í samfélagi okkar. Einkenni kulnunar eru bæði sálræn og líkamleg og mikilvægt er að geta greint einkenni á fyrstu stigum til að geta brugðist við þeim. Í upphafi koma fram einkenni langvarandi þreytu og orkuleysis ásamt líkamlegum verkjum og minnkandi lífsgleði. Margir upplifa…

Lífið eftir áföll

Hvað gerist eftir að áfall á sér stað? Sefur þú illa? Lítil matarlyst? Er stutt í pirring? Auknir verkir? Minna þol? Ertu dofin/n? Upplifir þú þig langt niðri? Ertu að fá kvíðaköst? Áföll geta verið mismunandi, allt frá því að einhver segir eitthvað sem brýtur þig niður og alveg yfir í slys, dauðsföll og hamfarir. …

Fjölskyldufræðingar

Föstudaginn 15. Júní fjölgaði í hópi fjölskyldufræðinga hjá Lausninni  fjölskyldu-og áfallamiðstöð.  Óskum við þeim Ragnheiði Kristínu Björnsdóttur og Barböru Hafey til hamingju með áfangann en námið er diplómanám á meistarastigi, kennt frá Endurmenntun Háskóla íslands. Fjölskyldumeðferð er árangursríkt og gagnreynt meðferðarúrræði þar sem tekið er mið af áhrifamætti  fjölskylduheildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi.…

Er líf eftir skilnað?

Flestir sem ganga í gegnum skilnað vilja standa vel að málum, vilja skilja í vinskap, “vera vinir” eins og oft er sagt. Það er hins vegar ekki auðvelt fyrir tvo einstaklinga sem ekki hafa getað komið sér saman um grundvallaratriði í hjónabandi að koma sér saman þegar hjónabandi er að ljúka. Til þess að svo…

Einföld leið til sjálfsuppbyggingar!

Baujan. Auðveld, fljótvirk og varanleg sjálfstyrkingaraðferðÁ námskeiði þessu er fjallað um aðferð, hugsun og þann grunn sem Baujan byggir á. Um er að ræða aðferð til vinna sig frá reiði, kvíða, þunglyndi, skömm, höfnun og áráttutilhneigingum. Kenndar eru leiðir til að styrkja tengsl við sjálfs/n sig, við kjarna sinn og öðlast sjálfstjórn. Þekkja betur og…